Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.05.2015, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 14.05.2015, Qupperneq 18
14. maí 2015 FIMMTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞRÓUNARSTJÓRI: Tinni Sveinsson tinni@365.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Andri Ólafsson andri@365.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Mikilvægasta verkefni okkar þessar vik- urnar er að finna leiðir til að standa saman. Við verðum að finna sátt um meginlínur og draga úr lamandi átökum sem einkenna þjóðmálin nú um stundir. Átök eru á vinnu- markaði, um hvort þjóðin eða fámennar klíkur fái arð af eða eignarhald á sameigin- legum auðlindum og um stefnu Íslands í alþjóðamálum. Okkur þykir eðlilega flest- um nóg um. Rammaáætlun um vernd og orkunýt- ingu landsvæða er farsæl sáttaleið sem við sköpuðum til að leiða til lykta langvinn átök um náttúruvernd og orkunýtingu. Það skrýtna er að átakasækin ríkisstjórn reyn- ir nú að brjóta upp þennan eina farsæla vettvang sem við höfum til að setja niður deilur. Rammaáætlun byggði á hugmyndinni um að ólík sjónarmið gætu mæst, ef fag- leg sjónarmið réðu för. Hún endurspeglar þannig virðingu okkar fyrir þeim verð- mætum sem eru í húfi og er kynslóðasátt- máli því að náttúran – og orkan sem hún getur skapað – eru í senn fjöregg okkar og framtíðaruppspretta atvinnu og tækni. Þessi viðhorf endurspeglast í stefnu Sam- fylkingarinnar um Fagra Ísland þar sem markmiðið er að byggja brú sáttar milli náttúruverndar og orkunýtingar. Verklag rammaáætlunar kemur í veg fyrir óvandaðar ákvarðanir, þar sem skammtímasjónarmið eru látin ráða. Grund vallarreglan er sú að verkefnisstjórn sérfróðra aðila gerir tillögur til stjórnmála- manna og stjórnmálamenn útfæra þær hug- myndir eftir tilteknum leikreglum. Þess vegna er ótrúlegt að við skulum nú eyða dýrmætum tíma okkar á Alþingi í að ræða tillögu ríkisstjórnarflokkanna sem færir þessar ákvarðanir aftur í pólitískan farveg. Átökin um rammaáætlun snúast um að meirihlutinn fer gegn ákvörðunum verk- efnisstjórnar áætlunarinnar um að færa eina virkjun, Hvammsvirkjun, úr bið- flokki í nýtingarflokk og færir að auki fjórar aðrar virkjanir með handafli. Um er að ræða virkjanir í neðri hluta Þjórsár og uppi á hálendinu sjálfu, við Skrokköldu á Sprengisandi og Hagavatn sunnan Lang- jökuls. Af þessum kostum stingur mest í augun að Hagavatnsvirkjun hefur aldrei komið til umfjöllunar hjá verkefnisstjórn- inni. Það er því jafn fráleitt hjá meirihlut- anum að gera tillögu um hana og ef þeim hefði dottið í hug að Gullfoss yrði virkj- aður. Verndum Rammann ➜ Rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða er farsæl sáttaleið sem við sköpuðum til að leiða til lykta langvinn átök um náttúruvernd og orkunýtingu. AUÐLINDIR Árni Páll Árnason formaður Samfylk- ingarinnar www.netto.is Kræsingar & kostakjör Nuk & MAM vörur 10% afsláttur Barnadagar í Nettó! Frábær tilboð S íðdegis í gær tók bæjarstjórn Árborgar til umræðu tillögu bæjarfulltrúa Bjartrar framtíðar og Samfylk- ingarinnar um að farið verði í átak í eflingu hinsegin fræðslu í grunnskólum sveitarfélagsins. Deginum áður samþykkti bæjarstjórn Kópavogsbæjar að ráðast í átak til að efla hinsegin fræðslu í grunnskólum bæjarins. Um miðjan apríl reið bæjarstjórn Hafnarfjarðar á vaðið þegar hún sam- þykkti að efla hinsegin fræðslu í skólum bæjarins í samstarfi við Samtökin 78. Áður hafði Reykjavíkurborg reyndar átt í samstarfi við samtökin um samstarf tengt fræðslu í skólum og fagstéttum borgarinnar, en ekki undir jafn afgerandi formerkjum og nú. Framtakið er þarft og vonandi taka fleiri bæjar- og sveitar- félög við sér í þessum efnum. Í greinargerð þeirri sem lögð er fram með tillögunni í Árborg kemur fram að fræðsla og upplýst umræða um hinsegin málefni sé án efa mikilvægur þáttur í að draga úr fordómum og hatursfullri orðræðu gagnvart hinsegin fólki. „Fræðsla og upplýst umræða skiptir jafnframt gríðarlegu máli fyrir þau ungmenni sem eru að velta fyrir sér kynhneigð sinni og kynvit- und, eða sem tengjast hinsegin manneskju fjölskylduböndum,“ segir þar. Viðbrögðin og umræðan sem upp spratt í apríl þegar bæjar- stjórn Hafnarfjarðar samþykkti tillögu um þessa fræðslu sýna hins vegar svo ekki verður um villst að fræðslunnar er þörf. Sú þröngsýna heimskuumræða sem þá upphófst og rangfærslur um hugmyndina tóku út yfir allan þjófabálk. Í slíkri orrahríð skiptir máli að fólk standi fast fyrir gegn fordómum og hatursorðræðu og því hárrétt af Samtökunum 78 að kæra einstaklinga fyrir ummæli þeirra í garð hinsegin fólks, líkt og þau gerðu undir lok mánaðarins. Tíu manns voru kærðir fyrir ummæli sín, en sumir fóru mikinn í opnum síma- tíma Útvarps Sögu og á Facebook-síðu sem stofnuð var til að mótmæla hinsegin fræðslunni. Málfrelsi fylgir líka ábyrgð og ótækt að illa innrættir, eða illa upplýstir, einstaklingar vaði fram með árásum á minnihlutahópa. Gildir þá einu hver verður fyrir óhróðrinum. Í Árborg eiga bæjarfulltrúarnir sem að tillögunni standa ekki von á öðru en að hún renni auðveldlega í gegn. Enda er það svo að ekki er um annað að ræða en tillögu um að hefja einhverja vegferð, endanleg útfærsla er eftir. Sama staða er uppi í Kópa- vogi þar sem menntasviði hefur verið falið að vinna umsögn og koma með tillögu (og kostnaðaráætlun) um útfærsluna. Fræðsla vinnur á fordómum og óskandi að árangur af verkefni sem þessu verði sem bestur þannig að mannlífið fái blómstrað. Miðað við orðræðu hér og hvar væri kannski ekki heldur úr vegi að efla fjölmenningarfræðslu. Fólk er alls konar og í fjölbreyti- leikanum felast bæði tækifæri og fegurð, meðan einsleitnin ber í sér geldingu andans. Kannski er sérstakt rannsóknarefni hvar þessa þjóð hefur borið af leið í umburðarlyndi. Sveitarfélög setja hinsegin fræðslu á dagskrá: Viðbrögðin sýna að fræðslu er þörf Óli Kristján Ármannsson olikr@frettabladid.is „Af karlmennsku“ Ásmundur Friðriksson gagnrýndi minnihlutann harðlega á þingi í gær og lét í veðri vaka að málþóf væri bara fyrir konur. Sagði hann að þingmenn ættu að taka stefnu- málum Sjálfstæðisflokksins um fleiri virkjanakosti með „sæmilegri karl- mennsku“ og reyna að vinna málið en ekki vera með málþóf. Ekki hefur andstaða við stóriðjustefnu stjórn- valda verið kyngerð áður svo vitað sé. Málþóf er þá líklegast kvenlegur eiginleiki að mati þingmannsins. Alvöru karlmennska Sigurður Ingi Jóhannsson hefur ákveðið að starfsmenn Fiskistofu sem starfa í Hafnarfirði þurfi ekki að flytjast búferlum með stofnuninni norður. Stofnunin verður flutt engu að síður en með breyttu sniði. Þar fer sjávarútvegsráðherra að áliti umboðsmanns Alþingis og vill gera bragarbót á þeim vinnubrögðum sem unnin hafa verið af hendi. Það er hvorki karlmannlegt né kvenmannlegt að skipta um skoðun og vilja gera betur. Það kallast einfaldlega vönduð stjórnsýsla. En hvar er Hafnarfjörður? Á vef atvinnuvegaráðuneytisins birtist frétt um að starfsmenn Fiskistofu geti valið hvort þeir starfi á Akureyri eða í Reykjavík. Greinilegt þykir að sveitarfélagið Hafnar- fjörður hafi því að öllu leyti gleymst innan ráðuneytisins því síðast voru höfuðstöðvar stofnunarinnar stað- settar þar. Spurning er hvort Hafnfirðingar þurfi að bjóða ráðherra í opinbera heim- sókn í bæinn svo hann muni eftir þeim í framtíðinni. sveinn@frettabladid.is 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 6 1 -2 4 5 C 1 7 6 1 -2 3 2 0 1 7 6 1 -2 1 E 4 1 7 6 1 -2 0 A 8 2 8 0 X 4 0 0 2 B F B 0 6 4 s _ 1 3 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.