Fréttablaðið - 14.05.2015, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 14.05.2015, Blaðsíða 4
14. maí 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 300 TONN AF KJÚKLINGAKJÖTI VERKALÝÐSBARÁTTAN BANDALAG HÁSKÓLAMANNA (BHM) Ótímabundið verkfall hjá hluta aðildarfélaga | Stendur enn yfir Í DAG ER 38. DAGUR Í VERKFALLI FIMM ÞEIRRA: 1 Félag geislafræðinga Hefur meðal annars áhrif á starfsemi Land- spítalans. Ekki er hægt að framkvæma margvíslegar rannsóknir sem krefjast röntgenmyndatöku. 2 Félag lífeindafræðinga Áhrif á framkvæmd rannsókna á Land- spítalanum. Lífeindafræðingar starfa á rannsóknastofum sjúkrahúsa og fyrirtækja í erfðagreiningu og lyfjaiðnaði, auk stofnana sem þjóna landbúnaði. 3 Félag íslenskra náttúrufræðinga á Landspítala Koma að frumu- og sameindalíffræði, eðlis- og efnafræði, lífeðlis- og lífefnafræði, erfðafræði og líftækni, örveru- og veirufræði, ónæmisfræði, blóðbankafræði, vefjafræði, meinafræði, faralds fræði, tölfræði og kerfislíffræði. 4 Ljósmæðrafélag Íslands á Landspítala | ÞRI., MIÐ. OG FIM. Raskar starfi kvennadeildar, en undanþágur hafa verið veittar, svo sem vegna keisaraskurðaðgerða. 5 Stéttarfélag lögfræðinga hjá Sýslumanninum á höfuðborgar- svæðinu Ekki er hægt að ganga frá alls kyns opinberum skiptum, gjald- þrota- eða skiptum dánarbúa, skilnuðum, hjónavígslum og fleiri hlutum. ● Ljósmæðrafélag Íslands á Sjúkrahúsinu á Akureyri Ótímabundið verkfall hófst 9. apríl. Verkfall á mánudögum og fimmtudögum. Aðgerðir eru því á 36. degi. HAFA VERIÐ Í VERKFALLI FRÁ 20. APRÍL - 25. DAGUR 1 Félag íslenskra náttúrufræðinga á Matvælastofnun Meðal annars áhrif á eftirlit með plöntu heilbrigði, matvælaöryggi og neytendavernd. 2 Stéttarfélag háskólamanna á matvæla- og næringarsviði á Mat- vælastofnun Raskar margvíslegu eftirliti og rannsóknum. 3 Dýralæknafélag Íslands Stórfelld áhrif á matvælaframleiðslu. Uppáskrift dýralækna og eftirlit þarf við slátrun og einnig vegna innflutnings. Í PÍPUNUM: SGS Verkfall 19.-20. maí og ótímabundin vinnustöðvun frá 26. maí. Hjúkrunarfræðingar Ótímabundið verkfall hefst 27. maí. VR, LÍV og Flóabandalag 28.-29. maí er verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum, 30.-31. maí er verkfall á hótelum, gisti- og baðstöðum, 31. maí-1. júní er verkfall í flugafgreiðslu, 2.-3. júní er verkfall hjá skipafélögum og í matvöruverslunum, 4.-5. júní er verkfall hjá olíufélögum, 6. júní hefst ótímabundið verkfall félags- manna. VERKFALLSAÐGERÐIR Í GANGI BLÓÐTAKA Vinnustöðvanir vegna verkfalls- aðgerða hafa margvísleg áhrif á gang efna- hagsmála. Rætt hefur verið um neikvæð áhrif á ferðaþjónustu, auk skaðlegra áhrifa í heil- brigðiskerfinu, í matvælafram- leiðslu og víðar. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR „Héðan í frá skiptir hver dagur máli upp á hvað við höldum lengi út og ekkert langt eftir í líftauginni,“ segir Guðný Tómasdóttir, bóndi á svínabúinu að Ormsstöðum í Gríms- nesi, um stöðu svínabænda í verk- falli dýralækna. „Í dag er erfiðast hversu langur tími er síðan þetta byrjaði. Svína- bændur eru vanir að reka sinn rekstur með vikulegum greiðslum og nú er þetta komið í fjórar vikur,“ segir Guðný og bætir við að þótt framleiðslan komist ekki á markað sé ekkert lát á þeim gjöldum sem reksturinn þarf að greiða. „Fóður þarf að greiða tvisvar í mánuði og svo kemur allt annað sem fylgir því að reka þetta bú.“ Guðný bendir á að staða svína- bænda hafi ekki verið sterk áður en kom að verkfallsaðgerðum BHM og mörg bú hafi verið rekin nálægt núlli og hafi ekki mikla sjóði til að vinna úr. „En svo horfir maður á þjóðfélag- ið og þykist ekki geta barmað sér þegar allt er á hliðinni á spítöl- unum, en maður verður nátt- úrlega að hugsa um rassinn á sjálfum sér.“ Bú Guðnýjar er fjölskyldu- fyrirtæki þar sem allt snýst um reksturinn. „Þetta er landbúnaður og við búum hér á jörðinni. Bankinn gefur ekkert eftir og hér er allt undir, heimilið og allt. Þegar þetta fer þá fer allt með því, ekki bara fyrir tækið,“ segir Guðný sem óttast upplausnarástand hjá sér og börnum sínum fari allt á versta veg. „En svona er þetta kannski bara með verkföll að þriðji aðili komi alltaf verst út úr þeim.“ Á Ormsstöðum er lítill hluti fram- leiðslunnar seldur beint en megnið hefur farið í vinnslu hjá Sláturfélagi Suðurlands. Á búinu eru um 200 gyltur sem Guðný segir að sé undir meðalstærð á svínabúi hér á landi. Veltutölurnar séu samt þannig að reksturinn megi illa við tímafrekri stöðv- un eins og nú. Þannig sé venjuleg greiðsla sem búið hafi fengið fyrir svínakjöt í hverri viku í kring um þrjár millj- ónir króna. „Stærstu greiðslurnar eru svo um mánaðamót og þá er maður bara kominn upp á velvild banka og aðila í kringum mann hvað maður lifir.“ Guðný segir sem betur fer ekki enn kominn tíma á að leita á náðir bank- ans hjá henni, enn sem komið er. „En ég er náttúrlega búinn að tala við minn fóðursala, en tölurnar eru bara svo háar og þetta er fljótt að vinda upp á sig.“ Guðný segir líka ljóst að litlu breyti fyrir bú að framleiða í frysti, því salan sé töpuð eftir sem áður. „Þótt þig langi í kótelettu sem þú færð ekki í dag, þá borðar þú ekkert tvær á morgun,“ segir hún og kveðst ekki alveg viss um að sömu róleg- heit væru yfir stöðunni ef verkföllin væru að trufla sláturtíð að hausti. olikr@frettabladid.is Segir ekki langt eftir í líftauginni Gjöld sem svínabú þurfa að standa undir, svo sem vegna fóðurs, hverfa ekki þótt tekjurnar hafi horfið í verkfalli dýralækna. Bú eru komin að þolmörkum. Veltutölur eru háar og reksturinn hefur víða verið í járnum. Töpuð sala verður ekki unnin upp. SVÍNASTÍA Svínabú eru nú komin að þolmörkum vegna þess hve þrengir að rekstr- inum þegar ekki er hægt að slátra. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Bankinn gefur ekkert eftir og hér er allt undir, heimilið og allt. Guðný Tómasdóttir bóndi á Ormsstöðum. 1.200-1.400 TONN AF SVÍNA- OG KJÚKLINGAKJÖTI hafa í lok vikunnar safnast upp í frysti- geymslum vegna verkfalls BHM, samkvæmt mati Bændablaðsins. 930 TONN AF KJÖTI hafa núna safnast upp í frysti vegna verkfallsaðgerða segir Bændablaðið. 2 daga vinnustöðvun Starfsgreina- sambandsins verður á þriðjudag og miðvikudag í næstu viku náist ekki samningar fyrir þann tíma. Enn er sagt bera mikið í milli. 630 TONN AF SVÍNAKJÖTI er það svigrúm sem Seðla- banki Íslands telur til launahækkana á næstu þremur árum án þess að komi til aukins verðbólguþrýstings. 11% er nú sagt að sé boð Samtaka atvinnulífsins til verkalýðs- félaga á sama tímabili. 23,5% 19 MAÍ 20 MAÍ 200 TONN AF INNFLUTTUM MATVÆLUM fá ekki tollaf- greiðslu vegna verkfalls dýralækna hjá Matvælastofnun. Kjötmeti og afurðir af ýmsum toga safnast upp á hafnar- bakkanum í Sunda höfn í Reykjavík. launahækkun, sagði aðalhag- fræðingur Seðlabankans í nýlegri grein, ávísun á 15% umframhækkun verðlags og líklega til að kalla á 7% ársverðbólgu. 30% Fréttablaðið leitar að sögum sem tengjast verkfallsaðgerðum. Láttu okkur endilega vita af skemmtilegum, eða miður skemmtilegum, sögum með því að senda okkur póst á ritstjorn@frettabladid.is» SEÐLABANKI ÍSLANDS Framkvæmdastjóri Starfsgreina- sambandsins (SGS) segir erfitt fyrir stéttarfélög innan sambands- ins að standa gegn því að skrifa undir kjarasamninga þegar fyrir- tæki gangi að launakröfum. Stéttar- félag Vesturlands (SFV) hefur sagt sig úr samfloti sextán félaga vegna fyrirtækjasamninga. Signý Jóhannesdóttir, formað- ur SFV, segir þessi verkalýðsfélög umboðslaus þar sem þau hafi fram- selt samningsumboðið til SGS. Því hafi verið samþykkt á samninga- nefndarfundi SFV að draga samn- ingsumboð sitt til baka. „Þetta eru bara vinnubrögð sem SFV hefur ekki áhuga fyrir að stunda,“ segir Signý. „Staðan hjá okkur er einfaldlega þannig að það er legið í öllum for- mönnum okkar aðildarfélaga að gera samninga og þeir hafa verið gerðir á mjög mörgum svæðum. Það er mjög erfitt að standa gegn því,“ segir Drífa Snædal, framkvæmda- stjóri SGS. Stéttarfélögin hafi gefið samn- ingsumboð sitt til SGS en ráði sjálf sínum málum. „Þótt ég hafi ekki fullkomna yfirsýn yfir þessa samn- inga sem verið er að gera, þá met ég það sem svo að þeir séu ekki af þeirri stærðargráðu að það hafi áhrif,“ segir Drífa. - hmp SGS segir erfitt að standa gegn því að skrifað sé undir fyrirtækjasamninga: Erfitt að hafna samningum SAMTAKAMÁTTUR Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir legið í formönnum aðildarfélaganna að gera samninga. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is B irt m eð f m eð y rir va ra u re p re m p re nt vi l nt lu r. m s H ei m s ð i fe rð i fe r r ás k r á ljilj ku . ík u. ík u. ík u. ík u ík u. ík u. u. ík u. ík u. u. ík u. u. ík u. ík u. ík u.kuík u.kuík u.kukuukuík ukukukukuík u ík u ík u ík uuuuu ík u ík ukukkkkíkkkkíkíkí A th . th . A th . A th . th A th . th . A th . A th . th . A th . A th . A th . A th . A th . A th . A th . A th . A th . A th .h. A th . A th A th A th .hh A th A th A th A th A th A th A thth A th A th A tht A t A t A t A t A t A t A t A t A t A t AAAAAAAAAA að v e að v e að v e að v evevee að v e að v e að v e að v e að v e að v e að v e að v e að v e að v eve að v e að v e að v e að v e að v e að v e að v e að v e að v e að ve að v e ðað v e að v e að ve að ve ð veeve að v eveveveveve að vvvv ð v að vvv að v ð v að vv ð ðððaðaðaððaðaððððaððaðððððððððaððaðaðaa g ee rð g e rð g e rð g e g e ð g e ð g e g e rð g e g e rð g e rð g e rð g e ð g e rð g e rð g e rð g e rð g e rð g e rð g e rð g e rð g e rð g e rð g e rð g e rð g e rð g e g e rð g e rð g e rð g e rð g e g e rð ggg rð gg rð g rð gg rð g ð gggg ð ggggggg rðrðrððððrððrðr tu r b tu r b tu r b tu r b tu r b tu r b tu r b tu r b tu r b tu r b tu r b tu r b ur b tu r b ur b tu r bbbb ur b r b ur b ur b tu r bb tu r b r bb tu r b tu r b tu r bb tu r b tu r b tu r bb tu rr rruut re ys t re ys t ey st ey stst re ys t re ys t ey st re ys t re ys t re ys t re ys t re ys t re ys t ey st re ys t re ys t re ys t re ys t re ys re ys re yyyyy rrr án f án f án fn f n f án f á n f n f án f á n f án f án fn f á n f á n ff án ff án f án án nnnánánnnán á nán á nnánánááá á ááá vvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvv yr irvv yr irvvrv yr irvvv yr irv yr irvrir v yr irv yr irv yr irvirv yr irv yr irvv yr irvv yr irvrir v yr irv yr irv yr irv yr irv yr irv yr ir yr ir yr ir yr ir yyryryrrryyryyy .. rara .a..a.ra ....... ar a ar a ar a ar araraar aaaaaraaaar aaaaaaraaaaaaaar aa ar aaaaaraaaaar aaaaaraaraaaar aa ar arararaarrrarrrrrrrrarrrrrrrrrrrrrrrrrrrarrrrrarrarrrrrrrrararrrraaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaa a jaj ér r ér r ér r ér rr r ér rr rrr sé rérééésésésé t tt t ét t t tt t ét t t t t tt tt ét t t ét t ttt tt tt t ététéééééé eeee l l e il leeeele il il il il il il il ré tétététtré tttétré t ré t ré tététététtététététééééééééééééééééréé ð ré ð rééréréréréré ið r ið r ið r ð r ð r ðiðððiððiðiðii g aa tin g a g a tin g a tin g a tin g a tin g aaa ng a g a g aa ng aa ng a g a ng aa g a ggngggngtinnnntititt s lslsl á s l á s llllslsl á sl á sllllsllllsl á sssss á s á sssss á ssá ssss á ssá s á ááá Barcelona Flugsæti aðra leið með sköttum. Taska og handfarangur innifalið. Frá kr. 12.900 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 6 1 -8 7 1 C 1 7 6 1 -8 5 E 0 1 7 6 1 -8 4 A 4 1 7 6 1 -8 3 6 8 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 6 4 s _ 1 3 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.