Húnavaka - 01.05.1994, Blaðsíða 223
HUNAVAKA
221
Nóvembei:
Nóvember var með eindæm-
um mildur og snjóléttur. Aðeins
sjö daga var snjólag. Suðlægar
áttir voru allan mánuðinn
nema síðustu dagana brá fyrir
norðaustan átt. AJgert logn var
þann 29. en annars stormasamt
síðari liluta mánaðarins. Hiti
mældist 10,5 stig þann annan,
11,1 sdg þann þriðja, 10,0 stig
þann 20. og einnig þann 28.
Frost mældist í 12 daga, mest
5,6 stig þann 13. og 5,5 stig
þann 22. Jörð var klakalaus í
mánaðarlokin. Urkomu varð
vart í 24 daga en mælanleg í 19.
Urkoma alls 59,1 mm, þar af
45,3 regn en 13,8 snjór eða
slydda.
Færð á vegum var flesta daga
sem á sumardegi og aðstaða til
útivinnu óvenju góð. Fénaður
var léttur á fóðrum hjá þeim
sem nýta útibeit.
Desember.
Vetrartíð var í desember. Snjó-
lag var gefið allan mánuðinn
nema fyrsta daginn. Mesti snjór
var gefinn 14 mm en í árslok var
jörðin flekkótt enda frostlaust
frájólum. Jólaveður var frábært,
alhvít jörð og heiðríkja. Ur-
koma var skráð í 15 daga en að-
eins mælanleg í 11 daga, alls
27,8 mm, þar af 27,0 sem snjór
og 0,8 sem regn (á gamlárs-
dag). Frostlaust var þrjá síðustu
daga ársins. Hlýjast varð 6,8
stiga hiti þann 28. en kaldast
16,1 stigs frost þann 18. Norð-
vestanátt var fýrstu vikuna, síð-
an norðanátt um miðjan mán-
uðinn og í mánaðarlokin. Mest
voru gefin sjö vindstig af suð-
austri þann 26.
Jarðbönn voru aldrei í mán-
uðinum og samgöngur yfirleitt
greiðar. Snjóruðningstæki
þurfti lítið að nota. Veðrasamt
var til hafsins í norðanstæðri átt
en slys engin af þeim völdum.
Minnisstæðast verður árið
1993 Norðlendingum fyrir hina
köldu veðráttu sumarsins og svo
aftur góðviðrið á haustmánuð-
um. Engin veðurfarsleg aftök
urðu á árinu en sjálfsagt hefði
það orðið fyrritíðar mönnum
þungt í skauti, bæði til lands og
sjávar.
Tekið saman eftir veðurbók-
um á Blönduósi.
Grímur Gíslason.
FRÁ
BLÖNDUÓSS-
BÆ.
Á árinu 1993 var ekki gert ráð
fyrir miklum umsvifum á vegum
bæjarsjóðs umfram hefðbund-
inn rekstur. Meginmarkmiðið
var að halda í horfrnu eftir eitt