Fréttablaðið - 14.05.2015, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 14.05.2015, Blaðsíða 36
KYNNING − AUGLÝSINGSkólar & námskeið FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 20158 Ekki sleppa morgunmatnum Stress og taugatrekkingur fyrir próf getur stolið frá okkur matarlystinni en einmitt þá þarf heilinn á orku að halda. Ef mag- inn harðneitar að taka á móti er ráð að prófa ávaxtahristing. Próteinrík fæða skerpir á athyglinni. Á prófdaginn eru því egg, hnet- ur, jógúrt og kotasæla góður kostur í morgunmat. Fiskur, fræ og spínat í hádeginu ef prófið er seinni partinn. Sólblómafræ og þurrkaðir ávextir eru líka kjörið nasl og þá gera bláber og bananar heilanum gott þegar mikið mæðir á honum. Forðast kolvetnaklastur Ekki borða mikið af kökum og kexi eða hvítu hveiti, það þarf mikla orku til að melta þessa fæðu. Kolvetnarík fæða er kjör- inn daginn fyrir próf þar sem hún virkar slakandi á líkamann en á ekki við á prófdaginn sjálfan. Þess utan verðum við þung á okkur og syfjuð ef við borðum mikið af til dæmis kartöflum og hrísgrjónum. Drekka vatn Einbeitingin er fljót að fara ef líkaminn er þyrstur. Forð- astu áfenga drykki í prófum, höfuðverkur og ógleði skila ekki bestu afköstunum. Haltu þig líka frá sykruðum gosdrykkjum og kaffi þar sem það gæti aukið á taugaóstyrk. Þó ætti ekki að sleppa kaffinu ef þið eruð vön að drekka talsvert af því daglega, það gæti skilað sér í höfuðverk að sleppa því. FÓÐRAÐU HEILANN GÓÐAR GLÓSUR AUÐVELDA YFIRFERÐ ● Notið alltaf sér glósubók fyrir hvert fag. Gormabækur sem rífa má blöðin úr eru hentugar, þá þarf bara eina bók í töskunni yfir daginn, rífa svo glósurnar fyrir hvert fag úr og setja í möppur. ● Skráið dagsetningu á glósurnar. ● Glósurnar ættu að innihalda eins yfirgripsmikla samantekt á því sem kennarinn sagði í kennslustundinni. Ekki skrifa þó niður hvert einasta orð heldur aðalatriðin. Allt sem kennarinn skrifar upp á töflu ætti að glósa niður. ● Reynið að skrifa glósurnar niður eftir einhverju kerfi sem auðvelt er að lesa í gegnum fyrir próf. Notið til dæmis penna í fleiri en einum lit og yfirstrikunarpenna. ● Notið nokkrar mínútur í lok hvers dags til að lesa yfir glósur dagsins. Þannig má festa efnið betur í minni sér og gera sér grein fyrir því sem gott væri að spyrja kennarann að í næsta tíma. ● Ekki láta kennslustundina fara til spillis. Ef kennarinn fer of hratt yfir látið þá vita. Spyrjið spurninga ef eitthvað er óljóst. ● Takið virkan þátt í hópavinnu í kennslustundum. Enga áhættu Ekki borða eitthvað nýtt, það er óþarfi að hætta á magakveisu á prófdag, jafnvel þótt vinirnir mæli með einhverju töfratrixi. Góður svefn Ekki gleyma að sofa, heilinn þarf ekki bara orku frá fæðunni heldur þarf hann að vera vel hvíldur fyrir öll átök. www.goodluckexams.com www.lyfogheilsa.is Kringlunni Chanel kynning í Lyfjum & heilsu Kringlunni dagana 14.-17. maí. 20% afsláttur af öllum vörum frá Chanel Gréta Boða kynnir nýtt CC krem frá Chanel og veitir faglega ráðgjöf. Eiginleikar nýja CC kremsins: · Rakagefandi · Húðholur 34% minna sýnilegar og roði 52% minna sýnilegur · Hefur mengunarvörn · Sólarstuðull SPF 50 · Kemur í þremur litum 20, 30, 40 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 6 1 -E 4 E C 1 7 6 1 -E 3 B 0 1 7 6 1 -E 2 7 4 1 7 6 1 -E 1 3 8 2 8 0 X 4 0 0 4 B F B 0 6 4 s _ 1 3 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.