Húnavaka - 01.05.1994, Blaðsíða 235
HUNAVAKA
233
með nokkuð á annað þúsund
bókatida.
Erfmgjar Bjarna Jónassonar
og Onnu Sigurjónsdóttur, sem
heima áttu í Blöndudalshólum,
gerðu það ekki endasleppt við
safnið. Þeir færðu því 150 þús-
und krónur að gjöf til minning-
ar um þau mætu hjón. En eins
og kunnugt er þá gáfu þau hjón
safninn ættfræðibókasafn sitt,
öll handrit Bjarna og útgáfurétt
þeirra. Ekki þótti rétt að eyða
þessu fé í rekstur safnsins held-
ur var keypt ný og vönduð ljós-
ritunarvél til mikils hagræðis
fyrir notendur og starfsmenn.
Vélin kostaði um 133 þúsund
krónur. Fyrir afganginn er ætl-
unin að kaupa eitthvert annað
tæki.
Margir hafa komið færandi
hendi til safnsins, sumir langt
að. Ekki er hægt rúmsins vegna
að geta þess hvað hver og einn
kom með en þess er auðvitað
getið í aðfangaskrá. Hins vegar
fylgir hér með skrá yfir alla gef-
endur.
Eg vil ennþá einu sinni hvetja
alla sem eiga eða finna hjá sér
gömul (og ný) skjöl, bækur eða
myndir, þegar þeir eru að taka
til eða eru að ganga frá dánar-
búum að halda öllu til haga og
ef þeir vilja losna við „draslið",
eins og sumir kalla það, að
koma með það og safnið mun
fara í gegnum það og varðveita
það sem verðmætt er sögulega
séð. Ef menn þekkja myndir þá
að merkja þær með nöfnum
þeirra sem á þeim eru og þekkj-
ast. Einnig að merkja staðar-
myndir eða myndir af atburð-
um eða úr atvinnulífinu. Mynd
sem þykir ómerkileg nú verður
ef til vill ómetanleg eftir nokkur
ár.
I lokin vil ég geta þess að safn-
ið hefur ákveðið að taka við
hljómplötum af öllum gerðum.
Þetta gerum við vegna þess að
nú vilja flestir eiga geisladiska
og þá vilja margir losa sig við
plöturnar. Ef þið viljið losa ykk-
ur við plöturnar þá komið held-
ur með þær til safnsins en að
setja þær í Draugagilið. Plötu-
spilarar eða grammófónar
mega fýlgja heldur en að kasta
þeim.
Héraðsnefnd fjármagnar og
rekur safnið og gerir það af
myndarskap.
Jón Isbeig.
Skrá yfir gefendur 1993.
Arbæjarsafn, sr. Arni Sigurðsson, As-
hreppur, Benedikt Benediktsson (dán-
arbú), Blönduósskirkja, Bólstaðarhlíð-
arhreppur, Bragi Guðmundsson, Einar
Kristjánsson, Einar Þorgrímsson, Elín-
borg Jónsdóttir, Elísabet Geirlaugs-
dóttir, Engihlíðarhreppur, Gerður
Hallgrímsdóttir, Gerður Pálsdóttir,
Gjörðabók Bókhlöðunnar Blöndtiósi,
Gjörðabók stúkunnar Undínu í Vatns-