Húnavaka - 01.05.1990, Blaðsíða 259
HUNAVAKA
257
lendingaslóðir og endaði sú ferð
í Jónshúsi.
Held ég að flestum okkar muni
ógleymanlegur sá skemmtilegi
dagur.
Pað ríkti sönn ferðagleði hjá
þessum hópi og hér er aðeins fátt
talið af því sem við sáum og
heyrðum á eftirminnilegri ferð
okkar.
Aðalbjörg Ingvarsdóttir.
FRÁ NORRÆNA FÉLAGINU.
Um miðjan júní kom 50 manna
hópur frá vinabænum Karlstad í
Svíþjóð. Voru flestir þeirra hljóð-
færaleikarar, sem mynduðu ann-
ars vegar lúðrasveit og hins vegar
jasshljómsveit, sem nefndist
Skáre-Bigband. Dvöldu hinir
norrænu gestir á Blönduósi í tvo
daga og héldu hljómleika í Fé-
lagsheimilinu. Var þeim boðið í
skoðunarferð um nágrenni
Blönduóss með aðstoð leiðsögu-
manns.
í sumarbyrjun fóru tveir ungl-
ingar frá Blönduósi, þau Hanna
Birna Sigurðardóttir og Tómas
Ingi Ragnarsson, til Karlstad í
Svíþjóð. Tóku þau þar þátt í
unglingamóti, en megin um-
ræðuefni var um umhverfismál á
Norðurlöngum. Með þeim í för
var Kristín Mogensen, varaforseti
bæjarstjórnar. Á sama tíma var
gata í Karlstad skírð Blönduós-
gatan, eftir vinabænum á ís-
landi.
Aðalfundur Norræna félagsins
á Blönduósi var haldinn þann 4.
október í Snorrabúð. Formaður
flutti skýrslu félagsstjórnar.
Bergljót Jónasdóttir forstöðu-
kona Norrænu upplýsingarskrif-
stofunnar á Akureyri, sagði frá
starfsemi skrifstofunnar. Aðal-
björg Ingvarsdóttir, kennari
skýrði frá söngferð kirkjukórs
Blönduósskirkju til Danmerkur.
Stjórn félagsins skipa: Sr. Árni
Sigurðsson, formaður, Sveinn
Kjartansson, skólastjóri, varafor-
maður, Kolbrún Zophaniasdótt-
ir, skrifstofustúlka, ritari, Aðal-
björg Ingvarsdóttir, kennari,
gjaldkeri og meðstjórnendur Þor-
grímur Pálmason, bóndi og
Kristín Mogensen, kennari.
Æskulýðsfulltrúi var kjörin
Þórhalla Guðbjartsdóttir, kenn-
ari.
Kveikt var á jólatrénu frá
vinabænum Moss þann 9. des-
ember. Formaður Norræna fé-
lagsins, sr. Árni Sigurðsson, flutti
ávarp og afhenti tréð fyrir hönd
gefenda, en bæjarstjórinn, Ófeig-
ur Gestsson, veitti því viðtöku
fyrir hönd bæjarbúa og tendraði
ljósin á trénu. Kirkjukór
Blönduósskirkju söng undir
stjórn Sigurðar Daníelssonar.
Blásarar úr Lúðrasveit Blöndu-
óss léku jólalög. Jólasveinar
17