Húnavaka - 01.05.1990, Blaðsíða 124
122
HÚNAVAKA
Vatnsdæla. Hún hafBi verið gjaldkeri og í hennar stað kom síðar
Guðrún Jónsdóttir, Hnjúki. í fundargerð þessa fundar segir svo:
„Síðastliðið sumar var unnið við breytingu á húsum safnsins á lóð
Kvennaskólans.“13)
Nú þegar framkvæmdir voru hafnar breyttust sjónarmiðin. A fundi
í nefndinni 4. nóvember 1971 „ - - las formaður upp bréf er hún
hafði skrifað Halldóru Bjarnadóttur, Héraðshælinu, vegna viðtals er
Stefán Jónsson, arkitekt, átti við formann um hluti þá er hún varð-
veitir á heimili sínu og óskar nú eftir að renni óskiftir til væntanlegs
heimilisiðnaðarsafns við Kvennaskólann.“14)
Arangur af þessu bréfi var sá, að nefndarkonur komu í heimsókn
til Halldóru 7. janúar 1972. Pá skýrði hún þeim frá því að hún
vildi að þær litu á innbú sitt og aðra muni sem þarna væru. Hún
heíði hug á að gefa þetta Heimilisiðnaðarsafninu, en ákvarðanir yrðu
ekki teknar þá, heldur myndi frændi hennar Stefán Jónsson ræða
um þetta við hana og Búnaðarfélagið. Á þessum fundi var engan
bilbug að finna á henni þótt hún nálgaðist 100 árin. Hún ræddi
ýmis áhugamál sín, m.a. þann draum sinn, að brekkan fyrir framan
og neðan Kvennaskólann yrði grædd upp og gerð að fögrum blóma-
garði.15^
Svo rann stóra stundin upp. Á fundi heimilisiðnaðarsafnsnefndar,
sem haldinn var á heimili formanns 22. mars 1972 var Halldóra
mætt þá 98 ára gömul. Þar voru einnig mættir skólaráðsmennirnir
Sigurður Þorbjarnarson, Geitaskarði og Guðmundur Jónasson, Ási,
prestarnir Pétur Þ. Ingjaldsson og Árni Sigurðsson og kona hans
Eyrún Gísladóttir. Og svo Stefán Jónsson, arkitekt og frændi Hall-
dóru. Tilefnið var að fagna bréfi frá Halldóru dagsettu þann sama
dag þar sem segir m.a.: „Það er vilji minn, að Heimilisiðnaðarsafn
það, sem verið er að stofna hér á Blönduósi taki við innbúi mínu.
----Þetta er þó háð samþykki Búnaðarfélags íslands.------Fulltrúi
minn, Stefán Jónsson, arkitekt, mun semja um þetta við B.í. Hann
mun einnig verða leiðbeinandi um val og fyrirkomulag muna í safn-
inu-----.“ Halldóra hélt ræðu og „- - sagði frá sínum góða hug
til safnsins og Kvennaskólans.“16)
Á nefndarfundi sem var haldinn á Balaskarði í boði Signýjar Bene-
diktsdóttur, húsfreyju, en hún og dætur hennar studdu safnið af
alhug, var svo lesið bréf frá stjórn Búnaðarfélags Islands dagsett
17. apríl 1972. Þar segir m.a.: „Stjórn B.í. hefir móttekið bréf þitt