Húnavaka - 01.05.1990, Blaðsíða 250
248
HÚNAVAKA
þann 28. aðeins 4 stig. Mesta
veðurhæð var skráð þann 9. af
suðsuðvestri 7 vindstig. Gras-
spretta var mikil í mánuðinum
og nýting heyja góð. Sumir
bændur höíðu lokið fyrri slætti í
mánaðarlokin, en aðrir vart byrj-
aðir. Sauðfé var rekið á fjall um
miðjan mánuðinn, en mjög seint
gréri á afréttum og vegir þar tor-
færir. Gæftir á sjó voru hagstæð-
ar og afli allgóður, þótt fjærstu
mið væru lokuð vegna hafíss.
Agúsl.
Fyrsti dagur mánaðarins var hlýr
og þurr, en hlýjast varð þann 20.,
16,2 stig. Góður þerrir var frá 11.
til 15. og frá 25. til 27. Annars
var mánuðurinn vætusamur.
Urkoma mældist alls 81,8 mm og
féll á 21 degi, mest þann 30., 18,6
mm. Lægsta hitastig varð 0,6 stig
þann 26. og fraus þá við jörð.
Ekki féll þó kartöflugras. Loft var
yfirleitt skýjað og nokkuð vinda-
samt. Grasspretta var mikil í
ágúst og þurrkdagar nýttust vel.
Meirihluti bænda lauk heyskap í
mánuðinum. Er talið að hey séu
góð, en ekki mikil að vöxtum.
Gæftir á sjó voru nokkuð stöðug-
ar en veiði í ám reyndist treg.
September.
Septembermánuður var um-
hleypingasamur. Áttin var suð-
læg fram um miðjan mánuðinn
og hlý. Þann 9. komst hitinn í
13,7 stig og aftur hlýnaði í mán-
aðarlokin og mældist hitinn 13,5
stig þann 30. Frost mældist 0,6
stig þann 8. og 0,4 stig þann 27.
Fjöll urðu hvít þann 25. og 27.
Urkorna var skráð 23 daga en
mælanleg í 17 alls 49,7 mm.
Óhagstætt reyndist að ná heyjum
í mánuðinum og afréttalönd voru
ógreiðfær til fjárleita vegna
bleytu. Kartöfluuppskera reynd-
ist mjög misjöfn og víðast rýr.
Gæftir á sjó voru stopular, vegna
storma. Samgöngur í héraðinu
voru greiðar.
Október.
Mjög hagstætt tíðarfar var í októ-
ber. Urkomu varð vart í 15 daga
en féll á 12 dögum alls 14,8 mm.
Þar af snjór í 2 daga 3,6 mm.
Hlýviðri var bæði fyrst og síðast
í mánuðinum. Hlýjast 14,5 stig
þann 4. Frost mældist í 11 daga,
mest 6 stig þann 27. Jörð var
þurr og frostlítil í mánaðarlokin.
Snjólag var skráð þann 16. og 22.
en hvarf strax, en fjöllin folduðu
hvítu allan mánuðinn. Sam-
göngur voru auðveldar og gæftir
og aflabrögð allgóð. Hvasst var
þó stundum útifyrir og hamlaði
sjósókn á djúpmiðum. Fénaður
reyndist vel til frálags og hag-
stætt tíðarfar til allra útiverka.