Húnavaka - 01.05.1990, Blaðsíða 48
46
HUNAVAKA
að flýja úr Forsæludal, ,,en allt kvikfé það er eftir var deyddi Glámur,
og því næst fór hann um allan dalinn og eyddi alla bæi upp frá
Tungu.... Þótti mönnum til þess horfast að eyðast myndi allur
Vatnsdalur, efeigi yrði bætur á ráðnar.“ Glámur er því óvinur heillar
byggðar og að því leyti táknrænn fulltrúi vetrar að hann veldur dauða
og tortímingu.“
III
Nú víkur sögu til Grettis sem er staddur heima á Bjargi, ,,og er
mjög var komið að veturnóttum“ reið hann norður yfir hálsa til
Víðidals og gisti á Auðunnarstöðum. Síðan ríður hann norður til
Vatnsdals og dvelst um þrjár nætur í Tungu með Jökli móðurbróður
sínum, sem reynir að telja hann frá að fást við Glám, ,,því að það
er gæfuraun mikil, en frændur þínir eiga mikið í hættu þar sem þú
ert.“ En ekki tjáir að letja Gretti. Hann heldur áfram for sinni til
Forsæludals, þar sem hús voru illa leikin af Glámi og allt heldur
óvistlegt. Þriðju nóttina sem Grettir gistir þar kemur draugsi heim,
ríður húsum heldur harkalega og fer síðan inn í skálann. Viðureign
þeirra Grettis inni í bænum er lýst af frábærri snilld, en henni lýkur
á þá lund að Glámur kiknaði á bak aftur ,,og rauk öfugur út á
dyrnar“ og út úr húsunum, en Grettir á hann ofan. Þótt Grettir
hafi komið Glámi undir, þá er samskiptum þeirra engan veginn lokið,
og skal nú hyggja að efstu andartökum Gláms í því lífi sem hann
öðlaðist eftir dauða sinn á jólanótt forðum:
Tunglskin var mikið úti og gluggaþykkn; hratt stundum fyrir
en stundum dró frá. Nú í því Glámur féll, rak skýið frá tunglinu,
en Glámur hvessti augun upp í móti. Og svo hefir Grettir sagt
sjálfur að þá eina sýn hafi hann séð svo að honum brygði við.
Þá sigaði svo að honum af öllu saman, mæði og því er hann
sá að Glámur gaut sínum sjónum harðlega, að hann gat eigi
brugðið saxinu og lá nálega milli heims og heljar. En því var
meiri ófagnaðarkraftur með Glámi en flestum öðrum afturgöngu-
mönnum að hann mælti á þessa leið:
„Mikið kapp hefir þú á lagið, Grettir,“ sagði hann, ,,að finna