Fréttablaðið - 14.05.2015, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 14.05.2015, Blaðsíða 22
14. maí 2015 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 22 Liggurðu á skoðunum þínum? Það er algjör óþarfi . Sendu greinina þína á greinar@visir.is og við komum henni á framfæri hið snarasta. Ég ætla að segja ykkur hræðilegt leyndarmál. Ég ákvað í nótt þegar ég lá andvaka að láta til skar- ar skríða. Létta af mér skömminni. Koma skömm- inni á réttan stað eins og þegar ég opinberaði það að ég hafði verið beitt kynferðislegu ofbeldi sem barn, af hálfu nágranna míns, þegar umræðan stóð sem hæst um það málefni fyrir nokkrum misserum síðan. Þá öðlaðist ég kjark til að losa mig undan oki áratuga skammar yfir því, sem ég átti enga sök á. Nú finn ég til sömu löngunar gagnvart öðru máli sem hefur hvílt á mér í meira en tvo ára- tugi og nú ætla ég að nota and- rúmsloftið sem er í samfélaginu og létta þessari skömm af mér og koma henni á þann stað sem hún á heima. Þessi djúpstæða skömm sem hefur rænt mig friði og haft áhrif á sjálfsmynd mína og allt mitt líf, er sú að ég hef ekki getað séð mér og börnunum mínum farborða á sómasamlegan hátt, þrátt fyrir að hafa brotist til mennta og trúað því að menntunin myndi skila sér í bættum lífskjörum fyrir mig og fjölskyldu mína. Ég er sem sagt ein af þessum heimtufreku menntuðu einstaklingum sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þessa lands vill meina að heimti 50-100% launahækkun og komi þannig þjóðfélaginu á hliðina. Sannleikurinn er sá að ef ég vinn 100% vinnu með mína fagmennt- un og ofan á hana bætist áratuga starfsreynsla og mikil sérþekk- ing næ ég loksins núna 460.210 kr. í heildarlaun á mánuði. Sem þýðir að ég fæ til ráðstöfunar innan við 280.000 kr. Ég vil taka það fram að ég er með betri laun en margir sem ég þekki og vinna t.d. á Landspítal- anum með sambærilega menntun og starfsreynslu. Það helgast af því að það eru misjafnir stofnanasamn- ingar í gangi á hverjum vinnustað fyrir sig. Ég get fullyrt að flestir þeirra sem eru í kjarabaráttu núna, innan raða BHM, eru með á bilinu 350.000-550.000 kr. í heildarlaun fyrir 100% starf. Launatafla okkar núna er frá tæplega 270.000 kr. upp í hæstu laun, sem aðeins einhverjir örfáir toppar geta náð, um 860.000 kr. Það er undantekning að fá þau laun. Ég veit að ég tala fyrir munn margra sem upplifa stöðu sína svip- aða minni. Að skammast sín fyrir að eiga ekki fyrir nauðþurftum þrátt fyrir að hafa lagt á sig langt nám og mikla fjárfestingu, þjóð- félaginu öllu til heilla. Ég get fullyrt það að menntun á stóran þátt í því að hér byggjum við friðsælt og umburðarlynt þjóð- félag sem lætur sér enn annt um náungann. Menntun er mjög beitt vopn og misvitrir ráðamenn hræðast það að lýðurinn sé upplýstur og taki afstöðu og láti ekki bjóða sér hvað sem er. Það er skammarlegt að það fólk sem þjóðin kaus yfir sig til að stjórna landinu skuli leyfa sér að láta það út úr sér að ef við fáum mannsæmandi laun og að menntun sé metin til launa þá ógni það efna- hagslegum stöðugleika. Við vitum betur. Það er hagstjórnin sem ekki er í lagi. Nú ríður á að standa þétt saman og láta ekki einhverja pólitíska frasa slá okkur út af laginu. Hér þarf að leiðrétta misrétti sem hefur þróast undanfarin ár og áratugi. Stöndum saman og látum þá eiga skömmina sem hana eiga. Til þeirra sem skömmina eiga Brátt líður að sumri, skólar loka dyrum sínum og börnin flykkjast út til að njóta þess sem sumarið hefur upp á að bjóða; ferðalög, leiki, nám- skeið og samveru við fjöl- skyldu og vini. Ólíkt grunn- skólanum, sem er kjölfesta allra barna, er frítíminn eins misjafn og aðstæður barnanna leyfa. Frítíminn getur nefnilega verið dýrt spaug. Samkvæmt barnasátt- mála Sameinuðu þjóðanna, sem Ísland hefur lögfest, eiga öll börn rétt á grunn- menntun án endurgjalds. Þau eiga rétt á tómstundum, leikjum og skemmtunum sem hæfa aldri þeirra og þroska. Jafnframt er í Barnasátt- málanum kveðið á um að ekki megi mismuna börnum sökum stöðu þeirra eða foreldra þeirra, svo sem vegna efnahags. Skólinn er hornsteinn jafnræðis í samfélaginu og þar gefst einstakt tækifæri til að jafna aðstöðu barna. Hér á landi er almennt lít- ill munur á milli skóla og í flestum íslenskum skól- um er að finna þverskurð íslensks samfélags. Það er í skólanum sem mörg börn kynnast hinu fjölbreytta samfélagi lista, menning- ar og íþrótta. Þau uppgötva eigin hæfileika og áhuga- svið og finna þeim gjarn- an farveg til lífstíðar. Því miður er það þó svo að sökum efnahags- legrar stöðu foreldra sinna hafa ekki öll börn á Íslandi tækifæri til að rækta áhugamál sín, stunda tóm- stundir utan skólatíma eða nýta sér hin fjölbreyttu tækifæri sem börn- um bjóðast í skólafríum. Þó að grunnskólinn sé gjaldfrjáls hafa börn gjarnan þurft að greiða fyrir ýmislegt sem tengist skól- anum, svo sem fyrir námsgögn, skemmtanir og ferðalög. Nú þegar líður að vori senda sumir skólar út lista yfir námsgögn sem börn þurfa til skólagöngunnar haustið 2015 og skólinn gerir ráð fyrir að foreldrar útvegi. Mikilvægt er að árétta að öll þau gögn sem gert er ráð fyrir að börn noti fyrir skólann ætti skólinn að útvega án endurgjalds. Börnum sé ekki mismunað Til að gera börnum kleift að taka þátt í kostnaðarsömum viðburðum á vegum skóla eða tómstundafélaga hefur það víða tíðkast að börnin eru látin safna fé með því að selja vinum og vandamönnum ýmsan varning og jafnvel er salan eyrna- merkt hverju barni. Hér þarf að huga að því að ábyrgðin verður for- eldranna og staða barna og foreldra þeirra er ansi misjöfn. Ekki hafa öll börn sömu tækifæri til að afla fjár með þessum hætti og sem dæmi má nefna að sum börn eiga foreldra sem ekki eru á vinnumarkaði, eru af erlendum uppruna og/eða hafa lítið tengslanet. Mikilvægt er að öllum börnum sé gert kleift að taka þátt í öllu því starfi sem er á vegum skóla eða annars starfs sem tengist skólan- um, svo sem foreldrafélaga eða frí- stundaheimila, og sé ekki mismun- að vegna stöðu þeirra. Jafnframt er mikilvægt að öll börn hafi tækifæri til að sinna tómstundum utan skóla- tíma og í skólafríum. Barnaheill – Save the Children á Íslandi kalla eftir stefnu frá stjórn- völdum hvað varðar rétt allra barna til tómstunda, leikja og skemmt- ana án þess að þeim sé mismunað vegna stöðu foreldra sinna sem þau bera svo sannarlega ekki ábyrgð á. Barnaheill vilja jafnframt hvetja alla þá sem vinna með börnum eða að málefnum þeirra að tryggja öllum börnum þann rétt sem þau eiga samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og að þeim sé ekki mismunað. Þannig megi öll börn þroskast og dafna, uppgötva hæfileika sína og nýta þau tæki- færi sem samfélagið hefur upp á að bjóða. Frítíminn getur verið dýrt spaug HEILBRIGÐISMÁL Guðrún Ebba Ólafsdóttir Kristín I. Pálsdóttir Þórlaug Sveinsdóttir í ráði Rótarinnar Hinn 17. apríl var neysla kvenna á geðlyfjum og róandi ávanalyfjum til umræðu í þættinum Kvennaráð á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þar velti Björk Eiðsdóttir þáttar- stjórnandi upp þeirri spurningu hvort verið sé að meðhöndla eðli- legar tilfinningar kvenna með geð- lyfjum og ávanabindandi lyfjum en viðmælendur hennar voru þær Þórgunnur Ársælsdóttir, for maður Geðlæknafélagsins, Valgerður Rúnarsdóttir, læknir á Sjúkrahús- inu Vogi, og Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar. Samkvæmt upplýsingum á vef- síðu Embættis landlæknis nota íslenskar konur mun meira af þunglyndislyfjum en karlar. Þetta á reyndar ekki bara við á Íslandi heldur kemur fram á vefsíðu Alþjóðaheilbrigðismálastofnun- arinnar að þó að svipað margir karlar og konur eigi við geð rænan vanda að stríða þá sé birtingar- mynd hans mjög kynbundin. Þung- lyndi er algengasti geðheilsuvandi kvenna, helmingi algengari en meðal karla, þær þjást frekar af kvíðaröskunum en karlar og þær eru líklegri til að þjást af fjöl- kvillum. En hver er þá skýringin á þess- um kynjamun? Í þættinum kom fram, bæði hjá Valgerði og Þór- gunni, að engin einhlít skýring væri á þessu kynjamynstri en kannski væri „auðveldara að gefa konum lyf“, „þær leita frekar á heilsugæsluna“, „leita sér frekar aðstoðar“ og aðspurð af hverju konur koma síður til meðferðar en karlar svarar Valgerður að það sé spurning hvort þær séu „meira úti í bæ að fá lyf og vera hjá læknum heldur en að koma í meðferð og líta á sig með fíkil. Þetta er svo flók- ið. Þetta er ekki alveg einfalt svar við þessu en örugglega sitt lítið af hverju.“ Það kemur því lítið haldbært fram í viðtali við læknana um ástæður þess að konur þurfi á svona miklum geðlyfjum og ávana- bindandi lyfjum að halda. Sú skýr- ing að konur leiti frekar til læknis kafar ekki djúpt í vandann og skil- ur eftir sig spurninguna: Af hverju fara konur svona oft til læknis? Þurfa valdeflandi stuðning Fleiri spurningar vöknuðu hjá okkur Rótarkonum eftir þáttinn. Eru konum frekar ávísuð lyf í stað þess að leitað sé að rót vandans? Af hverju fá karlar síður ávísuð geðlyf? Er kannski enn við lýði sú hugsun að konur séu „veikari“ og jafnvel hugsjúkar eða hyster- ískar? Af hverju koma mun færri konur en karlar í áfengis- og lyfja- meðferð? Alþjóðaheilbrigðismálastofnun- in hefur hins vegar ágætar skýr- ingar á því af hverju konur glíma við svo mikla vanlíðan að þær sprengi skalana í notkun ávana- bindandi lyfja og geðlyfja. Það eru nefnilega sterk tengsl á milli þessa heilbrigðisvanda kvenna og „kynhlutverka, streituvalda og neikvæðra upplifana og atvika“. Kynbundnir áhættuþættir geð- raskana sem algengar eru hjá konum eru samkvæmt AHS: „kyn- bundið ofbeldi, óhagstæð félags- leg skilyrði, lágar tekjur og tekju- misrétti, undirskipun í félagslegu tilliti og stéttarstöðu og stöðug ábyrgð á umönnun annarra.“ Við skimun á ofbeldi inni á Vogi kemur í ljós að 80% kvenna sem koma þar til meðferðar hafa orðið fyrir ofbeldi. Þetta er gríðar- lega hátt hlutfall sem varpar skýru ljósi á tengsl fíknivanda og ofbeldis og annarra erfiðra upplif- ana sem hljótast af veikari stöðu kvenna í samfélaginu. Það er því ekki fjarri lagi að álykta að verið sé að gefa lyf við tilfinningavanda sem skapast af stöðu þeirra, m.a. í ofbeldisfullu hjónabandi eða í nánum samböndum, í stað þess að veita konum þann valdeflandi stuðning og meðferð sem þær þurfa á að halda. Það skal tekið fram að þessi grein er ekki skrifuð gegn geð- lyfjum, þau eru mörgum nauð- synleg. Við í Rótinni viljum hins vegar leita svara við þeim spurn- ingum um kynbundinn mun á heilsufari sem við vörpum fram í greininni. Svörin fást með upp- byggingu þekkingarsamfélags, rannsóknum og meðferðarkerfi sem byggir á gagnreyndri þekk- ingu. Tilfinningavanda kvenna og fíknivanda þarf að skoða heild- rænt og með kynjagleraugum eins og Alþjóðaheilbrigðismálastofnun- in mælir fyrir um. „Auðveldara að gefa konum lyf“KJARAMÁL Jóhanna Marín Jónsdóttir sjúkraþjálfari SAMFÉLAG Margrét Júlía Rafnsdóttir verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum– Save the Children á Íslandi ➜ Það kemur því lítið haldbært fram í viðtali við læknana um ástæður þess að konur þurfi á svona miklum geðlyfjum og ávana- bindandi lyfjum að halda. ➜ Ólíkt grunnskólanum, sem er kjölfesta allra barna, er frítíminn eins misjafn og aðstæður barnanna leyfa. FA S TU S _H _3 6. 05 .1 5 Velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16, 2.h. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 Resorb™ SportResorb™ 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 6 2 -A 5 7 C 1 7 6 2 -A 4 4 0 1 7 6 2 -A 3 0 4 1 7 6 2 -A 1 C 8 2 8 0 X 4 0 0 6 B F B 0 6 4 s _ 1 3 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.