Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.05.2015, Qupperneq 31

Fréttablaðið - 14.05.2015, Qupperneq 31
KYNNING − AUGLÝSING Skólar & námskeið14. MAÍ 2015 FIMMTUDAGUR 3 Forritun er hið nýja læsi. Þjóð-irnar í kringum okkur eru f lestar búnar að átta sig á því. Því miður er íslenska mennta- kerfið sumpart eftirbátur annarra,“ segir Rakel Sölvadóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Skema, sem stendur fyrir tækni- og forritunar- námskeiðum fyrir börn og ung- linga í sumar. Rakel bendir á að í gildandi aðalnámskrá fyrir grunnskóla sé talað um að börn eigi að nota tækni en lítil sem engin áhersla sé á að þau geti tamið hana eða skap- að hana sjálf. Hversu gömul geta börn lært að forrita? „Að læra forritun er að læra tungumál. Í raun gilda svip- uð lögmál um hana og annað slíkt nám. Því fyrr sem maður byrjar, því betra. Þar með er ekki sagt að það sé endilega æskilegt að hola litlum börnum fyrir framan skjái og lyklaborð og láta þau skrifa kóða. Yngstu börnin læra hugs- unina á bak við forritun í gegnum leik. Þegar þau eru aðeins eldri læra þau að yfirfæra forritunina á myndrænan veruleika. Loks geta þau skrifað kóða.“ Hvernig er staða forritunar á Íslandi? „Til allrar hamingju gerir fólk sér almennt grein fyrir því að tækniheimurinn er ekki að fara neitt. Við sjáum líka í kringum okkur dæmi þess hverju fólk fær áorkað sem tileinkar sér þessa færni. Mörg af glæsilegustu fyrir- tækjum landsins grundvalla starf sitt á forritun. Samfélagið veit að þetta er mikilvægt og foreldrar sérstaklega.“ Geta öll börn lært að forrita? „Já. Strax um 1980 varð ljóst að for- ritunarnám er börnum gagn- legt. Um leið varð þó líka ljóst að verulega vantaði upp á kennslu- fræði forritunar. Síðustu þrjátíu ár hefur kennslan verið minni og byrjað seinna en æskilegt er. Það hafa orðið gríðarlegar framfarir í kennslufræði forritunar og í dag eiga öll börn að geta lært hana. Skema snýst um nákvæmlega þetta, að flétta saman það sem við vitum um forritun, sálfræði og kennslufræði til að tryggja að börn fái bestu mögulegu kennslu.“ Hvernig hefur kennslan gengið? „Um 4.500 börn hafa setið nám- skeið hjá Skema. Það er gríðarlega há tala sem vakið hefur mikla athygli erlendis, sérstaklega í Bandaríkjunum. Þá hafa nem- endur okkar náð góðum árangri, t.d. í alþjóðlegum forritunarsam- keppnum. Það hefur enn aukið áhugann. Loks sjáum við það að börnin sem komið hafa ítrekað á námskeið eru farin að reyna á skólakerfið. Þau koma með það góðan grunn upp í framhalds- skóla að það er krefjandi við- fangsefni fyrir skólana að mæta þeim þar. Sem er auðvitað frábært og sannar að þetta er ekki bara að virka, heldur virka vel.“ Fyrir hverja eru sumarnámskeiðin? „Námskeiðin eru sérhönnuð fyrir sjö til sextán ára. Hægt er að sjá yfirlit og panta sæti á námskeiði á Skema.is. Við erum alltaf með ákveðin grunnnámskeið en auk þess fjölgar sífellt námskeiðum sem eru sérhönnuð til að byggja brú milli áhugasviðs barnanna og þeirrar hæfni sem þau þurfa að hafa til að bera í 21. aldar sam- félagi. Sjö ára barn sem mætir á námskeið í sumar fer út á vinnu- markaðinn um miðja þessa öld. Manneskja sem ekki skilur for- ritun þá verður ólæs á mikilvæga þætti samfélagsins.“ Nauðsynleg hæfni á 21. öldinni Rakel Sölvadóttir, stofnandi Skema, segir mikilvægt að læra forritun snemma. Í sumar heldur Skema tækni- og forritunarnámskeið fyrir börn og unglinga. MYND/GVA Það hafa orðið gríðarlegar framfarir í kennslufræði forritunar og í dag eiga öll börn að geta lært að forrita. Rakel Sölvadóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Skema, er nýkomin frá Bandaríkjunum þar sem hún kynnti sér nýjustu stefnur og strauma í upplýsingatækni og kennslu. Í sumar mun Skema halda fjölmörg tækni- og forritunarnámskeið fyrir börn á aldrinum 7-16 ára. Tæknisumar Skema Júní Águst 13.-14. 15.-19. 22.-26 29.-3. Júlí 4.-5 6.-10. 13.-17. 20.-24 27.-31 4.-7. 10.-14. 17.-21. Leikjaforritun Grunnur 7-10 ára Leikjaforritun Grunnur 11-14 ára Leikjaforritun Kodu GameLab 7-10 ára Tækjaforritun Grunnur 7-10 ára Tækjaforritun Grunnur 10-13 ára Tæknistelpur 10-13 ára Vefsíðugerð 11-16 ára Tölvutætingur 11-16 ára Myndbandagerð 10-16 ára Appþróun 10-13 ára Appþróun 13-16 ára Unity 3D 13-16 ára Unity 3D framhald 13-16 ára Júní Águst 8.-12. 15.-19. 22.-26 Júlí 6.-10. 13.-17. 20.-24 27.-31 4.-7. 10.-14. Minecraft Grunnur 7-9 ára Minecraft Grunnur 10-13 ára Minecraft Hönnun 7-9 ára Minecraft Hönnun 10-13 ára Minecraft Myndbandagerð 10-16 ára Minecraft Forritun 10-16 ára SKAPANDI Minecraft NAmskeID < www.skema.is | skraning@skema.is | Tæknisetur Skema, Síðumúli 23 | 562-2200 > Nánari upplýsingar og skráning < Skrán ing í ful lum gan gi > www.sk ema.is Nýtt! Nýtt! Nýtt! Nýtt! Nýtt! Nýtt! Nýtt! Nýtt! 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 6 1 -2 4 5 C 1 7 6 1 -2 3 2 0 1 7 6 1 -2 1 E 4 1 7 6 1 -2 0 A 8 2 8 0 X 4 0 0 2 B F B 0 6 4 s _ 1 3 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.