Fréttablaðið - 14.05.2015, Page 44

Fréttablaðið - 14.05.2015, Page 44
14. maí 2015 FIMMTUDAGUR| MENNING | 28 Hanna Styrmisdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðarinnar í Reykjavík, hefur haft í mörgu að snúast að undanförnu en hátíðin var sett í gær með opnunarsýningu Bandaloop-dansflokksins. Hátíðin í ár og á næsta ári er með megin- áherslu á höfundarverk kvenna, rit- skoðun og réttindabaráttu í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi og þeirri staðreynd að umtalsvert hefur hallað á hlut kvenna á hátíðinni í gegnum tíðina. Femínismi og klifur Dagskráin er gríðarlega fjölbreytt og segir Hanna að það verði margt spennandi að sjá og skoða fyrir borgarbúa á næstunni. „Ég vil byrja á því að hvetja alla til þess að leggja leið sína að Tollhúsinu við Tryggvagötu en á austurhlið húss- ins gefur að líta verk eftir Guer- illa Girls frá New York. Þær kalla sig samvisku listheimsins og beita sláandi tölfræði og beittum húmor til þess að afhjúpa kerfisbundna mismunun á konum og spillingu í listum, pólitík og poppkúltúr. Ég er sérstaklega ánægð með útkom- una en það er búið að leggja mikið í þetta verk sem er svo sannarlega hárbeitt ádeila með mögnuðum tölum sem snerta okkur öll. Þarna er eitthvað sem við þurfum að horf- ast í augu við og laga. Bandaloop er annað gott dæmi um gesti sem gera mikið fyrir hátíðina. Þau víkka út hugmynd- ir okkar um danslist og færa hana til almennings. Þetta er einmitt það sem við viljum að Listahátíðin geri – stækki heiminn, auki skiln- ing og veki áhuga. Bandaloop-sýn- ingin var framan á Aðalstræti 6 og við það sjáum við þessa byggingu í nýju ljósi. Þannig viljum við gjarn- an vinna með staði sem borgarbúar hafa tengsl við, setja þessa staði í nýtt samhengi og vera sýnileg fyrir borgarbúum.“ Tökum sviðið Opnunarsviðsverkið Svartar fjaðr- ir, sem danshöfundurinn Sigríð- ur Soffía byggir á ljóðum Davíðs Stefánssonar, var frumsýnt í gær- kvöldi. „Svo er Blæði í næstu viku í Borgarleikhúsinu og það er líka mjög spennandi sýning. Að auki verða um helgina tvær hátíðar- sýningar á Endatafli í Tjarnarbíói sem var reyndar frumsýnt fyrr í mánuðinum og fékk hreint frá- bærar viðtökur. Það er því mikið tilhlökkunar efni að fara í leikhús.“ Förum á röltið „Í dag og næstu daga verða svo að opnaðar myndlistarsýningar mjög víða um bæinn, margar hverjar í minni galleríum miðbæjarins. Hugsunin á bak við þetta er að við viljum koma upp þessum gallerís- rúnti ef svo má segja og tíðkast víða á hátíðum á borð við þessa. Þá fer fólk í miðbæinn og gengur á milli spennandi sýninga og gefur sér tíma í að skoða og njóta. Með sama hætti þá er Nýjabrum í Stof- unni á sunnudaginn, leið til þess að nálgast tónlist með öðrum hætti en í hefðbundnu tónleikarými. En svo er auðvitað mikil tilhlökk- un tengd við uppfærsluna á Peter Grimes í Hörpu í næstu viku. Þar eru gríðarlega flottir listamenn á ferð að flytja verk sem segja má að hafi verið alltof lengi á leiðinni til Íslands. Auk alls þessa verða ákaflega spennandi sýningar opnaðar í stærri söfnunum á næstunni og hátíðin teygir sig líka út fyrir borgarmörkin. En það er erfitt að taka eitthvað eitt út og nefna sérstaklega svo ég hvet fólk til þess að skoða dagskrána vel á netinu eða ná sér bækling. Kynna sér hvað það er í raun margt spennandi og skemmtilegt í boði og svo er bara að rölta af stað og njóta listarinnar.“ Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Hulda Hákon er á meðal þekkt- ari myndlistarmanna þjóðarinn- ar en í dag opnar hún sýningu í galleríinu Tveimur hröfnum að Baldurs götu 12 í Reykjavík. Þar sýnir Hulda texta, málverk, lág- myndir og skúlptúra. Sýningin er hluti af Listahátíðinni í Reykjavík og kallast Björg, sólskin, hetjur, himinn, haf og fuglar. Þessi langi og skemmtilegi titill sýningarinn- ar er að mörgu leyti lýsandi fyrir feril Huldu sem er fjölbreyttur og skemmtilegur um leið og Hulda er ávallt samkvæm sjálfri sér í umfjöllunarefnum sínum og nálg- un. Hulda hélt fyrstu einkasýn- inguna sína í New York 1985 en frá upphafi hefur hún fjallað um hvunndagshetjuna, litla sigra, óhöpp eða einfaldlega hversdags- leg og skemmtileg atvik. Myndmál og textar vísa oft til þess að hið smáa getur verið allt eins drama- tískt og eftirtektarvert og hið stóra og ákveðin leiðarstef endurtaka sig á stundum með skemmtilegum hætti. „Já ég fjalla um ýmislegt í mínum verkum, það hefur nú bara alltaf verið þannig og stundum gerast hlutirnir í samfélaginu eftir að ég mála. Ég málaði til að mynda Hvammstanga áður en komst upp um svindlið þar á bæ. Ég var bara að mála fallegan stað sem kúrir þarna í náttmyrkrinu en svo kom þessi Byggðastofnunar skandall og það getur haft áhrif á það hvernig maður sér verkið. Kannski er það eins með makrílinn sem ég sýndi í Vestmannaeyjum árið 2013. Nú er allt orðið brjálað út af makríl.“ Hulda segist í raun róa mikið á sömu mið með sín verk. „Í gegn- um tíðina þá hef ég nýtt mér ljóð og sögur, sagnabrunn sem er enda- laus uppspretta sem er gaman að dvelja í með einum eða öðrum hætti. En í raun hef ég á sama tíma alltaf litið dálítið á mig sem ákveð- inn spegil. Verkin mín eru eintal mitt, hugsanir mínar og vangavelt- ur sem ég deili svo með öðrum.“ Í gegnum árin hefur Hulda gert talsvert af því að selja verk út fyrir landsteinana og hún segir að það hafi komið sér vel í hruninu á sínum tíma. „Það eiginlega bjargaði mér alveg að geta selt til útlanda í hruninu. Ég er mest að selja til Bandaríkjanna og Evr- ópu, þessi verk sem fara út eru oft stærstu verkin. Það kemur líka fyrir að það séu pöntuð verk og þar sem ég vinn oft með texta þá er ég í þeim tilvikum að vinna á ensku. Mér finnst ekki vera neitt að því að vinna eftir pöntun en sumum myndlistarmönnum finnst að það sé nánast að selja sál sína. Þeim bendi ég nú bara á að Bach samdi Brandenborgarkonsertana eftir pöntun. En sýningin sem verður opnuð í dag er alfarið íslensk sýn- ing og það er ákveðinn léttir að vera að vinna á íslensku. En það er eins með þessa gagnrýni á að vinna eftir pöntunum og gagnrýn- ina sem við íslenskir myndlistar- menn fengum frá honum Goddi vini mínum í vikunni. Hjá svona hortugri manneskju eins og mér þá fer þetta bara inn um annað og út um hitt. “ magnus@frettabladid.is Eintal og hugsanir Hulda Hákon opnar í dag í galleríinu Tveimur hröfnum en hún hélt sína fyrstu einkasýningu í New York 1985. LISTAKONA Hulda við eitt verka sinna á sýningunni sem verður opnuð í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA En í raun hef ég á sama tíma alltaf litið dálítið á mig sem ákveð- inn spegil. Verkin mín eru eintal mitt, hugsanir mínar og vangaveltur sem ég deili svo með öðrum. Listahátíðin breytir Reykjavíkurborg Listhátíðin í Reykjavík var sett í gær og Hanna Styrmisdóttir, listrænn stjórnandi hátíðarinnar, segir hana leitast við að vera fj ölbreytta og spennandi fyrir alla. LISTRÆNN STJÓRNANDI Hanna Styrmisdóttir er listrænn stjórnandi Lista- hátíðarinnar í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI TOLLHÚSIÐ Verk Guerilla Girls á Tollhúsinu í Aðalstræti er afdráttarlaust og kraftmikið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Það er í raun margt spennandi og skemmti- legt í boði. Hanna Styrmisdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík. MENNING 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 6 2 -7 4 1 C 1 7 6 2 -7 2 E 0 1 7 6 2 -7 1 A 4 1 7 6 2 -7 0 6 8 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 6 4 s _ 1 3 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.