Ægir

Volume

Ægir - 01.04.2014, Page 46

Ægir - 01.04.2014, Page 46
46 Hámarkaðu afköstin á sjó með tækjum frá Friðrik A. Jónssyni ehf FAJ Friðrik A. Jónsson ehf Friðrik A. Jónsson ehf Miðhrauni 13 - 210 Garðabæ S: +354 552 2111 - F: + 354 552 2115 www.faj.is Fagleg ráðgjöf, sala og þjónusta Bjóðum aðeins viðurkenndan búnað Nýr makríl sónar Nýr digital sónar frá JMC Hann er langdrægari og með betri skjá upplausn heldur en eldri sónarinn. • Senditíðni 170kHz til 190kHz. Stillanlegt. • Sendiorka 1,5 kW • Stamp og veltu leiðrétting +/- 25° • Læsing á torfu. • Halli +5° upp og -90° niður. • Snúningur á spegli: Lárétt 360°. • Skali 2000 metra. Sjá nánar á www.faj.is ÍSLENSK VALMYND AP70 SAILOR Kallkerfi Peltor og SAILOR SAILOR Inmarsat-C og Mini-C SAILOR VHF 6222 Strandveiðar hafa farið af stað af miklum krafti, en þær hófust í byrjun maí. Færri bátar hafa þó verið á strandveiðum í upp­ hafi þeirra en var á sama tíma í fyrra. Aflinn er engu að síður meiri en þar skiptir mestu að veður hefur verið gott og hægt að róa flesta daga. Örn Pálsson framkvæmda- stjóri Landssambands smábáta- eigenda segir að aflabrögð hafi verið með ágætum, þannig hafi um þriðjungi meiri afli verið kominn að landi þegar aðeins voru liðnar rúmar tvær vikur af strandveiðunum. Í liðinni viku var aflinn orðinn um eða yfir 1500 tonn og sem dæmi þurfti að loka svæði A, Breiðafirði og Vestfjörðum eftir aðeins 7 daga veiði þar sem viðmiðunarkvót- inn var búinn. „Það sem mestu skipti voru góðar gæftir, það hefur mikið að segja upp á veiðina að veðrið sé gott og það hefur greinilega leikið við strandveiðisjómenn á þessu svæði nú í upphafi veiðanna,“ segir Örn. Færri bátar hafa verið á strandveiðum í maí í ár en á sama tíma í fyrra. Alls voru skráðir 471 bátur í strandveið- um í þeim mánuði en voru 510 í fyrravor, um 40 bátum færra. „Það eru ýmsar skýringar á því,“ segir Örn spurður um ástæðu þess að færri bátar stundi strandveiðar nú en í fyrra. Hann nefnir að einhverjir hafi verið á grásleppuveiðum og ætli að skipta yfir síðar, aðrir séu að klára kvótann sinn áður en þeir byrji á strandveiðum og enn aðrir ætla að gefa strandveið- um frí og fara á makríl. „Bátum á eftir að fjölga eftir því sem líð- ur á sumarið,“ segir Örn. Breytinga þörf Hann nefnir þó að ná þurfi fram breytingum á kerfinu og það sé stóra málið sem horft sé til nú. Viðmiðunarkvóti sé gefinn út fyrir hvert hinna fjögurra svæða sem miðunum sé skipt upp í og þegar honum er náð er svæð- inu lokað. Farsælla sé að mati landssambandsins að strand- veiðileyfi feli í sér heimild til róðra með sömu takmörkunum og nú er en heildaraflavið- miðun verði afnumin. Þannig væri ekki álag á menn að róa fyrstu daga mánaðarins, þegar þeir ættu að vera í landi vegna veðurs. Heldur geti þeir gengið út frá því sem vísu að fá að róa fjóra daga í viku hverri tímabilið maí til og með ágúst. „Hug- myndirnar hafa verið kynntar Strandveiðar hefjast af mikilum krafti: Færri bátar á sjó en aflinn meiri en á sama tíma í fyrra S tra n d v eiða r

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.