Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.05.2015, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 14.05.2015, Qupperneq 52
14. maí 2015 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 36 BRUGÐU Á LEIK Það eru alltaf allir í stuði hjá Jimmy Fallon og er leikkonan Charlize Theron engin undantekning þar á. ALLTAF TIL Í SPRELL Harry prins er í heimsókn á Nýja-Sjálandi og er alltaf til í gott sprell. EITTHVAÐ EFINS Billy Piper virtist vera eitthvað óviss á Wizard World Comic Con í Philadelphia á dögunum. KÍKTI Í HEIMSÓKN Charlie Sheen kíkti í heimsókn í sjónvarpsþáttinn Extra á dögunum og var mikið niðri fyrir. FRÆGIR Á FERÐ OG FLUGI Það er sjaldan lognmolla í kringum fræga fólkið vestan- hafs. Það þarf að mæta á kvikmyndahátíðir, skoða vaxmyndir og mæta í viðtöl. NETTUR GAUR Jake Gyllenhaal er mættur til Frakklands á Cannes-kvik- myndahátíðina sem hófst í gær. ALSÆL MEÐ VAXMYND Conchita Wurst stilti sér upp með vaxmynd í Madame Tussauds í Vín á þriðjudaginn og virtist ánægð með útkomuna. HVÍLÍK INNLIFUN Gwen Stefani kom fram á tónlistar- hátíðinni Rock in Rio á föstudag- inn og var í miklum ham. HEIÐRUÐ Söngkonan P!nk var heiðruð á hinum árlegu BMI Pop Aw- ards og virðist bara hafa verið frekar ánægð með það. „Hér er svo mörgum spurningum ósvarað. Erum við öll Norðmenn? Kannski Írar? Hvaðan erum við eiginlega?“ spyr Kristján Már Unnarsson uppveðraður, en hann hyggst búa til þætti um landnám Íslands og þær fjölmörgu ráðgátur sem því fylgja. Mun hann leita á náðir sér- fræðinga úr öllum áttum, svo sem sagnfræðinga, náttúrufræð- inga, erfðafræðinga og fleiri. „Ég held að þetta sé eitthvað sem allir hafa áhuga á, við viljum jú öll vita hvaðan við komum og mér hefur sýnst fólk áhugasamt,“ segir Kristján. Hann segir áhugavert að velta fyrir sér hvernig standi á því að hingað hafi menn upphaf- lega komið og ef þeir hafi komið frá Noregi líkt og haldið er fram, hvers vegna þeir völdu Ísland. „Svo má alltaf velta fyrir sér ýmsu, svo sem hvað gerði það að verkum að Íslendingar náðu ekki bólfestu í Ameríku þrátt fyrir að hafa verið þar býsna snemma,“ segir Kristján. Kristján segir Íslendinga lukk- unnar pamfíla þar sem forfeð- ur okkar voru svo dæmalaust duglegir við að skjalfesta land- námið. „Við höfum verið hér síðan 870 og erum með þetta nánast allt saman skrifað niður, það er hreint út sagt ótrúlegt.“ „Ég stefni á að koma þessu í sýningu með haustinu, en lofa engu þar sem þetta er krefjandi verk og verður að vera almenni- lega gert, og svo verður þetta að vera sjónvarpsvænt líka,“ segir Kristján að lokum. - ga Rýnir í ræturnar okkar í glænýjum þáttum Kristján Már Unnarsson fréttamaður mun grandskoða landnám Íslands og leita svara um uppruna Íslend ing a í nýrri þáttaröð sem mun líta dagsins ljós með haustinu. Hann segir að undirbúningurinn sé krefj andi verk. HEILLANDI Kristján er yfir sig spenntur fyrir að leggjast í rannsóknarvinnu þátt- anna, sem gætu orðið átta og jafnvel miklu fleiri. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KRISTJÁN MÁR UNNARSSON 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 6 1 -8 7 1 C 1 7 6 1 -8 5 E 0 1 7 6 1 -8 4 A 4 1 7 6 1 -8 3 6 8 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 6 4 s _ 1 3 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.