Húnavaka - 01.05.1990, Blaðsíða 240
238
HÚNAVAKA
Ölvisdóttir, hjúkrunarfræðingur, Magnús Rúnar, starfsmaður
Kaupfélags Húnvetninga, Sigurunn, læknafulltrúi við Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri, en maður hennar er Daníel Snorrason,
rannsóknarlögreglumaður og Agnes Hulda, hjúkrunarfræðingur á
Sauðárkróki, gift Ingimundi Guðjónssyni, tannlækni.
Eina dóttur barna eignaðist Agnar, áður en hann kvæntist, Bryn-
dísi húsfreyju á Mosfelli í Svínadal, en maður hennar er Einar
Höskuldsson bóndi.
Agnar bjó alla æíi á Blönduósi og var heimili hans lengst af í
Sólheimum. Bjó Lilja kona hans honum og börnum þeirra hlýlegt
og fallegt heimili. Var höfðingsskapur mikill á heimili þeirra hjóna.
Árið 1968 varð Agnar fyrir hjartaáfalli og eftir það gekk hann
eigi heill til skógar. Um langt árabil stundaði hann nokkurn fjárbú-
skap og hélt þá jafnframt hesta, því að hestamennska var honum
í blóð borin.
Var margt kunnra hestamanna í ætt hans. Átti hann jafnan gæð-
inga, er hann annaðist af mikilli kostgæfni. Vart verður hægt að
benda á nánara samband milli manns og hests, en er minnst er
Agnars Guðmundssonar, og vart verður myndin af honum betur
varðveitt í minningunni, en þar sem hann situr uppáhaldsgæðing
sinn, er hann dáði hvað mest.
Hér eiga því vel við orð skáldsins Einars Benediktssonar, en í
kvæði sínu Fákar, segir hann:
„Maður og hestur þeir eru eitt
fyrir utan hinn skammsýna, markaða baug.
Þar finnst, hvernig æðum alls fjörs er veitt
úr farvegi einum, frá sömu taug.
Þeir eru báðir með eilífum sálum,
þó andann þeir lofl á tveimur málum,
— og saman þeir teyga í loftsins laug
lífdrykk af morgunsins gullroðnu skálum.“
í þessu kvæði sínu bregður skáldið upp stórbrotinni mynd og lof-
gjörð af þessum þarfasta þjóni og lífi hins vökula hestamanns.
Agnar Guðmundsson var mikill persónuleiki. Hann var traustur
og góður vinur. Einn vina hans og samstarfsmanna, lét svo um mælt