Fréttablaðið - 14.05.2015, Síða 20
14. maí 2015 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 20
IÐNAÐUR
Gunnar Sigurðsson, Sjálfstæðisflokki
Sveinn Kristinsson, Samfylkingunni
Þröstur Þór Ólafsson, Vinstri hreyfingunni
– grænu framboði
Guðmundur Páll Jónsson,
Framsóknarflokki
Greinarhöfundar eru fyrrverandi bæjarfull-
trúar til margra ára í bæjarstjórn Akraness.
Væntanleg sólarkísilverksmiðja
Silicor Materials Inc. á Grundar
tanga sætir miklum og góðum tíð
indum, ekki aðeins fyrir Akranes
og Vestur land, heldur íslenskt sam
félag og þjóðarbú.
Við sjáum ástæðu til að leggja
orð í belg umræðunnar um áform
bandaríska fyrirtækisins og nefn
um hér í fáeinum punktum mark
verðustu tíðindi málsins.
1Verksmiðjan verður vinnustaður 450 manna, fagfólks á mörg
um sviðum og af báðum kynjum.
2Erlend fjárfesting af slíku umfangi er vel þegin og mikil
væg innspýting í efnahagslífið.
Hún hefur mikil margfeldisáhrif á
öllu atvinnusvæði Vesturlands og
Suðvesturhornsins.
3Skipulagsstofnun telur umhverfisáhrif starfseminnar
ekki umtalsverð og framkvæmd
in skuli því ekki háð mati á um
hverfis áhrifum.
4Umhverfisstofnun er sama sinnis og vísar til þess að verk
smiðjan muni hvorki losa flúor né
brennisteinstvíoxíð út í umhverf
ið. Mengunarálag á Grundartanga
aukist því ekki með starfseminni.
5Silicor hefur öðlast einkaleyfi á algjörlega nýrri framleiðslu
aðferð þar sem unnið er í lokuðu
kerfi.
6Raforkunotkun verður einungis þriðjungur þess sem gerist í
hefðbundinni sólarkísilframleiðslu.
7Væntanleg framleiðsluvara, hreinn kísill frá Grundartanga,
verður flutt úr landi og notuð til
að framleiða sólarkísilflögur sem
menn setja á þökin sín og virkja
sjálft sólskinið til raforkufram
leiðslu.
8„Hliðarafurðir“ sólarkísilframleiðslunnar verða söluvörur
líka, til dæmis álhlutar sem nýtast
í bíla og létta þá – sem aftur spar
ar eldsneyti og dregur úr losun
gróður húsalofttegunda.
Hér er dregin upp í mjög einföldu
máli heildarmynd af umfangsmik
illi og nær mengunarlausri iðnaðar
framleiðslu sem veita mun mörg
hundruð manns atvinnu, nýtir
endur nýjanlega, græna, íslenska
orkugjafa til starfseminnar og
framleiðir vöru til að breyta sólar
ljósi í raforku!
Þetta hefðu einhvern tíma þótt
tíðindi til næsta bæjar og þau afar
góð. Í þjóðmálaumræðunni heyrast
hins vegar háværar úrtöluraddir
og rakalaus stóryrði um áformin
um nýja iðnfyrirtækið á Grundar
tanga, aðstandendur þess og þá sem
að málinu koma hér innanlands.
Vondir talsmenn
En ekkert er nýtt undir sólinni. Við
þurftum sjálfir að þola ýmsar ákúr
ur og ásakanir á sínum tíma þegar
við beittum okkur fyrir uppbygg
ingu á Grundartanga, sem reynd
ist enn meira gæfuspor fyrir sam
félagið en við þorðum að vona. Því
var meira að segja haldið fram að
iðnrekstur á Grundartanga myndi
ógna heilsufari Skagamanna vegna
hættu á að vatnsból þeirra í Akra
fjalli mengaðist. Bæjaryfirvöld
tóku umræðuna að sjálfsögðu
alvarlega, létu rannsaka efnainni
hald drykkjarvatnsins á Akranesi
og fengu síðar staðfest með rann
sóknum að innihaldið breyttist
ekki með rekstri iðnveranna. Slík
ar rannsóknir eru gerðar reglu
lega og engin breyting hefur átt sér
stað. Reyndar er magn þungmálma
minna í vatni Skagamanna en úr
Gvendarbrunnum, vatnsbóli Orku
veitu Reykjavíkur í Heiðmörk.
Við rifjum þetta upp hér í tilefni
af því að okkur blöskrar sá harka
legi tónn sem sumir málshefjendur
velja sér í umræðunni. Þar er ekk
ert gefið eftir, enginn gaumur gef
inn að afkomu hundraða fjölskyldna
sem eiga allt sitt undir því að halda
vinnu og ekki litið til hagsmuna
samfélaganna sem hlut eiga að máli.
Umræða um umhverfismál þarf
að vera opin og hreinskiptin. Við
höfum komið okkur upp stofnunum
sem eiga fyrir okkar hönd að gæta
þess að farið sé að lögum og reglum.
Í þessum stofnunum starfa sérhæfð
ir vísindamenn sem okkur er ætlað
að treysta. Þessu til viðbótar þarf
almenningur alltaf að vera vakandi,
afla sér bestu upplýsinga og spyrja
spurninga. Eðlilegt er að skoðanir
geti verið skiptar en umræða sem
einkennist af brigslum og svigur
mælum leiðir aldrei til góðrar niður
stöðu. Þeir sem iðka slíkt eru vondir
talsmenn umhverfisins.
Við fögnum því að í sjónmáli er
að undirritaðir verði samningar
um að sólarkísilverksmiðja rísi á
Grundar tanga, nýtt og spennandi
fyrirtæki með öllum þeim jákvæðu
formerkjum sem við stikluðum á
hér á undan.
Það er rík ástæða til þess að
ganga út í vorið með sól í sinni.
➜ Eðlilegt er að skoðanir
geti verið skiptar en umræða
sem einkennist af brigslum
og svigurmælum leiðir aldrei
til góðrar niðurstöðu.
Einu sinni enn gríp ég til
greinarskrifa. Ástæðan er
grein sem Fréttablaðið birti
á forsíðu og inni í blaðinu 7.
maí sl. varðandi áhrif stytt
ingar náms í framhalds
skóla, á brotthvarf nem
enda.
Fram kemur í viðtali við
Magnús Þorkelsson skóla
meistara og Kristrúnu
Birgisdóttur, sérfræðing
hjá Námsmatsstofnun, að
nemendur séu að flosna upp
frá námi í æ ríkari mæli en
áður vegna andlegra og líkamlegra
veikinda. Magnús tekur fram að
álag á ráðgjafa í skólum sé gríðar
legt og hafi verið í langan tíma.
Það eru sem sé komnir
alvarlegir brestir sem birt
ast helst í brotthvarfi nem
enda.
Ekki kemur mér þetta á
óvart því ég hef varað við
þessu opinberlega í meira
en tuttugu ár. Eftir mig
liggja skýrslur þess efnis
að líta þurfi heildstætt á
líðan og aðstæður nemenda
ef þeir eiga að dafna.
Skýrslurnar voru skrif
aðar fyrir tvo ráðherra með
tíu ára millibili. Annars
vegar fyrir Svavar Gestsson þegar
hann réð mig til að þróa ráðgjöf í
grunnskólum landsins og hins vegar
Björn Bjarnason sem tilnefndi mig
formann nefndar um eflingu ráð
gjafar á öllum skólastigum.
Fram kom í báðum þessum verk
um sem unnin voru fyrir mennta og
menningarmálaráðuneytið alvarleg
ábending um að sinna þyrfti pers
ónulegri ráðgjöf við nemendur ef
ekki ætti illa að fara.
Tillaga mín var alltaf sú að félags
ráðgjafar væru ráðnir að grunnog
framhaldsskólum ásamt námsog
starfsráðgjöfum til að veita nem
endum skikkanlega þjónustu, kenn
urum og stjórnendum handleiðslu
og foreldrum ráðgjöf.
Félagsráðgjafa í skólana
Vinnulag félagsráðgjafa felur ein
faldlega í sér heildarsýn á að stæður
nemandans þegar kemur að pers
ónulegum vanda. Nemandinn er
nefnilega bæði andlega og líkam
lega til staðar í skólanum ef hann
mætir á annað borð. Hann er aldrei
bara nemandi, hann er líka mann
eskja. Hlutverk skólans, samkvæmt
lögum frá 2008, er að búa hann
undir þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi.
Brotthvarfsnemandi fer á mis við
þann undirbúning að mestu leyti.
Skólinn er sá vettvangur þar
sem hægt er að beita heildstæðri
þjónustu og ná til nemenda, greina
vanda og veita stuðning og ráðgjöf
auk þess að beina nemandanum í
viðeigandi þjónustu innan heilsu
gæslu eða í önnur þau úrræði sem
nauðsynleg má telja.
Svíar og Finnar hafa beitt sér
fyrir því að barna og unglinga
vernd sé hluti af heilsuþjónustu
innan skólakerfisins. Þjónusta við
nemendur verður öflugust í nær
umhverfi þeirra. Félagsráðgjafar
eru sérfræðingar í einmitt slíkri
þjónustu.
Ábendingar mínar til tveggja
ráðherra auk fjölda blaðagreina um
efnið eru í fullu gildi og gætu breytt
vondri stöðu í viðunandi stöðu með
því að ráða félagsráðgjafa inn í
skólana. Þeir myndu brúa bilið
milli samfélags – foreldra – skóla –
og nemenda í persónulegri ráðgjöf
því ekki fæst við hana ráðið eins
og staðan er í dag. Álag á alla aðila
skólakerfisins er alltof mikið.
Heildarsýn skiptir sköpum í ráðgjöf við nemendur
Þann 9. maí 1950 hvatti
Robert Schuman þjóðir
Evrópu til að taka höndum
saman og gera stríð óhugs
andi í heimsálfunni okkar.
Bæn hans um frið og sam
heldni er jafn brýn nú, að 65
árum liðnum, og hún var þá.
Ákall Schumans um að
leysa aldagamlar erjur
aðeins fimm árum eftir að
seinni heimsstyrjöldinni
lauk lagði grunninn að því
sem nú heitir Evrópusam
bandið. Í áranna rás hefur sam
bandið okkar stækkað úr sex ríkjum
í 28 ríki og er nú helsta friðarverk
efni heims. Draumar frumkvöðl
anna hafa orðið að veruleika.
Ekki sjálfgefin gæði
En friður og velmegun eru ekki
sjálfsagðir hlutir. Þetta eru gæði
sem byggjast á einlægum skuld
bindingum okkar um grundvallar
réttindi, lýðræði og réttarríkið.
Þetta er verkefni í stöðugri þróun
sem sífellt þarf að næra og vernda.
Nú, þegar svipir stríðsátaka vofa
á ný yfir heimsálfunni, er sam
staðan okkar helsti styrkur. Þegar
alþjóðalög eru brotin og mannleg
reisn lítilsvirt þá ber okkur skylda
til að veita slíku viðnám og vernda
þau grundvallargildi og þá hags
muni sem við deilum með fólki um
allan heim.
Í ár fögnum við í fyrsta sinn Evr
ópudeginum með nýrri stjórn Sam
bandsins. Frá fyrsta degi í embætti
höfum við haft það að leiðarljósi að
vinna sem eitt og breiða út boðskap
samstöðu um Evrópu og heim allan.
Friðarverkefni í stöðugri mótun
Evrópusambandið er daglegt friðar
verkefni. Öll aðildarríkin, stór sem
smá og gömul sem ný, eiga sitt sæti
við borðið og raddir þeirra hljóma
jafnhátt. Að búa til sam
stöðu úr fjölbreytninni getur
verið vandasamt, en þrot
laus samvinna og þolin mæði
í viðræðum leiða okkur að
bjargföstu samkomulagi. Nú
á dögum þarf að leysa þetta
af hendi á heimsvísu. Við
bjuggum til utanríkisþjón
ustu Evrópusambandsins
til að ná þessu markmiði og
vinna með samstarfsaðilum
okkar í heiminum öllum, í
Afríku og í arabalöndunum,
Ameríku og Asíu.
Að binda enda á stríð er að ljúka
deilum og sætta gamla fjandmenn.
Einnig snúast stríðslok um að
tryggja betri framtíð fyrir yngri
kynslóðirnar. Þess vegna samein
umst við um að berjast gegn öfga
hyggju og skipulagðri glæpastarf
semi, og um að takast á við neikvæð
áhrif loftlagsbreytinga og tryggja
orkuöryggi okkar í framtíðinni.
Langtímamarkmið
Við vinnum að því að hækka alþjóð
lega staðla svo að við getum öll
drukkið hreint vatn og andað að
okkur hreinu lofti. Svo við öll fáum
notið sambærilegra lífsgæða og
afurða og í Evrópu. Við eigum í
samstarfi um allan heim um að fjár
festa í menntun og nýsköpun svo
við höfum fleiri möguleika, jafnvel
fyrir þau okkar sem fæðast fátæk
og búa við átök.
Evrópusambandið er framtíðar
verkefni. Af þeim sökum fögnum
við Evrópudeginum, til að minnast
liðinnar tíðar, en einnig til að líta til
framtíðar. Ég vona að þið viljið vera
með okkur í að skapa heim þar sem
fólki er, óháð því hver eða hvar það
er, frjálst að móta líf sitt og vinna að
settu marki.
Greinin birtist þessa dagana í fjöl-
miðlum um víðan heim.
Evrópusambandið
er friðarverkefni
Sólskinið virkjað með kísli
frá Grundartanga
EVRÓPUMÁL
Federica Mogher
æðsti talsmaður
ESB í utanríkis-
málum
MENNTUN
Guðrún H.
Sederholm
félagsráðgjafi,
náms- og starfs-
ráðgjafi og kennari
Láttu draumagarðinn
verða að veruleika
Pantaðu landslagsráðgjöf í dag!
Hringhellu 2
221 Hafnarfjörður
Hrísmýri 8
800 Selfoss
Malarhöfða 10
110 Reykjavík
Berghólabraut 9
230 Reykjanesbær
Smiðjuvegi
870 Vík
Sími 4 400 400
www.steypustodin.is
Allar hellur Steypustöðvarinnar eru framleiddar
samkvæmt viðurkenndum stöðlum.
Hafðu samband og láttu sérfræðinga okkar
aðstoða þig við að finna réttu lausnina.
4 400 400
Halla Pétursdóttir, landslagsarkitekt FILA, hjálpar þér
við að skipuleggja draumagarðinn þinn.
Pantaðu tíma og fáðu nánari upplýsingar hjá söludeild
Steypustöðvarinnar í síma
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:3
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
6
1
-E
4
E
C
1
7
6
1
-E
3
B
0
1
7
6
1
-E
2
7
4
1
7
6
1
-E
1
3
8
2
8
0
X
4
0
0
4
B
F
B
0
6
4
s
_
1
3
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K