Fréttablaðið - 12.05.2015, Page 15

Fréttablaðið - 12.05.2015, Page 15
ÞRIÐJUDAGUR 12. maí 2015 | SKOÐUN | 15 Lengi vel voru upplýsingar um tekjudreifingu á Íslandi vel varð- veitt leyndarmál. Þegar aðgerðir ríkisstjórnar Sjálfstæðis- og Fram- sóknarmanna fóru að auka ójöfnuð upp úr 1990, lögðu flokk- arnir Þjóðhags- stofnun niður og hættu að birta upplýsingar um tekjudreifingu. Ísland var því oft eina vestræna landið í skýrslum alþjóðastofnana þar sem ekki voru upplýsingar um tekjudreifingu og enginn á Íslandi virtist hafa sérstakar áhyggjur af því. Nú ber svo við að Viðskiptaráð hefur fengið skyndilegan áhuga á tekjudreifingu og sakar þingmenn Samfylkingarinnar um lygar þegar þeir halda því fram að ójöfnuður hafi aukist. Í þessu samhengi má minnast á orð Mark Twain sem sagði að til væru þrjár tegundir lygi: Lygi, haugalygi og tölfræði. Í tilfelli Við- skiptaráðs á hið síðasta við. Þeir benda réttilega á að ójöfnuður, mældur með Gini-stuðli, hafi lækk- að milli 2009 og 2013, þegar vinstri- stjórnin var við völd. Þeir segja aftur á móti ekki að ójöfnuður jókst um 73% á sama mælikvarða milli 1995 og 2005 þegar sjálfstæðis- og framsóknarmenn voru við völd. Viðskiptaráð segir ekki heldur frá því að eftir að sjálfstæðis- og fram- sóknarmenn tóku aftur við völd- um hafa þeir breytt tekjuskatti og auðlegðarskatti, lækkað veiðigjald og framkvæmt „Leiðréttinguna“ á þann hátt að það mun óhjákvæmi- lega leiða til aukins ójafnaðar. Rannsóknir hafa sýnt að ójöfn- uður hefur mikil og skaðleg áhrif á hagsæld þjóða. Vonandi verður útspil Viðskiptaráðs tilefni til auk- innar umræðu um þennan mikil- væga þátt svo þróunin frá 1990 fram að hruninu árið 2008 endur- taki sig ekki. Ójöfnuður FJÁRMÁL Guðmundur Örn Jónsson verkfræðingur N 29 2015 Reykjavík Arts Festival BANDALOOP 13. maí — 7. júní Opnunarverk Listahátíðar við Ingólfstorg á morgun kl. 17:30 Centerhotels Stoltur samstarfsaðili Listahátíðar Lá ru ss o n D es ig n St u d io Miðasala og dagskrá á www.listahatid.is Stofnaðilar Máttarstólpi Bakhjarlar „Hundrað synjað um undan þágu“. Þessi fyrir- sögn Fréttablaðsins þann 8. maí sl. fangaði augað. Í fréttinni mátti m.a. lesa eftirfarandi: „Tvö hundr- uð hafa fengið undanþágu fyrir myndgreiningu en hundrað veikum verið synj- að af undanþágunefnd“. Innan gæsalappa í frétt- inni er eftirfarandi haft eftir talsmanni viðkomandi stéttarfélags: „Þeim undanþágum sem er hafnað, þær getum við ekki veitt.“ Einnig er eftirfarandi haft eftir talsmanninum: „Okkur finnst að þessar áhyggjur af stöðunni sem upp er komin hljóti að liggja hjá ráðamönnum.“ Í fréttinni er einnig haft eftir lækni að staðan sé hrikaleg og að hann óttist afleiðing- ar verkfalls á Landspítalanum. Um verkföll, ábyrgð og afleiðing- ar vinnustöðvunar er hægt að hafa langt mál. Það mál hefur áður verið fært í letur. Röksemdir með og á móti verkfallsréttinum hafa verið ræddar í þaula. En hvernig skyldi þessum hundrað líða sem synjað var um undanþágu? Hvernig skyldi ættingjum þeirra líða? Hvernig skyldi þeim lítast á röksemdirnar? Í sannleika sagt þá held ég að flestir sem lenda í þessari aðstöðu að vera einn af tiltekinni óskilgreindri töl- fræði velti lítið fyrir sér víðara samhengi hlutanna. Þar sem við- komandi hættir allt í einu að vera sjálfstæð persóna með sjálfstæð- ar þarfir fyrir aðstoð samborgar- anna en verður allt í einu hluti af óskilgreindu ópersónugreinan- legu mengi í fyrirsögn í dagblaði. Í þeirra huga snýst málið um þeirra eigið líf – og kannski möguleikann á að fá að lifa því áfram. Þeir sem ekki hafa reynt það á sjálfum sér eða nánum aðstandanda að lifa við dauðans angist geta ekki sett sig í spor hinna – en þeim væri samt hollt að reyna það. Í innsíðufrétt um sama mál er haft eftir tals- manninum: „Þeim undan- þágum sem er hafnað, þær getum við ekki veitt. Það er algengt að það sé verið að sækja um undanþágur ótilgreint.“ Einmitt. Það er sem sagt sett í hendur umsækj- enda um undanþágur annars vegar og verkfallsvarða hins vegar að bít- ast á um hvort umsókn sé svona eða hinsegin. Ef annar hvor aðilinn er ekki nógu vandvirkur þá bíður afgreiðslan. Í augum þess sem bíður er annar hvor mögulega með lykilinn að því hvort lífinu lýkur fyrr en seinna. Í fyrirsögn dag- blaðsins er viðkomandi samt bara einn af hundrað. Ónafngreindur. Langflestir sem lesa fyrirsögn- ina hugsa ekki til einstaklingsins eða fjölskyldu hans. Þeir sjá bara fyrir sögn sem vísar til kjarabar- áttu. Þeir sjá ekki angistina sem þeir upplifa sem eru svo óheppnir að vera hluti af þessu ónafngreinda mengi. Fæstir upplifa þessa hlið – sem betur fer. Ásættanlegt? En er það þetta sem við viljum? Óhagræðið sem við sem samfélag höfum samþykkt að verkföll geti og jafnvel eigi að hafa í för með sér, er það alltaf ásættanlegt? Jafnvel þótt það geti kostað mannslíf? Getum við samþykkt að það sé ásættanlegt að deiluaðilar geti reynt að varpa ábyrgð á hinn aðilann í vinnudeilu jafnvel þótt einn og einn deyi þess vegna? Fyrir þann sem eftir lifir er svarið jafnan nei. Sá sem fer hefur ekki atkvæðisrétt okkar megin. Þeir sem í þessu sporum standa hafa oftast ekki afgangsorku til að andæfa málflutningi sem þessum. Því er auðvelt að afgreiða þennan hóp sem tölfræði eða óskilgreint mengi. Fyrirsögn í vinnudeilu. Í augum þeirra sem eiga sér kannski óljósa framtíð er öll trufl- un á meðferð sérlega erfið. Ýmsar erfiðar hugsanir og tilfinningar fara af stað. Óvissan, óttinn, biðin, getan til að halda andlitinu gagn- vart þeim nánustu, getan til að halda reisn, getan til að leyna þá nánustu því hversu erfið staðan er, getan til að lifa. Í baráttunni um betri kjör virðumst við hafa sam- þykkt að næstum allt sé leyfilegt. Líka að taka ákvarðanir fyrir þess- ar hundrað fjölskyldur. En í þeirra augum eru baráttuaðilar með mikið vald. Vald sem við flest viljum að sé frekar í höndum æðri máttar. Ef öðrum deiluaðila skjöplast getur afleiðingin verið lok lífsins. Þótt mörgum kunni að þykja það ósanngjarnt ætla ég samt að leyfa mér að setja þá skoðun mína fram að mér finnst það ekki rétt að þeir sem hafa tekið þá ákvörð- un að sinna sjúkum geti leyft sér að leggja niður störf í kjarabaráttu. Ég er ekki sannfærður um að rétta kerfið sé það að „undanþágunefnd“ eigi að hafa alræðisvald um það sem gert er – eða ekki gert. Þarna erum við í augum þessara hundrað að færa allt að því guðum líkt vald í hendur einstaklinga. Sem geta síðan leyft sér að taka ákvarð- anir sem hafa áhrif á líf sjúklinga, sjúklinga sem í þeirra augum eru óskilgreindar andlitslausar pers- ónur í óskilgreindu stærra mengi. Tölfræði. Hundrað. Með dauðann að leikfangi KJARAMÁL Gunnar Ármannsson lögmaður ➜ Röksemdir með og á móti verkfallsréttinum hafa verið ræddar í þaula. En hvernig skyldi þessum hundrað líða sem synjað var um undanþágu? Hvernig skyldi ættingjum þeirra líða? 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 7 F B 0 4 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 F -6 7 F C 1 7 5 F -6 6 C 0 1 7 5 F -6 5 8 4 1 7 5 F -6 4 4 8 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 4 0 s _ 1 1 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.