Húnavaka - 01.05.1990, Blaðsíða 221
HUNAVAKA
219
an heimilisiðnað, eina elstu handiðn, er stunduð hafði verið allt frá
landnámstíð. Það að vinna ullina eftir þeim aðferðum, er höfðu verið
notaðar frá fornu fari.
Meðal þessara kvenna var Jóhanna á Svínavatni.
Hún segir svo frá: ,,Ég haíði snemma ánægju af því að tæta ull.
En tildrögin voru máske þau, að ég haíði heyrt talað um íslenska
konu í Kaupmannahöfn, er ætti svo flnt sjal úr íslenskri ull, að hún
hefði dregið það í gegnum fingurgull sitt. Það hlaut að vera gaman
að vinna slíkt sjal.“
Þetta varð til þess, að Jóhanna fór að vinna að þessum listiðnaði,
svokölluðu langsjali, er var svo fint, að draga mátti það í gegnum
fmgurgull. Þetta listræna verk hennar var síðan á hannyrðasýningum
m.a. á Blönduósi árið 1920 og síðar í Englandi.
Varð Jóhanna brátt kunn tóvinnukona og barst hróður hennar
víða.
M.a. var sjalið hennar góða sent á fyrstu norrænu listiðnaðarsýn-
inguna, er haldin var í Parísarborg 7. nóvember árið 1958. Vakti
það þar mikla athygli.
Jóhanna tók einnig mikinn þátt í félagsmálum kvenna í heimasveit
sinni. Þann 3. júlí 1927 var efnt til fundar kvenna í Svínavatnshreppi,
að aflokinni messu á Svínavatni, fyrir atbeina Halldóru Bjarnadóttur
og stofnað til kvenfélags. Það var síðan endanlega stofnað þá um
haustið og hlaut nafnið ,,Hið nýja kvenfélag Svínavatnshrepps“. Var
Jóhanna kjörin fyrsti formaður félagsins. Starfaði hún mikið að fé-
lagsmálum kvenna næstu árin.
Þannig átti Jóhanna mikinn þátt í því, að efla hina nýju menning-
arstrauma, er þá fóru um landið, til þess að auka menntun kvenna
á sem flestum sviðum og báru þegar mikinn árangur og höfðu mót-
andi áhrif á daglegt líf heimilanna í landinu.
Eins og áður er sagt bjó Jóhanna nær alla æfi sína á Svínavatni.
Hún giftist þann 19. mars 1921 Gunnari Bjarnasyni, eyfirskum
manni frá Þormóðsstöðum í Sölvadal í Eyjafirði. Bjuggu þau nokkur
ár á Svínavatni. Eignuðust þau eina dóttur barna, Ingibjörgu, sem
búsett er í Reykjavík, en maður hennar er Herbert Sigurðsson, tré-
smiður. Þau Jóhanna og Gunnar slitu síðar samvistum. Lengst æfi
sinnar bjó Jóhanna félagsbúi með bræðrum sínum tveim, Steingrími
og Guðmundi. Einnig var á heimilinu Elín systir þeirra, sem látin
er fyrir nokkrum árum. Var jafnan til þess tekið hve þau systkini