Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.05.2015, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 14.05.2015, Qupperneq 50
14. maí 2015 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 34 TREND ALLS KONAR EFNI, ÁFERÐIR OG MUNSTUR Gunnar Leó Pálsson gunnarleo@frettabladid.is Hann er þekktur fyrir mikla nátt- úrufegurð, gróðurhús og er oft kall- aður Blómabærinn. Við erum að tala um Hveragerði en bærinn sá er í rúmlega 40 kílómetra fjarlægð frá Reykjavík. Að undanförnu hafa þekktir lista- menn flust búferlum til Hveragerðis og ákvað Fréttablaðið því að heyra í nokkrum listamönnum sem flutt hafa í þennan fallega bæ að undan- förnu. Tónlistar- og leikkonan Unnur Birna Björnsdóttir festi á dögunum kaup á glæsilegu húsi í Hveragerði ásamt kærasta sínum, Jóhanni Vigni Vil- bergssyni. Á Facebook-síðu sinni sagði hún: „Fyrsta íbúðin okkar saman er ekki rottuhola í Reykjavík á uppsprengdu verði, heldur dásam- legt einbýlishús með risagarði í náttúrufegurðinni í Hveragerði! Við verðum með stúdíó, heitan pott og kartöflugarð.“ Á fyrri hluta síðustu aldar bjó fjöldi listamanna og skálda í Hvera- gerði. Má þar nefna Kristmann Guð- mundsson, Kristján frá Djúpalæk, Jóhannes úr Kötlum og Gunnar Dal. Nokkrir aðilar í bænum sem hafa unnið við músík standa á bak við Hljómlistarfélagið í Hveragerði og kemur sú hljómsveit fram nokkrum sinnum á ári. Unnur Birna er þó ekki fyrsta konan úr listageiranum sem flytur til Hveragerðis því fyrir skömmu flutti önnur tónlistar- og leik- kona, Ágústa Eva Erlendsdóttir, til Hveragerðis ásamt fjölskyldu sinni. Ágústa Eva átti þó heima í Hvera- gerði á sínum æskuárum og virðist vera himinlifandi yfir að vera komin aftur á æskuslóðirnar. Tónlistarkonan Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, betur þekkt sem Lay Low, býr rétt fyrir utan Hveragerði. Þrír meðlimir hljómsveitarinnar Á móti sól búa í Hveragerði, Heimir Eyvindarson, Sævar Þór Helgason og Stefán Ingimar Þórhallsson. Hallgrímur Óskarsson tónlistar- maður býr þar einnig en hann hefur samið fjölda laga, meðal annars Open Our Heart sem Birgitta Hauk- dal söng í Eurovision 2003. Þá eru meðlimir hljómsveitarinn- ar Mánar komnir til Hveragerðis, þeir Ólafur Þórarinsson og Guð- mundur Benediktsson. Hveragerði listamannabær landsins Fjöldi listamanna hefur fl ust búferlum til Hveragerðis að undanförnu. Fréttablaðið tók upp símtólið og heyrði í nokkrum listamönnum sem fl utt hafa í þennan fallega bæ að undanförnu. Hvað er það sem veldur því að listamenn kjósa Hveragerði frekar en aðra staði? SUÐRÆNN OG SEIÐANDI Hveragerði hefur löngum verið þekkt fyrir einstaka náttúrufegurð og gjöful gróðurhús. Nú er bærinn að fyllast af listamönnum og mikil gleði í loftinu í bland við brennisteinsvetni. MYND/EINAR ÓLASON „Því það er ódýrara húsnæði, mikil náttúrufegurð og líklega meiri líkur á að fá inspírasjón fyrir listamenn. Hveragerði er líka hæfilega langt í burtu en einnig nógu nálægt.“ Unnur Birna og Jóhann Vignir eru bæði alin upp úti á landi og voru búin að fá nóg af Reykjavík. „Við byrjuðum að spá í þessu fyrir um tveimur árum og svo fann hann þetta hús. Við vildum meira pláss til að geta sett upp stúdíó og svo er garðurinn æðis- legur. Ekki spillir fyrir að foreldrar okkar búa á svæðinu, mínir hér í Hveragerði og hans á Eyrarbakka,“ segir Unnur Birna alsæl með nýja húsið og bætir við létt í lund: „Ætli við förum ekki að stofna hljómsveit hérna, svona bæjarbandið, við gæt- um mögulega kallað hljómsveitina Hverasveitina.“ Unnur Birna Björnsdóttir, tónlistar- og leikkona „Ég bjó á Laugaveginum í um það bil fimmtán ár og kunni vel við það en vildi samt koma mér þaðan því ég var að ala upp börn. Ástæðan fyrir flutningunum kom þó eiginlega til þegar sonur minn fór í skólaferðalag til Hveragerðis og þegar hann kom heim sagðist hann vilja flytja til Hvera- gerðis. Hann vildi fara þangað því það voru svo góðar gangstéttir þar, en hann var mikið á hjólaskautum,“ segir Magnús Þór. Hann kann mjög vel við sig fyrir austan fjall og er ekki á leiðinni í burtu. Hann flutti til Hveragerðis árið 2001. „Ég kann rosalega vel við mig þetta alltaf svo fallegt bæjarstæði og svo heillaði apinn í Eden mann líka,“ segir Magnús Þór og hlær. „Ég flutti samt ekki þá en ég hef alltaf haft áhuga á bæjum sem liggja inni í landi, þar sem ekki er stöðugt rifrildi um kvóta og fisk. Svo er bara meira umburðarlyndi gagnvart skrítnu fólki í Hveragerði,“ bætir Magnús Þór við léttur í lundu. Magnús Þór Sigmundsson tónlistarmaður „Það var hálfgerð tilviljun að ég skyldi flytja hingað, mig langaði mest að flytja í sumarbústað, en það hentaði ekki því ég kann ekki að keyra. Héðan fer hins vegar strætó nokkrum sinnum á dag þannig að þetta er ferlega fínt. Ég kann mjög vel við mig þarna,“ segir Guðrún Eva um staðinn. „Þetta var auð- vitað mikill lista- mannabær á fyrri hluta síðustu aldar, hér bjuggu margir listamenn og mál- arar. Það eru margir listamenn komnir hingað á nýjan leik og því greinilega fleiri en ég sem eru að leita að kyrrð og vænlegum stað.“ Guðrún Eva flutti til Hveragerðis árið 2012 og er ekki á leiðinni í burtu. „Ég er ekki að fara neitt. Það hentar mér mér mjög vel að búa hérna.“ Guð- rún Eva er alin upp hér og þar úti á landi. „Ég flutti til Reykjavíkur um leið og ég flutti úr foreldrahúsum þegar ég var átján ára. Svo verður maður mið- aldra og vill fara aftur í sveitina,“ bætir Guðrún Eva við og hlær. Guðrún Eva Mínervudóttir rithöfundur AF HVERJU HVERAGERÐI? Ætli við förum ekki að stofna hljómsveit hérna, svona bæjarbandið, við gætum mögulega kallað hljómsveit- ina Hvera- sveitina. Mig langaði mest að flytja í sumar- bústað, en það hentaði ekki því ég kann ekki að keyra. Ég kann rosalega vel við mig þetta svo fallegt bæjarstæði og svo heillaði apinn í Eden mann líka. STOLT HVERAGERÐIS Á MÓTI SÓL meðlimir búsettir í Hveragerði Bio-tex þvottaefni og blettaeyðir Leikum okkur! Það er alltaf gaman að prufa sig áfram og blanda saman, lífi ð snýst nú um að hafa gaman. MAISON MARTIN MARGIELA MARNI MARC JACOBS GAULTIE PROENZA SCHOULER LÍFIÐ 14. maí 2015 FIMMTUDAGUR 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 6 0 -C 6 8 C 1 7 6 0 -C 5 5 0 1 7 6 0 -C 4 1 4 1 7 6 0 -C 2 D 8 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 6 4 s _ 1 3 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.