Fréttablaðið - 04.07.2015, Side 4
4. júlí 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 4
29.06.2015 ➜ 05.07.2015
ALÞINGI Störfum Alþingis lauk í
gær, rúmum mánuði á eftir áætl-
un. Þingstörfin hafa einkennst af
því í vikunni að samningar hafa
náðst og hafa málin runnið í gegn
á færibandi og fjölmörg ný lög
verið sett.
Aðeins tvö mál voru tekin fyrir
á þinginu í gær, þennan síðasta
starfsdag, makríll og afnám gjald-
eyrishafta. Bæði málin urðu að
lögum og voru send ríkisstjórn,
enda hluti af samkomulagi flokk-
anna um afgreiðslu mála.
Einar K. Guðfinnsson, forseti
Alþingis, sleit þingi og fór yfir
störfin í vetur. Hann benti á að
Alþingi skæri sig úr þingum á
Norðurlöndunum þannig, að mun
meiri vinna færi fram í þingsal
hér en þar og minni í nefndum. Þá
kom hann inn á það hve þingstörf
hefðu dregist.
„Ég get ekki hér og nú leynt
vonbrigðum mínum með það,
persónulegum vonbrigðum, enda
hef ég lagt á það áherslu að áætl-
un standist og það ekki að ástæðu-
lausu.“
Einar skoraði á þingmenn að
standa við stóru orðin frá eldhús-
dagsumræðunum og taka nú þing-
störfin til gagngerrar endurskoð-
unar.
- kóp
Alþingi hefur verið frestað eftir langan og strangan þingvetur:
Höftin og makríllinn í höfn
FORSETI ALÞINGIS Einar K. Guðfinnsson sagði 3. júlí vera merkisdag, enda væru
haftafrumvörpin sem samþykkt voru þau merkustu sem lengi hefðu komið fram.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000
www.heimsferdir.is
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ði
r á
sk
ilj
a
sé
r r
ét
t t
il
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
. a
ð
ve
rð
g
et
ur
b
re
ys
t á
n
fy
rir
va
ra
.
Bodrum
Frá kr. 105.900
m/allt innifalið
9. júlí í 11 nætur
Netverð á mann frá kr. 105.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi.
Netverð á mann frá kr. 149.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi.
Bitez Garden Life
47.450
Flugsæti frá kr.
Óeining innan meirihluta
um nýjar bæjarskrifstofur
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks í Kópavogi telur eðlilegra að bæjarskrifstofur verði staðsettar í hjarta bæjarins
en að flytja þær í turninn. Fyrirtæki sem studdi bæjarstjóra fjárhagslega í prófkjöri á hlut í Norðurturninum.
NORÐURTURNINN Hugmyndir eru uppi um að Kópavogsbær flytji skrifstofur sínar í turninn. Hjúpur ehf., á hlut í turninum en
eigendur fyrirtækisins studdu bæjarstjóra fjárhagslega í síðasta prófkjöri í gegnum annað fyrirtæki, Bygg ehf. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
BIRKIR JÓN
JÓNSSON
er fyrirhugað við
Hafursstaði í
Skagabyggð.
Heildarkostn-
aður verk-
efnisins er
áætlaður
100
milljarðar
króna.
nýtt hágæða almenningssamgöngu-
kerfi gæti verið tilbúin til notkunar.
þarf ríkið að greiða í miska-
bætur fyrir að veita ekki
Snædísi Rán Hjartardóttur þá
túlkaþjónustu sem hún þarf.
eru í minna en 80% prósenta starfi
við Landspítalann.
greiddu
Íslendingar
í fyrra fyrir
svefnlyf og
slævandi lyf.
aukning var á símtölum
í Hjálparsíma Rauða
krossins á fyrri hluta
ársins miðað við í fyrra.
var fjöldi þeirra
sem biðu eftir
hjúkrunarrými þann
1. maí síðastliðinn.
120 ÞÚSUND
TONNA ÁLVER
70%
hjúkrunarfræðinga
306 42%
500 þúsund krónur
440
milljónir
króna
2022
er árið sem
Borgarlínan
FERÐAÞJÓNUSTA Gistinóttum á
hótelum hér á landi fjölgaði um 20
prósent í maí milli ára. Alls voru
gistinæturnar 216.500 samkvæmt
tölum frá Hagstofu Íslands.
Gistinóttum erlendra ferða-
manna fjölgaði um 28 prósent en
gistinóttum Íslendinga fækkaði
um 12 prósent í maí. Gistinóttum
á hótelum á höfuðborgarsvæðinu
fjölgaði minnst, eða um 13 pró-
sent, en mest á Austurlandi, eða
um 59 prósent.
Best var herbergjanýtingin á
höfuðborgarsvæðinu eða 77 pró-
sent. Þar á eftir á Suðurnesjum
þar sem nýtingin var 73 prósent.
- ih
Færri gistinætur Íslendinga:
Fimmtungi
fleiri gistinætur
HÓTEL SAGA Gistinóttum útlendinga
fjölgaði um 28 prósent. Herbergjanýt-
ingin var best á höfuðborgarsvæðinu.
FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
KÍNA Sex létust og að minnsta
kosti sjötíu voru færðir slasaðir
á sjúkrahús eftir jarðskjálfta í
Pishan í Xinjiang-héraði Kína í
gærdag. Jarðskjálftinn mældist
6,5 stig.
„Ef margt fólk er komið saman
á einum stað þegar jarðskjálfti
ríður yfir getur orðið alvarlegt
slys, en í þessu tilfelli urðu frek-
ar fáir fyrir skaða svo þetta er
ekki eins alvarlegt,“ sagði Sun
Shihong, starfsmaður hjá kín-
verskri jarðskjálftastofnun í sam-
tali við fjölmiðla. - þea
Hamfarir í Xinjiang-héraði:
Sex létust í jarð-
skjálfta í Kína
SVEITARSTJÓRNARMÁL Óeining er
innan meirihluta Sjálfstæðis-
flokksins í Kópavogi um þá tilhög-
un að færa bæjarskrifstofur sveit-
arfélagsins úr gamla miðbænum í
Norðurturn Smáralindar. Margrét
Friðriksdóttir segir of geyst farið
og telur mikilvægt að bæjarskrif-
stofur sveitarfélagsins verði enn í
rótgrónum miðbæ. Birkir Jón Jóns-
son telur mikilvægara að grynnka
á skuldum bæjarins í stað þess að
stofna til nýrra skulda.
Engar samningaviðræður eru
hafnar milli bæjarins og eigenda
fasteignarinnar. Sú tillaga sem var
borin upp á síðasta fundi var um að
bæjarstjóra yrði falið að hefja samn-
ingaviðræður sem myndu síðan
verða lagðar fyrir bæjarstjórn.
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri
segir málið fyrst hafa verið rætt í
október í fyrra. „Það hafa ákveðnar
þreifingar átt sér stað milli embætt-
ismanna bæjarins og eigenda fast-
eignarinnar. Ég hef ekki komið að
þeim. Ég hefði viljað á síðasta fundi
fá umboð til að hefja viðræður svo
málið gæti tekið eitt skref í viðbót,“
segir Ármann.
„Hér er um gríðarlega mikið
hagsmunamál að ræða fyrir íbúa
Kópavogs. Sveitarfélagið er eitt það
skuldugasta á landinu og því eigum
við að kappkosta að lækka skuldir
sveitarfélagsins í stað þess að auka
þær. Þess vegna vil ég skoða málið
gaumgæfilega og hef lagt ítarleg-
ar spurningar fyrir bæjarráð þar
að lútandi. Það hefur verið stefna
þessa meirihluta að lækka skuldir
sveitarfélagsins og því vil ég ekki að
þessi vegferð verði valin sem hefur
þveröfug áhrif,“ segir Birkir Jón
Jónsson, bæjarfulltrúi Framsókn-
arflokksins.
Margrét Frið-
riksdóttir, einn
bæjarfulltrúa
Sjálfstæðis-
flokksins, tekur
í sama streng.
„Mér finnst of
geyst farið og
ég var í hópi
þeirra sem vildu
skoða mál ið
betur. Tveir fulltrúar meirihlut-
ans greiddu atkvæði með frestun á
síðasta fundi bæjarstjórnar. Skuld-
ir sveitarfélagsins eru háar og
því þurfum við að skoða mjög vel
hvaða áhrif tilfærslan mun hafa.
Ég vil að þetta sé gert faglega og
að við gefum okkur góðan tíma,“
segir Margrét og minnir á að þetta
sé í raun einnig skipulagsmál. „Við
höfum byggt upp fallegan miðbæ
með tónlistarhúsi og öðru og því er
það mikilvægt að mínu mati að bæj-
arskrifstofur séu einnig staðsettar í
miðbænum.“
Eigendur turnsins eru fjölmarg-
ir. Einn eigandi hans er einka-
hlutafélagið Hjúpur, sem er dótt-
urfyrirtæki Byggingafélags Gylfa
og Gunnars, Bygg ehf. Fyrirtæk-
ið studdi bæjarstjóra fjárhagslega
í prófkjöri fyrir síðustu sveitar-
stjórnarkosningar. Ármann segir
engin tengsl milli sín og þessa fyrir-
tækis. „Það hryggir mig ef verið er
að tengja þetta saman,“ segir hann.
„Ég hef ekki rætt við þessa menn í
marga mánuði.“ sveinn@frettabladid.is
Ég hefði
viljað á síðasta
fundi fá
umboð til að
hefja viðræður.
Ármann Kr. Ólafsson,
bæjarstjóri í Kópavogi
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:0
0
F
B
0
8
0
s
_
P
0
7
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
6
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
5
6
-B
F
0
C
1
7
5
6
-B
D
D
0
1
7
5
6
-B
C
9
4
1
7
5
6
-B
B
5
8
2
8
0
X
4
0
0
3
B
F
B
0
8
0
s
_
3
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K