Húnavaka - 01.05.1990, Blaðsíða 116
114
HÚNAVAKA
Hundurinn haíBi verið eini hvolpurinn sem lifði þegar gamla tíkin
hans gaut í síðasta skipti. Hún og Qórir hvolpar drápust en Gunnar
og krakkarnir hjálpuðust að við að halda lífi í hvolpinum. Hugsanirn-
ar þutu um höfuð Gunnars meðan hann vann verk sitt. Krakkarnir,
já. Hvað tímarnir breyttust, samt var svo lítið breytt þarna í húsun-
um hans, mikið til sama féð og fyrir nokkrum árum, sömu verkin,
sama hlýjan. Áður er hann fór strauk hann Gránu gömlu eins og
venjulega. Hún haíði elst eins og hundurinn.
Þegar heim var komið settust þau að matnum, Gunnar, konan
hans og foreldrar hans sem bjuggu hjá þeim. Foreldrar hans undu
hvergi nema í sveitinni og fengu að vera þarna eins lengi og þau
lifðu. Þau spjölluðu saman en þó fannst Gunnari einhver drungi
yfir öllu saman, það vantaði krakkana til að lífga upp á þau, fannst
honum.
Gunnar fór ekki seinni ferðina til fjárins fyrr en um tvöleytið og
gekk nú allt venjulega fyrir sig þar til hann var búinn að gefa á
garðana í vesturhúsunum að hann sá að allar kindurnar röðuðu sér
á garðana nema ein, Grána gamla. Hann horfði á hana um stund
og þótti háttalag hennar meira en lítið skrýtið, helst líkast því að
hún væri að búa sig undir að bera sem var fjarstæða á þessum tíma.
Hún hnusaði niður í króna, krafsaði og lagðist, stóð upp aftur,
rembdist. Hann sá ekki betur en hún væri virkilega að reyna að
bera svo hann fór niður í króna til hennar, og þreifaði á kviðnum
á henni, fannst hann finna fyrir einhverju sem gat þó ekki legið
rétt. Engir belgir voru komnir en honum þótti eitthvað bogið við
þetta svo hann fór inn í kindina með hendina og undraðist þann
óskapahita þar. Hann fann fyrir eins og litlum belg sem kindin kom
brátt út úr sér. Hann var ekkert venjulegur, grár, hræðilega lyktandi
eins og úldinn. Grána hélt áfram að rembast og rembast og hann
reyndi að hjálpa henni, fann fót út í annarri hliðinni, lítinn og ekki
alveg þroskaðan. Hann togaði í fótinn, þegar ekkert gekk hjá kindinni
en hann færðist ekkert utar, hann tók meira á og kindin emjaði af
kvölum. Gunnar fann með hryllingi hvernig fóturinn í hendi hans
losnaði frá búknum. Grána lagði hausinn niður, örmagna og emj-
andi. Gunnar þreifaði fyrir sér eins og hann gat, fann fyrir lambinu,
tók í annan fót, reyndi að mjaka lambinu til en það var fast af ein-
hverjum ástæðum, — svo losnaði þessi fótur af eins og hinn. Gunnar
stundi af viðbjóði og gat ekki farið með hendina inn aftur strax því