Fréttablaðið - 14.05.2015, Side 60

Fréttablaðið - 14.05.2015, Side 60
14. maí 2015 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 44 MORGUNMATURINN SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR– AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is, Hjalti Egilsson hjalti@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir svansi@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Gunnhildur Geira Dan Þorláksdóttir geira@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Jónatan Atli Sveinsson jonatan@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is „Fyrst og fremst er þetta mynd um manneskjur,“ segir Sigurður Anton Friðþjófsson, handritshöfundur og leikstjóri kvikmyndarinnar Web- cam, sem frumsýnd verður þann áttunda júlí. Myndin fjallar um unga stúlku sem fækkar fötum fyrir framan vefmyndavél og gerist svokölluð camgirl og hvers konar áhrif það hefur á hana og sambönd henn- ar við vini, kærasta og fjölskyldu. Þetta er önnur mynd Sigurðar í fullri lengd og stikla myndarinnar er frumsýnd á Vísi í dag. „Hún er ekki ögrandi, kannski pínu gróf. Gróf í tali en með hreint hjarta,“ segir hann hlæjandi um myndina sem flokkuð er sem gaman mynd. Sigurður er hvorki menntaður í kvikmynda- né handritagerð en hann hefur lengi haft áhuga á skrif- um. „Mér finnst skemmtilegast að skrifa, það er svona númer eitt, tvö og þrjú.“ Karakterana skrifaði Sigurður flesta með ákveðna leikara í huga. „En ég hafði ekki hugmynd um hver ætti að vera í aðalhlut verkinu,“ segir hann. Úr varð að Anna Haf- þórsdóttir, sem margir kannast við úr þáttunum um Tinna og Tóta, fer með hlutverk vefmyndavélastúlk- unnar. Henni kynntist Sigurður þegar hún fór með hlutverk í stutt- myndinni Sól sem Sigurður skrif- aði og framleiddi. „Það klikkaði ein- hvern veginn og ég fann að hún var fullkomin fyrir þetta.“ Myndin var tekin á sextán dögum og því lítið sem mátti út af bregða. „Þetta var bara eitt stórt ævin- týri og gekk rosalega vel,“ segir Sigurður ánægður að lokum. - gló Gróf í tali en með hreint hjarta Sigurður Anton Friðþjófsson skrifar og leikstýrir Webcam sem frumsýnd er í sumar. SKEMMTILEGT AÐ SKRIFA Sigurður Anton hefur skrifað frá unga aldri og væntanleg er hans önnur kvikmynd í fullri lengd. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sumarsprengja 20-50% afsláttur Lokað í dag en opið á morgu n 11-18 Skipholti 29b • S. 551 0770 „Ég er búinn að vera að gera þetta frá því ég var fimm ára og hef mjög gaman af þessu,“ segir uppfinninga- maðurinn og föndrarinn Jens Elí Gunnarsson. Hann er aðeins fjórtán ára gamall og hefur frá fimm ára aldri verið ákaflega iðinn við það að búa til ýmsa hluti úr nánast engu. Nýjasta uppfinning hans er Wii- fartölva sem er í raun einstök og kallar hann uppfinninguna Grape Computer. „Þetta er í raun bæði Wii-tölva og DVD-spilari, það er skjár í henni og hún gengur fyrir einni snúru. Hún er með hátal- ara og heyrnartól og maður getur slökkt og kveikt á þeim hlutum sem eru í tölvunni. Þetta byrjaði samt allt á því á að frændi minn kom með skjá til mín, svo stytti ég allar snúrur til að þær myndu passa í boxið sem hýsir tölvuna. Svo var nóg pláss eftir og setti ég þá DVD-spilara boxið þannig að ég get spilað og horft,“ útskýrir Jens Elí. Þessi nýja uppfinning hans er þó ekki fullkláruð. „Ég á eftir að laga lúkkið aðeins,“ bætir Jens Elí við og hlær. Spurður út í uppruna fiktsins segir Jens Elí að frændur hans hafi átt sinn þátt í að kveikja áhugann á uppfinningaseminni. „Ég byrjaði hjá frændum mínum og var mikið að skoða hvað þeir voru að gera. Ég var líka mikið að skrúfa í sundur sjónvörp og svoleiðis. Svo fór ég að skoða á netinu og gúglaði setn- inguna how to make something. Ég gúglaði meðal annars hvernig á að gera Play Station-fartölvu,“ segir Jens Elí. Í föðurfjölskyldu hans er mikið af iðnhönnuðum og því mikið verksvit og áhugi í blóðinu. Hann fór svo fljótlega í búð- ina Íhluti og létu starfsmenn búð- arinnar hann hafa stóra bók með hlutum sem henta í smíði líkt og Jens Elí fæst við. Þá er hann tíður gestur í hinum ýmsu byggingavöru- verslunum þegar hann er í leit að hinum ýmsu hlutum. Í framtíðinni langar hann að verða verkfræðingur. „Ég er að vinna hjá pabba mínum þegar ég er ekki í skólanum en hann er húsa- smiður. Ég hef gaman af því að smíða og nota svo launin sem ég fæ frá pabba til að kaupa hluti til að búa til hitt og þetta.“ Það ætti að koma fáum á óvart að Jens Elí stendur sig vel í smíði í skólanum. „Ég fæ alltaf 10 í smíði,“ segir Jens Elí og hlær. „Ég hef verið að reyna að finna nám á net- inu fyrir unglinga sem hafa áhuga á að læra ýmislegt um svona tækni og hönnun. Það er samt yfirleitt allt á háskólastigi, því miður,“ bætir Jens Elí við, en hann vill ólmur komast í verkfræðitengt nám sem fyrst. Þó að hann komist ekki í nám tengt áhugamáli sínu fyrst um sinn smíðar hann hina ýmsu hluti og má þar nefna trébyssu sem skýtur nokkrum teygjum í einu og hleður sig, Iron Man-hjálm með ljósi inni í og stól, svo sitt hvað sé nefnt. gunnarleo@frettabladid.is Fjórtán ára frum- kvöðull bjó til tölvu Hinn fj órtán ára gamli Jens Elí Gunnarsson er mikill föndrari og uppfi nninga- maður. Hann hefur smíðað ýmsa hluti upp úr nánast engu frá fi mm ára aldri. UPPFINNINGAMAÐUR Hinn fjórtán ára gamli Jens Elí Gunnarsson stefnir á að verða verkfræðingur. TRYLLT TRÉBYSSA Byssa sem Jens Elí bjó til en hún skýtur teygjum. GRAPE COMPUTER Einstök tölva, blanda af Wii-tölvu og DVD-spilara. Svona hversdags þá myndi það vera hafragrautur með cookies and cream-próteini en um helgar jafnast ekkert á við amerískar pönnukökur, egg og beikon ásamt öllu öðru sem góðum bröns fylgir. Fanney Ingvarsdóttir, yfirumsjónarmaður Ungfrú Ísland 2015. 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 6 2 -1 6 4 C 1 7 6 2 -1 5 1 0 1 7 6 2 -1 3 D 4 1 7 6 2 -1 2 9 8 2 8 0 X 4 0 0 5 A F B 0 6 4 s _ 1 3 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.