Fréttablaðið - 04.07.2015, Side 6

Fréttablaðið - 04.07.2015, Side 6
4. júlí 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | STJÓRNMÁL Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri-grænna, ásamt níu þingmönnum stjórnarandstöð- unnar, þar á meðal Árna Páli Árna- syni, formanni Samfylkingarinnar, og Birgittu Jónsdóttur, þingmanni Pírata, hefur farið fram á að ný skýrsla verði gerð um niðurfærslu verðtryggðra fasteignalána. Þingmennirnir segja að í skýrslu Bjarna Benediktssonar fjármála- ráðherra um leiðréttinguna sem kom út á mánudaginn komi ekki fram svör við öllum spurningum sem Katrín Jakobsdóttir lagði fram um aðgerðina á Alþingi í nóvember. „Þetta er rosalega stór aðgerð og því finnst okkur mikilvægt að það ríki sem mest gegnsæi um allar upplýsingar. Þess vegna leggjum við þessa beiðni fram, til þess að fá svör um það sem okkur fannst ekki nægjanlega svarað í skýrslunni,“ segir Katrín. Þingmennirnir spyrja hvernig heildarupphæð leiðréttingarinnar skiptist milli beinnar höfuðstóls- lækkunar og frádráttarliða. Þá spyrja þeir einnig hvernig lækkun húsnæðislána skiptist milli tíunda eftir tekjum og eignum allra framteljenda árið 2014 en ekki bara þeirra sem sóttu um lækkun hús- næðislána. Katrín á ekki von á því að svör við spurningunum fáist fyrr en þing kemur saman á ný í haust. - ih KJARAMÁL „Við boðuðum aðila til fundar við okkur,“ segir Garðar Garðarsson, formaður gerðardóms í kjaradeilu BHM og ríkisins. Fyrsti fundur dómsins var hald- inn í gærmorgun ásamt BHM og samninganefnd ríkisins. „Á þeim fundi fórum við yfir stöð- una í málinu, lögin og tilefni þeirra. Við kynntum aðilum starfsreglur gerðardómsins sem við erum búin að setja og við gáfum þeim síðan frest í eina viku til að gera kröfur og greinargerð og aðilar eiga að skila því á föstudaginn næsta.“ Gerðardómi er ætlað að skila áliti sínu fyrir 15. ágúst. „Við höfum fengið þau fyrirmæli að skila greinargerð með kröfugerð okkar og röksemdir fyrir henni fyrir næsta föstudag,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. Aðspurð segist hún ekki vita hve- nær dómurinn gæti komist að nið- urstöðu. „Það er engin leið að segja til um það. Málið er náttúrulega í þeirra höndum. Við hjá BHM munum bara safna öllum gögnum og svara spurn- ingum og gera þeim grein fyrir stöðunni en að öðru leyti er það þeirra að vinna úr stöðunni.“ Garðar Garðarsson hæstarétt- arlögmaður er formaður dóms- ins. Auk hans sitja í dómnum Ásta Dís Óladóttir, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Fríhafnarinnar, og Stefán Svavarsson, endurskoðandi og fyrrverandi stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins. - srs Ég er mjög spenntur yfir að vinna með þeim. Þetta er mikilvægt tákn um alþjóðlega skuldbind- ingu Greely Group þegar kemur að sjálfbærni. Li Shufu, stjórnarformaður Geely Group Við höfum fengið þau fyrirmæli að skila greinar- gerð með kröfugerð okkar og röksemdir fyrir henni fyrir næsta föstudag. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM ➜ Katrín býst ekki við að fá svör við spurningum fyrr en í haust. 6 VIÐSKIPTI Kínverska fjárfestingar- félagið Geely Group hefur keypt hlut í fyrirtækinu Carbon Recycling International (CRI). Kaupverðið er 45,5 milljónir dollara, eða rúmlega sex milljarðar íslenskra króna. Ekki hefur verið gefið upp hve stóran hlut kínverska félagið eignast, en sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins er hann um þriðjungur. CRI verður enn í meirihlutaeigu Íslendinga. Tilkynnt var um kaupin á blaða- mannafundi í Hörpu í gær. Fjár- festingin felst bæði í beinu kaup- framlagi og einnig frekari kaupum á hlutabréfum yfir þriggja ára tíma- bil. „Geely hefur skuldbundið sig til að ná markmiðum til lengri tíma um að draga alveg úr útblæstri gróður- húsalofttegunda með fjölbreyttum tækninýjungum, til dæmis endur- nýjanlegu metanóli sem orkugjafa á bifreiðar,“ segir Li Shufu, stjórn- arformaður Geely Group. „Þessi fjárfesting mun byggja á þeirri metanóltækni sem við búum yfir í dag, sem gerir okkur auðveldara að taka upp nýja tækni til að efla þessa starfsemi í Kína.“ Li Shufu segir að þessi fjárfest- ing geri félaginu kleift að koma upp hágæða metanóltækni í Evrópu. CRI hafi getið sér gott orð þegar kemur að endurnýjanlegu metanóli. „Ég er mjög spenntur yfir að vinna með þeim. Þetta er mikilvægt tákn um alþjóðlega skuldbindingu Geely Group þegar kemur að sjálf- bærni.“ KC Tran, stjórnarformaður CRI, var ekki síður ánægður með kaup- in. „Það er sönn ánægja að fá Geely Group um borð sem hluthafa og í stjórn. Geely Group hefur, samhliða vaxandi hefðbundinni bílafram- leiðslu, verið í fararbroddi í nýrri tækni varðandi orkumál og er einn af lykilaðilum sem munu móta fram- tíð bílageirans.“ kolbeinn@frettabladid.is Kínverskt fjárfestingarfélag kaupir þriðjung í CRI Kínverska fjárfestingarfélagið Geely Group hefur keypt hlut í Carbon Recycling International fyrir 45,5 millj- ónir dollara, eða sex milljarða króna. Hyggst nýta tækni félagsins í bílaframleiðslu og til að draga úr mengun. Zhejiang Geely Holding Group Co. Ltd., eða Geely Group, er kín- verskt fyrirtæki í bílaframleiðslu. Geely Group, sem var stofnað árið 1986, hefur höfuðstöðvar sínar í Hangzhou, og er einn af mest ört vaxandi bílafram- leiðendum Kína og stærsta fyrir- tækið í einkaeigu í þeim geira. ➜ Geely Group BHM og samninganefnd ríkisins gert að skila greinargerð fyrir föstudag: Gerðardómur setur starfsreglur HAGSTOFAN Hlutfall fólks sem skorti efnisleg gæði á Íslandi lækkaði úr 6,6 prósentum í 5,5 prósent milli áranna 2013 og 2014. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands. Árið 2013 var þetta hlutfall á Íslandi það fimmta lægsta í Evrópu. Þegar skortur er greindur eftir atvinnustöðu skera öryrkjar sig úr, en árið 2014 skorti 23 prósent þeirra efnisleg gæði. Hlutfallið var mun lægra á meðal atvinnu- lausra, eða 12,5 prósent. - ngy Hlutfall lækkaði milli ára: Færri skortir efnisleg gæði ÞÝSKALAND Vélmenni varð 22 ára starfsmanni verksmiðju Volks- wagen í þýska bænum Kassel að bana í vikunni. Frá þessu greindi Volkswagen. Maðurinn lést af sárum sínum eftir að vélarmur- inn kramdi hann upp við málm- plötu. Maðurinn var umsvifalaust sendur á sjúkrahús en ekki náðist að bjarga honum. Maðurinn var hluti af starfsliði sem var að setja upp sjálfvirkan búnað fyrir verksmiðjuna. Vél- mennið sem um ræðir á að gegna því hlutverki að púsla saman bílum og er hluti af framleiðslu- línu sem getur starfað án þess að menn hafi umsjón með henni. - þea Banaslys hjá Volkswagen: Vélmenni drap 22 ára mann GARÐAR GARÐARSSON ÞÓRUNN SVEIN- BJARNARDÓTTIR KAUPIN INNSIGLUÐ Verðmæti hlutar Geely Group í CRI er yfir sex milljarðar króna. Kínverska félagið hyggst nýta tækni CRI til bílaframleiðslu sinnar, bæði í Kína og víðar um heim. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Formaður Vinstri-grænna segir brýnt að sem mest gegnsæi ríki um lækkun verðtryggðra húsnæðislána: Krefjast frekari svara um leiðréttinguna KATRÍN JAKOBSDÓTTIR Katrín segist ekki hafa fengið svör við öllum spurn- ingum sínum um leiðréttinguna. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL MENNTAMÁL Dagur B. Eggerts- son borgarstjóri hefur óskað eftir formlegum viðræðum við Illuga Gunnarsson menntamálaráð- herra um hugmyndir sem tengj- ast auknum sveigjanleika á milli skólastiga. Dagur hefur sent bréf til menntamálaráðherra þess efnis. Hugmyndirnar endurspegla þá miklu umræðu sem er í gangi um sveigjanlegri skil á milli skóla- stiga á vettvangi Reykjavíkur- borgar. - ngy Hugmyndir borgarstjóra: Sveigjanleika milli skólastiga DAGUR B. EGGERTSSON Óskar eftir við- ræðum við Illuga Gunnarsson mennta- málaráðherra. MYND/REYKJAVÍKURBORG FRAKKLAND Frönsk yfir- völd höfnuðu í gær umsókn Julians Ass- ange, forsprakka Wikileaks, um pólitískt hæli. Forseti Frakk- lands, François Hollande, sagði í gær að Assange væri eftirlýstur í Evrópu og hefði Frakkland ákveðið að hafna beiðni hans vegna þess. Julian Assange á þó ekki á hættu að verða handtekinn á meðan hann getur dvalið í sendiráði Ekvador í London, líkt og hann hefur gert síðustu þrjú árin. - þea Hælisumsókninni hafnað: Frakkar hafna Julian Assange JULIAN ASSANGE FERÐAÞJÓNUSTA Fyrirtækið Gray Line hefur undanfarna mánuði skoðað möguleikann á því að bjóða beinar rútuferð- ir milli Kefla- víkurflugvallar og Akureyrar. Engar endanlegar ákvarðanir hafa þó verið teknar um hvort af verði. „Hugmyndin er að ferðirnar verði í tengslum við komur og brottfarir á Keflavíkurflugvelli síðdegis,“ segir Þórir Garðars- son, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Gray Line. - jhh Akstur yrði tengdur við flug: Skoða beinar ferðir norður ÞÓRIR GARÐARSSON Carbon Recycling International (CRI) nýtir koltvísýringsútblástur og breytir honum í endurnýjan- legt metanól. Endurnýjanlegt metanól er hreint eldsneyti sem blanda má við bensín til að uppfylla kröfur um hlutdeild endurnýjanlegs eldsneytis í sam- göngum. ➜ CRI 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 8 0 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 7 -3 5 8 C 1 7 5 7 -3 4 5 0 1 7 5 7 -3 3 1 4 1 7 5 7 -3 1 D 8 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 8 0 s _ 3 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.