Húnavaka - 01.05.1990, Blaðsíða 142
140
HÚNAVAKA
um er frekar stefnt í strauminn, svo að vatnsþunginn liggi ekki eins
þungt á síðum hrossanna er í strauminn sneru.
Happi hrósandi með sjálfum okkur lítum við með sigurglotti hver
til annars yfir því að nú sé komið yfir síðustu torfæruna.
Klukkan að ganga ellefu um kvöldið vorum við komin ofan á Sauð-
árkrók.
Áhyggjur dagsins ruku nú af okkur sem ryk fyrir vindi. Við urðum
fegnir að mega nú hrifsa til höndunum, taka þessi kviktré niður,
leysa sundur hrossin, sem vafalaust voru orðin þreytt, taka sjúkling-
inn, er varla haíði heyrst til stuna né hósti allan þennan langa dag
og aldrei eitt æðruorð í gegnum allt volkið, leggja hana inn í sjúkra-
húsið, koma hestunum í haga, neyta máltíðar og síðan að leggjast
til svefns.
Morguninn eftir ákvað Helgi að hann ætlaði að verða eftir á
Króknum og vita frekar um afdrif móður sinnar, en við Ingimundur
skyldum fara lausir heim. Pað var illfáanlegt áfengi á þessum árum.
Samt fór ég á stúfana til manns er ég var málkunnugur og hafði
nokkrum sinnum gist hjá. Ég hitti hann nálægt bústað sínum í smíða-
skúr og var hann að hefla hrífuskaft. Ég ber formálalaust upp erindið,
sem var að fá hjá honum ,,bragð“. Hann tekur þessu skratti þung-
lega, þó verður sá endir, að hann gefur okkur Ingimundi það vel
í gogginn, að við verðum vel kjafthýrir. Vel verði þessum manni
fyrir greiðann, hvort hann er nú lífs eða liðinn, sem ég ekki veit.
Við Ingimundur hypjum okkur nú upp á klárana, ríðum í kringum
sjúkrahúsið áður en við lögðum af stað og vinkum til Kristínar Jóns-
dóttur gegnum glugga, og sú gamla gaf táknsvar.
Við félagar töldum frekar í huga okkar að þetta myndu verða
okkar hinstu kveðjur. En Jónas Kristjánsson, sem þá var þarna
læknir, gerði þessa hinstu kveðjuhugmynd okkar ómerka. Því að eftir
tæpa árs vist á sjúkrahúsinu sendir hann hana heim, og stóð hún
enn um skeið fyrir búi með Helga syni sínum.
Kristín bað mig að gera um sig eftirmæli og efndi ég það loforð
mitt haustið 1925, að henni nýlátinni.
Okkur Ingimundi sóttist ferðin greiðlega til baka því að við vorum
á harðólmum hestum og erum nú fyrir löngu komnir heim.
Skráð 3. september 1944.