Húnavaka - 01.05.1990, Blaðsíða 92
90
HÚNAVAKA
áttum pantað flugfar á föstudeginum en náðum því ekki því við kom-
um ekki til ísafjarðar fyrr en tvö um nóttina. Var ég þá farinn að
finna fyrir „votti“ afsjóveiki.
Við gengum alla leið inn á flugvöll um nóttina til þcss að vera
viðbúnir ef hugsanlegt væri að fá flugfar austur yfir. Það gekk vel
því flugvél frá Flugfélaginu Ornum þurfti að ferja mann til Hólma-
víkur og féllst flugmaðurinn á að skjóta okkur til Blönduóss í leiðinni.
Þannig endaði góð gönguferð. Ég léttist um sjö kíló á vikunni
en hef náð þeim öllum aftur án mikils erfiðis.
☆ ☆ ☆
JÓLASVEINAR
Jólasveinarnir eru ýmist taldir vera níu að tölu, sbr. þuluna ,Jólasveinar einn
og átta“, eða 13, en sú hugmynd sést fyrst bókfest á Þjóðsögum Jóns Arnasonar
árið 1864. Hvort heldur sem er, gera menn ráð fyrir, að þeir komi til byggða einn
á dag og hinn síðasti á aðfangadag. Síðan fer hinn fyrsti á jóladag og svo hver
af öðrum. í þetta munstur hentar talan 13 betur, því að þá fer hinn seinasti á
þrettándanum, síðasta degi jólanna.
Fyrstu nöfn þeirra, sem sjást á prenti, hafa eðlilega unnið sér fastastan þegnrétt,
en þau eru þessi í Þjóðsögum Jóns Árnasonar: Stekkjarstaur, Giljagaur, Stúfur,
Þvörusleikir, Pottasleikir, Askasleikir, Faldafeykir, Skyrgámur, Bjúgnakrækir,
Gluggagægir, Gáttaþefur, Ketkrókur, Kertasníkir.
Jafngömul nöfn önnur voru raunar alltaf til í handriti hjá Jóni, en komust ekki
á prent fyrr en nær hundrað árum síðar. Þau eru þessi: Tífill eða Tífall, Tútur,
Baggi, Lútur, Rauður, Redda, Steingrímur, Sledda, Lækjaræsir, Bjálminn sjálfur,
Bjálmans barnið, Litlipungur, Örvadrumbur, Hnútur, Bjálfmn, Bjálfans barnið,
Bitahængir, Froðusleikir, Syrjusleikir.
Auk þessara hafa eftirtalin nöfn smám saman komið fram í dagsljósið: Pönnu-
skuggi, Guttormur, Bandaleysis, Þvengjaleysir, Lampaskuggi, Klettaskora, Kerta-
sleikir, Pönnusleikir, Pottaskefill, Hurðaskellir, Moðbingur, Hlöðustrangi, Móa-
mangi, Flórsleikir, Reykjasvelgur. Eru þó sjálfsagt ckki öll kurl komin til grafar.
Saga daganna.