Húnavaka - 01.05.1990, Blaðsíða 261
HUNAVAKA
259
fleygið gömlum bókum, skjölum,
myndum eða öðru, sem sögu get-
ur skapað.
Jí-
Skrá yfir gefendur til Héraðsskjala-
safnsins á árinu 1989.
Bragi Guðmundsson, Brigitte Guð
mundsson, Elinborg Guðmundsdóttii
Elinborg Jónsdóttir, Erla Hafsteinsdótt
ir, Erla Jakobsdóttir, Bólstaðarhlíðar
hreppur, Lionsklúbbur Blönduóss, Sölu-
félag Austur-Húnvetninga, Ungmenna-
samband Austur-Húnvetninga, Gauti
Jónsson, Gréta Björnsdóttir, Guðmund-
ur Þorsteinsson, Grímur Gíslason
Hannes Guðmundsson, Haukur Egg-
ertsson, Helga Berndsen, Helga Einars-
dóttir, Helga Jónsdóttir, Holti Líndal,
Ingibjörg Bjarnadóttir, Ingibjörg Sigfús-
dóttir, Jóhann D. Baldvinsson, Jón
Torfason, Kristmundur Bjarnason,
Konráð Eggertsson, Magnús Hafsteins-
son, María Jónsdóttir, Njáll Þórðarson,
Ólafur Magnússon, Pétur Þ. Ingjalds-
son, Pétur B. Ólason, Pétur Sigurðsson,
Sigrún Grímsdóttir, Sigurður Þorbjarn-
arson, Skarphéðinn Ragnarsson, Sýslu-
maður Húnavatnssýslu, Steingrímur Jó-
hannesson, Valgerður Kristjánsdóttir,
Þorbjörg Björnsdóttir, Þórir Sigurðsson,
Þormóður Pálsson, Þorvaldur G. Jóns-
son og Þjóðskjalasafn íslands.
FRÁ TREFJAPLASTI HF.
Fréttapistill frá Trefjaplasti var
enginn 1988 svo að ég tek það
ár með nú. í ársbyrjun var á
stokkunum nýr bátur, sem af-
hentur var plastklár til Siglu-
fjarðar í febrúar. En samvinna var
milli Siglfirðinga og Trefjaplasts
um framleiðslu þessara báta, sem
eru um 15-17 tonn, en mældir
niður í 9,9 tonn. Burðargeta
þeirra samsvarar sennilega um
30 tonna trébát. Pá þegar var
annar bátur gerður plastklár, en
Siglflrðingar treystu sér ekki til
þess að taka hann og selja, svo
undir áramótin var ákveðið að
fullsmíða hann hér heima. Það
var gert á árinu 1989 og báturinn
afhentur kaupanda á Drangsnesi
um mánaðamótin maí-júní. Var
báturinn algjörlega unninn hér á
Blönduósi, nema raflögn annað-
ist Hallbjörn Björnsson á Skaga-
strönd. Má því segja að þá hafi
verið brotið blað í iðnsögu okkar
bæjar.
En það árar illa í íslenskri
skipasmíði og ekkert verkefni var
síðari hluta ársins 1989 og raun-
ar mátti segja það sama um
seinni hluta 1988. Þannig að út-
litið er ekki alltof bjart í báta-
smíðinni, þó að bátur okkar hafi
yfirburði hvað stöðugleika og
burðargetu snertir. Menn verða
að taka tillit til kvótakerfisins,
sem ekki er sniðið að aukinni
bátasmíði.
Trefjaplast á í erfiðleikum eins
og svo mörg önnur fyrirtæki um
þessar mundir, en munurinn er
sá, að Trefjaplast er með góða
vöru, ef orða mætti það þannig
að kalla hana framúrstefnuvöru,