Ægir - 01.04.2014, Síða 52
52
„Meira og minna öll okkar
orka síðustu 20 árin hefur farið í
að verja kvótakerfið. Á einhverj-
um tímapunkti fannst mönnum
það góð hugmynd að setja
sölumál íslenskra sjávarafurða
inn í sérhæfð sölufyrirtæki og
einbeita sér frekar að veiðum
og vinnslu. Það voru dýrkeypt
mistök. Við vorum að ræða það
kollegarnir þarna úti í Brussel
hversu hörmulega hefði tekist
til með þekkt vörumerki okkar
eins og Islandia og Icelandic.“
Íslensk tromp í annarra höndum
Smári nefnir dæmi máli sínu til
stuðnings. „Islandia var orðið
viðurkennt og vel þekkt merki
fyrir í SPIG-löndunum svoköll-
uðu (Spánn, Portúgal, Ítalía og
Grikkland) en eftir að hafa
framselt sölumálin í hendur
sjálfstæðum sölufyrirtækjum,
sem hafa svo skipt um
eignarhald með margvíslegum
fléttum, er svo komið að við
höfum ekki lengur ráðstöfunar-
rétt yfir þessu vörumerki. Svip-
aða sögu er að segja af
Icelandic-merkinu. Það er líka
úr okkar höndum eftir þá mis-
ráðnu ákvörðun útgerðar- og
vinnslufyrirtækjanna að sleppa
hendinni af sölumálunum. Á
sínum tíma var Icelandic metið
eitt af 500 verðmætustu vöru-
merkjunum á Bandaríkjamark-
aði. Í dag kæmist það ekki á
lista yfir þau 5000 verðmætu-
stu. Lífskjör okkar allra á Íslandi
Guðmundur Smári á hafnarbakkanum með annað skipa fyrirtækisins í baksýn. Hringur SH-535, var keyptur
til landsins 1996.
Sölumál íslenskra sjávar-
afurða þurfa gagngerrar
endurskoðunar við. Fram-
leiðendur þurfa sjálfir að
taka höndum saman um
markaðsstarf. Stýra þarf
veiðum yfir sumartímann
með öðrum hætti en gert
hefur verið. Vottun um
sjálfbærar veiðar hefur
enn ekki fært framleiðend-
um neinn merkjanlegan
ávinning. Veiðigjöld á út-
gerðir soga fjármagn frá
dreifðum byggðum lands-
ins á sama tíma og talað
er um nauðsyn þess að
efla þær. Það er einfald-
lega vitlaust gefið.
Sjávarútvegslausnir
Gæðastjórinn:
„Hlutverk mitt er að
tryggja gæði og
rekjanleika vörunnar.“
Wise býður lausnir í sjávarútvegi
sem spanna alla virðiskeðjuna.
Wise sérhær sig í
Microsoft Dynamics NAV
viðskiptalausnum.
- snjallar lausnir
Wise lausnir ehf.
Borgartún 26, 105 Reykjavík
Hafnarstræti 93-95, 600 Akureyri
sími: 545 3200 » wise@wise.is
www.wise.is 545 3200 wise.is sala@wise.is
Gold Enterprise Resource Planning
Silver Independent Software Vendor (ISV)
TM