Húnavaka - 01.05.1990, Blaðsíða 216
214
HÚNAVAKA
stofnun Kvenfélags Sveinsstaðahrepps árið 1928 og sat í stjórn félags-
ins um árabil. Var hún síðar kjörin heiðursfélagi kvenfélagsins. Þá
sat hún í stjórn Sambands norðlenskra kvenna og var formaður
sambandsins á árunum 1960-1964.
Ég hygg að fátt hafi staðið huga hennar nær en Þingeyrakirkja.
Mun hún öðrum fremur hafa átt, ásamt manni sínum, mestan þátt
í því að varðveita Þingeyrakirkju og gripi hennar, jafnframt því að
endurnýja það sem áður haíði horfið úr kirkjunni. Hún átti stærstan
þátt í að postulamyndirnar, sem eru frá 16. öld voru endurnýjaðar
og komið fyrir á sínum fyrri stað í kirkjunni, en þessa var minnst
í hátíðarguðsþjónustu í júní 1983. Rúmlega áttræð saumaði hún
altarisdúkinn, sem er í kirkjunni, svo að fátt eitt sé nefnt.
Á árum Huldu á Þingeyrum áttu bændur víðast hvar erfitt upp-
dráttar, enda heimskreppan á næsta leiti. Urðu bændur, einkum þeir
er bjuggu stórt, fyrir miklum áíöllum fjárhagslega, eins og kunnugt
er, svo var um þau Þingeyrahjón. En eitt stærsta áfallið var, er bær-
inn á Þingeyrum brann þann 11. mars árið 1924. Var hann nýtt
timburhús og urðu þau fyrir miklum skaða.
Mann sinn missti Hulda 19. nóvember árið 1976.
Árið 1932 gerðist Hulda skólastýra Kvennaskólans á Blönduósi.
Hún haíði þá um nokkur ár átt sæti í skólanefnd og átti drjúgan
þátt í þeirri nýskipulagningu, er þar fór fram, sem og í öðrum kvenna-
skólum landsins.
Við Kvennaskólann á Blönduósi starfaði hún um fimm vetra skeið
og sat næstu þrjú árin heima á Þingeyrum, og hélt skóla í tvo vetur.
Á þessum árum var Húsmæðraskóli Reykjavíkur stofnaður og var
leitað til Huldu um að taka að sér stjórn hans. Segir það skýrasta
sögu, hvern orðstír hún haíði þá getið sér í skólastjórn. Húsmæðra-
skólanum stjórnaði hún um 12 ára skeið og kom það í hennar hlut
að móta störf og stefnu hins nýja skóla, sem hann hefir síðar búið
að, allt til þessa dags.
Árið 1953 tók hún að nýju við stjórn skólans á Blönduósi, fyrir
beiðni forustumanna skólans. Gegndi hún skólastjórn við vaxandi
veg og vinsældir uns hún lét af störfum fyrir aldurs sakir árið 1967
og halði þá stýrt skólanum lengst allra.
Má því segja að meginþátturinn í æfistarfi Huldu hafi verið bund-
inn menntun húsmæðra. Hún hélt mjög fram hag heimilanna, heim-
ilisiðjunnar og aldraðra á heimilunum. Hún lét oft í ljósi þá skoðun,