Húnavaka - 01.05.1990, Blaðsíða 120
118
HÚNAVAKA
fundinn. Hún lagði til ,,að safnið eignaðist ullarvinnuáhöld skólans,
sumt af því er frá Tóvinnuskólanum á Svalbarði, á slíkt fyllsta rétt
á sér á þessum stað.“
A þessum fundi var samþykkt ,,að biðja húsateiknara skólans að
gera útlitsteikningu og kostnaðaráætlun á þeim útihúsum, sem safn-
inu standa til boða hjá skólaráði, sömuleiðis að fá afsal fyrir húsun-
um.“5)
Næsti fundur nefndarinnar var svo haldinn 8. október 1968 og
þá er það fundur í heimilisiðnaðarsafnsnefnd. Á þeim fundi kom
fram að Kristján Gunnarsson, byggingameistari, myndi hefja viðgerð
á þaki hlöðunnar einhvern næstu daga.6)
í bókun sýslufundar um framlagðar fjárbeiðnir 1969 segir: ,,Frá
heimilisiðnaðarsafnsnefnd austur húnvetnskra kvenna um ríflegt
fjárframlag til safnsins nú á þessu ári. Þess er vænst að hafnar verði
framkvæmdir á þessu ári, enda hafa arkitektar gefið allar teikningar
afsafninu.“ Þessir arkitektar voru Guðrún Jónsdóttir, ættuð frá Þing-
eyrum, og maður hennar, Knud Jeppesen.
Sýslunefndin veitti 30.000 krónum til safnsins þetta ár. Til viðmið-
unar í okkar verðbólguþjóðfélagi er rétt að geta þess að niðurjafnað
sýslusjóðsgjald árið 1969, þ.e. tekjur sýslusjóðs, var kr. 2.271.000.7)
Málið hafði nú tekið ákveðna stefnu og fallið í þann farveg, sem
það hefir verið í síðan. Hætt var að tala um byggðasafn, en í þess
stað kom heimilisiðnaðarsafn. Má líka orða þetta á þann veg, að
það nafn ætti betur við, þar sem aðaláhugamál þessara kvenna var
að varðveita húnvetnskan heimilisiðnað og þá sérstaklega muni þá,
sem unnir höfðu verið á Kvennaskólanum alveg frá upphafi hans
og fram til þessa.
Einnig var þetta nafn valið af hagkvæmnisástæðum. Ekki var lík-
legt að framlög fengjust til tveggja byggðasafna, en sýslusjóður legði
fé í Byggðasafnið að Reykjum. Ekki er vitað nákvæmlega hver var
höfundur þessa nafns, en Þórhildur telur að það muni hafa verið
Jón S. Pálmason, sýslunefndarmaður og bóndi á Þingeyrum, eigin-
maður Huldu Á.. Stefánsdóttur, skólastjóra.
Þetta er forsaga Heimilisiðnaðarsafnsins. Þáttur Halldóru Bjarna-
dóttur verður nú rakinn. Hún var Húnvetningur að ætt og kallaði
sig Ásverja. Starfsvettvangur hennar var ekki í heimahéraði heldur
annars staðar, bæði hér á landi og erlendis. Bygging Héraðshælisins
var hafin haustið 1951. Þá var grafið fyrir byggingunni. Þá hafði