Húnavaka - 01.05.1990, Blaðsíða 119
HÚNAVAKA
117
skrásettir í hinu sameiginlega byggðasafni og skulu þeir vera endur-
kræfir, ef síðar meir yrði það sjónarmið ofan á, að Austur-Húnvetn-
ingum hentaði betur að vera sér með sitt byggðasafn á öðrum stað.“2)
Ekki voru allir sáttir við þessa afgreiðslu og á sýslufundi 1964
er ,,Lagt fram erindi frá aðalfundi Sambands austur húnvetnskra
kvenna um byggðasafnsmál, þar sem kemur fram óánægja á því,
að byggðasafnsmunir verði fluttir burt úr A-Hún.
Umrætt erindi er bréf, dagsett 10. maí 1964, ritað af Huldu Á.
Stefánsdóttur, skólastjóra Kvennaskólans, f.h. Sambands austur
húnvetnskra kvenna. Hún vitnar þar í aðalfund sambandsins 5. og
6. júní 1963 og lýsir þeirri óánægju, sem þar kom fram með að flytja
munina, sem safnað hafði verið, vestur að Reykjum í Hrútafirði.
Fundurinn benti á sem hugsanlega staði fyrir safn ,,hinn fræga sögu-
stað Þingeyrar“ eða þá ,,að því verði ætlaður staður á væntanlegu
skólasetri að Reykjum á Reykjabraut.“3)
Nú er það ekki ætlunin að rita sögu byggðasafns í A-Hún. en
stofnun Heimilisiðnaðarsafnsins var svo tengd þessari umræðu um
byggðasafnsmál að ekki verður sundur slitið. Ég hefi ekki kannað
heimildir í fundargerðarbókum Sambands austur húnvetnskra
kvenna, en það mun hafa kosið svokallaða byggðasafnsnefnd. í upp-
hafi gjörðarbókar nefndarinnar segir svo: ,,í mars 1967 kom byggða-
safnsnefnd SAHK saman á heimili formanns, frú Þórhildar ísberg.
Rætt var um hvort nokkur leið myndi vera að fá inni í væntanlegri
nýbyggingu við Kvennaskólann á Blönduósi, fyrir heimilisiðnaðar-
safn, sem nefndin hefir áhuga á að komist upp í héraðinu.“ Var
síðan ákveðið að skrifa formanni skólaráðs og spyrjast fyrir um þetta.
Byggðasafnsnefndin kom svo aftur saman 22. maí. Þá hafði borist
svar frá formanni skólaráðs dagsett 24. apríl. Formaðurinn taldi ekki
vera rúm í skólahúsinu fyrir væntanlegt heimilisiðnaðarsafn, en
bréfið hafði verið rætt á fundi skólaráðs, sem fannst hugmyndin at-
hyglisverð. Hann bendir hins vegar á „útihúsabyggingar, sem skól-
inn á, og sem eru óhæfar til nota í þessu augnamiði í núverandi
ástandi.“ - - ,,En teljist húsin óhæf til þessa, mun skólaráð athuga
um aðstöðu í nýbyggingum þeim við skólann, sem enn eru óreist-
ar.“4)
í fundargerð nefndarinnar frá 28. ágúst 1967 er byrjað að skrifa
að ,,heimilis“ en strikað yfir það og sagt að byggðasafnsnefnd hafi
komið saman í Kvennaskólanum og hafi Hulda Á. Stefánsdóttir setið