Fréttablaðið - 04.07.2015, Page 10

Fréttablaðið - 04.07.2015, Page 10
4. júlí 2015 LAUGARDAGURSKOÐUN GUNNAR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞRÓUNARSTJÓRI: Tinni Sveinsson tinni@365.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Andri Ólafsson andri@365.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 MÍN SKOÐUN: JÓN GNARR Ég fer oft í viðtöl við erlenda fjölmiðla sem koma til Íslands. Í sumar hafa þetta verið frá einu upp í þrjú viðtöl á viku. Þegar ég er beðinn um að stinga upp á mínum uppá- haldsstað í Reykjavík þá nefni ég alltaf Hólavallakirkjugarð. Þang- að fer ég nær daglega til að ganga um með hundinn minn og hlusta á hljóðbækur. Þar er ró og friður og mér finnst fáir staðir á Íslandi jafn íslenskir og Hólavallagarður- inn; undurfallegur strúktúreraður í óskipulagi sínu. Upp af leiðum vaxa tré og minna mann á að lífið er framrás og dauðinn aðeins einhvers konar umbreyting. Kirkjugarðar eru yfirleitt staðir sem ég heim- sæki þegar ég er í borgum í útlöndum og hef tíma aflögu. Ég fer frekar í kirkjugarð held- ur en á safn. Í sumar var ég í Prag og fór þá að sjálfsögðu í gamla gyðingakirkjugarðinn. Sem áhugamaður um kirkju- garða og Íslendingur vil ég nota tækifærið og segja hvað mér finnst kirkjugarðurinn í Gufunesi hræði- legur staður. Hann er svona „drive- through“ garður eins og úr ein- hverri amerískri martröð. Maður sér fólk keyra þar upp að leiðum og henda blómum út um bílglugg- ann. Stundum sér maður jafnvel hjólför yfir leiði. Ég fór með yngsta son minn að leiði mömmu og pabba fyrir nokkrum árum. Einhver kall hafði lagt bílnum sínum fyrir leið- ið þannig að við þurftum að koma að því frá hlið. Hann hafði skil- ið bílinn eftir í gangi. Rúðan var opin, kveikt á útvarpinu og Reykja- vík síðdegis ómaði yfir öllu. Þess- ir tveir kirkjugarðar eru svo góð dæmi um hvað er rétt og gott og hvað rangt og slæmt í Reykjavík. Annar er sivilíseraður og byggir á djúpum menningarlegum grunni á meðan hinn er kúltúrlaust og kuldalegt skipulagsslys. Dauðans alvara Ég var mjög ungur þegar ég kynntist dauðanum. Ég átti aldraða foreldra. Þegar ég var tveggja ára dó systir pabba. Ég var bara þriggja ára þegar móður- amma mín dó. Þegar ég var fjög- urra ára dó systir mömmu. Þegar ég var níu ára dó önnur systir hennar. Árið 1981 var örlagaríkt í mínu lífi á margan hátt. Ég var þá fjórtán ára. Það ár dó föðuramma mín, en hún var mér mjög náin. Sama ár fóru líka tveir bræður mömmu eftir langa veikindabar- áttu. Þetta hafði mjög afgerandi áhrif á alla fjölskylduna og okkar samskipti. Ég hef svo, eins og flestir aðrir, haft einhver afskipti og tengsl við dauðsföll í gegnum tíðina. Dauð- inn er mér innblástur og hvatning til lífs og gleði. Þrítugasta nóvem- ber 2008 dó pabbi minn. Pabbi var mjög pólitískur og líklega valdi ég að verða pólitískur til að heiðra minn- ingu hans og halda hans baráttu áfram á minn hátt. Og úr því varð Besti flokkurinn. Sjötta apríl 2010, í upphafi kosningabaráttunnar, varð tengdapabbi minn og vinur, Jói Gísla, bráðkvaddur á heimili sínu. Og í stað þess að missa andann og hætta lagði ég mig allan fram við að gera allt eins fjörugt og hann hefði viljað hafa það. Andi tengdapabba míns sveif yfir kosningabaráttu Besta flokks- ins enda var hann fæddur 17. júní. Sami dagur varð líka fyrsti formlegi vinnudagurinn minn. Þegar ég var búinn að vera borg- arstjóri í nokkra mánuði dó svo mamma mín. Ofan á öll leiðindin sem voru fyrir þá óttaðist ég að það myndi gera út af við mig og ég var við það að brotna og gefast upp. En mamma var þrautseig og æðrulaus. Hún hafði kosið Besta flokkinn og mig. Og í minningu hennar ákvað ég að gefast ekki upp heldur klára það sem ég hafði byrjað á, því þann- ig hefði hún gert það. Mamma, pabbi og Jói Af öllum mysteríum alheims-ins þá er fátt sem jafnast á við dauðann. Það veit eng- inn hvað „verður um okkur“ þegar við deyjum. Þeir sem hafa verið nálægt því að deyja hafa oft merki- legar sögur að segja af reynslu sinni og ýmsar ólíkar kenningar eru um fyrirbærið. Ég hef lesið mikið af bókum um dauðann, bæði vísindaleg fræðirit, heimspeki- og trúarrit. Ég hef ekki komist að neinni nið- urstöðu. Ég ber kvíðablandna til- hlökkun til minnar eigin dauða- stundar. Ég er mjög spenntur að sjá hvað gerist. Kemur pabbi á svifnökkva að taka á móti mér eða líkamnast ég kannski í geim- veru í einhverjum fjarlægum hluta sólkerfisins? Það væri vissu- lega gaman en ef ekkert gerist þá nær það ekki lengra. Það skiptir kannski ekki höfuðmáli hvað verð- ur um mann heldur frekar þá sem eftir sitja og hvaða verk sitja eftir mann. Ef allt er orka hér í heimi þá hlýtur minning að vera orka líka. Kannski er lífið og dauðinn bara eitt og hið sama og endalaus umbreyting orku og á meðan við höldum að við séum að kveðja ein- hvern sem er farinn þá er hann kannski orðinn hluti af manni sjálfum og heldur áfram að lifa í gegnum okkur? Nýtt upphaf MARGIR LITIR Í LEÐRI OG ÁKLÆÐI VERÐ FRÁ KR. 79.990* *ÁN SKEMILS LEVANTO hægindastóll Þ au tíðindi bárust í vikunni að samhugur væri meðal allra sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins um nýtt svæðisskipulag. Hryggjarstykki skipulagsins væri afkastamikið samgöngu- kerfi, svokölluð Borgarlína, sem tengja myndi kjarna sveitar- félaganna við allt höfuðborgarsvæðið. Hagstofan gerir ráð fyrir mikilli fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæð- inu næstu árin. Segja spárnar höfuðborgarbúa verða tæplega 300.000 talsins árið 2040. Eigi höfuðborgarsvæðið að bera allt þetta fólk þurfa skipulagsmál að taka mið af því. Taka þarf ferðavenjur borgarbúa til endurskoðunar og styrkja almenningssamgöngur svo um munar. Samfélagið hefur þróast umtalsvert síðustu árin samhliða fjölgun einkabílsins. Íbúðabyggð hefur dreifst og sífellt fleiri ferðast lengri veg í leit að þjónustu, atvinnu eða menntun. Aukin dreifing íbúða- byggðar gerir rekstur almennings- samgangna bæði torveldari og kostnaðarsamari – og til verður vítahringur einkabílsins – dreifð byggð með slökum almennings- samgöngum kallar á fleiri bíla. Talsverð hætta er á samspili milli fyrirsjáanlegrar fólksfjölg- unar og aukningar á bílaumferð. Það verður tæpast ódýrt fyrir litla og gisna borg að veita einkabílnum raunverulega samkeppni. Sé ætlunin að byggja háþróað almenningssamgöngukerfi af metnaði, stuðla að aukinni notkun, draga úr umferðarteppum og tryggja umhverfis- vænni ferðamáta, er líklegt að verðmiðinn verði hár. Guðmundur Freyr Úlfarsson, prófessor í samgöngufræðum við Háskóla Íslands, segir fyrirætlanir um léttlestarkerfið Borgarlínu vera sóun á skattfé. Slíkt samgöngukerfi verði óhagkvæmt og stofn- fjárfestingin gífurleg. Hann gefur því lítið fyrir kostnaðar- og ábata- greiningu kerfisins sem bendir til umfangsmikils sparnaðar fyrir samfélagið allt. Hvað sem því líður mun beinn þjóðhagslegur gróði af öflugum almenningssamgöngum og heilsufarslegur ábati af því að ganga eða hjóla, verða mikill. Íslendingar veigra sér margir við að nota almenningssamgöngur enda felur ferðamátinn í sér einhverja göngu. Virðist veðurfarið þar helsta röksemdin. Nokkuð veikburða röksemd í flestum tilfellum enda fjölmargar erlendar borgir sem reka öflugar almenningssamgöngur við svipuð veðurskilyrði. Þó nokkrir notendur einkabílsins hafa ítrekað lýst andstöðu sinni við sumarlokanir í miðbæ Reykjavíkur og segja óásættanlegt að neyðast til göngu nokkurn spöl. Það var því áhugavert þegar Björn Teitsson og Andri Gunnar Lyngberg hjá Trí- pólí arkitektum birtu úttekt sína í vikunni. Þar kom í ljós að ökumenn sem leggja bíl sínum í miðborg Reykjavíkur þurfa að ganga í mesta lagi 350 metra, svo nálgast megi alla verslun og þjónustu við Laugaveg – þrátt fyrir sumarlokanir. Það er varla mikið fyrir fullfrískt fólk. Það er fagnaðarefni að sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins sam- mælist um framtíðarsýn í samgöngumálum. Hvort Borgarlína reynist hagkvæmur kostur er erfitt að meta. Þó er ljóst að ferðamáti borgar- búa þarf gagngera endurskoðun ef mæta á áætlaðri fólksfjölgun af skynsemi. Umbætur á almenningssamgöngum eru nauðsynleg fjárfesting og mikilvægt kjaramál fyrir marga – en meðalnotandi einkabíls eyðir verulegum hluta ráðstöfunartekna sinna í rekstur bifreiðar. Gera þarf almenningssamgöngur að raunverulegum kosti fyrir fjölbreyttari hópa, bíllausan lífsstíl að heillandi valmöguleika og umhverfisvænni ferðamáta að algjöru forgangsmáli. Það er hags- munamál öllum til heilla. Samspil fólksfjölgunar og bílaflotans: Vítahringur einkabílsins Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 8 0 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 7 -D 8 7 C 1 7 5 7 -D 7 4 0 1 7 5 7 -D 6 0 4 1 7 5 7 -D 4 C 8 2 8 0 X 4 0 0 9 B F B 0 8 0 s _ 3 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.