Húnavaka - 01.05.1994, Blaðsíða 140
138
HÚNAVAKA
Jónssyni bónda í Litladal 1863-64, á Fjósum í Svartárdal 1864-65, á
Stóru-Seylu á Langholti 1865-68 og á Ásum á Bakásum 1868-83,
að þau fóru vestur um haf og hösluðu sér völl við Minneota í
Minnesota. Þau tóku sér ættarnafnið Ousman vestra. Á hjúskapar-
tíð sinni kenndi Rósa Jóni Árnasyni bónda og skáldi á Víðimýri í
Seyluhreppi meybarn, sem hann synjaði fyrir og orti landfleyga
vísu af því tilefni. (Islenzkar æviskrár III, bls. 49; Skagfirzkar ævi-
skrár 1850-1890, I, bls. 128-129 og II, bls. 284-286). Rósa var við
skírn skrifuð dóttir Björns Jónssonar (fæddur 7. desember 1800,
dáinn 10. mars 1859) vinnumanns á Mörk, sem var nýorðinn eigin-
maður móður hennar, en Ki istjánsdóttir \dð fermingu og ávallt eft-
ir það.
Rósa var myndarleg kona, trygglynd og vinföst, en afar geðrík.
Hún var ein þeirra kvenna, sem stofnuðu fýrsta kvenfélagið í Svína-
vatnshreppi 25. nóvember 1874. Þegar hún andaðist, var hún elsti
Islendingurinn í Minnesotaríki.
Börn þeirra Rósu og Stefáns voru:
1) Ingibjörg Sigríður, fædd 15. nóvember 1862, dáin 31. ágúst
1863.
2) Árni, fæddur 11. nóvember 1863. Búsettur í Seattle í Was-
hingtonfylki.
3) Kristján, fæddur 31. mars 1865, dáinn 24. júní 1868.
4) Guðrún Sigríður, fædd 31. ágúst 1869, dáin 7. apríl 1870.
5) Benedikt Helgi, fæddur 23. september 1870, dáinn 22. apríl
1872.
6) Sigríður, fædd 2. febrúar 1873, dáin 20. janúar 1957. Gift
Maurice Alexander Hennessy verkfræðingi í Two Harbors í
Minnesota. (Vestur-íslenzkar æviskrár IV, bls. 113-117).
7) Jóhanna Stefanía, fædd 12. júlí 1876, dáin 14. nóvember
sama ár.
8) Ingvar, fæddur 29. nóvember 1878. Bóndi á föðurleifð sinni
við Minneota.
9) Jóhann, fæddur 6. janúar 1881. Búsettur í Two Harbors.
10) Benedikt, fæddur 6. desember 1882, dáinn 14. maí 1883.
11) Jóhanna, fædd vestra. Gift Duncan nokkrum í Minneapolis.
12) Onafngreint barn, fætt vestra, hefur dáið ungt.