Fréttablaðið - 04.07.2015, Síða 12

Fréttablaðið - 04.07.2015, Síða 12
4. júlí 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN | 12 „Þetta er klárlega stærsta keppnin hingað til, bæði flestir keppendur og margir í undir- búningi,“ segir Geoffrey Þór, rekstrarstjóri á Prikinu. Þar fer í dag fram hin árlega átkeppni Big Kahuna, þar sem keppendur etja kappi við að klára stærsta hamborgara matseðlisins á sem stystum tíma. Borgarinn ber titilinn Big Kahuna og er ekkert lamb að leika sér við. „Þetta er tvöfaldur börger, með skinku, osti, beikoni, pepperóníi, ham- borgarasósu, káli, lauk og tóm- ötum. Hann er borinn fram með slatta af frönskum og 5 dollara milksjeik sem inniheldur súkku- laðikökubita og meira gúmmel- aði,“ segir Geoffrey um þennan massífa hamborgara. Keppnin hefur farið fram síð- astliðin fimm ár en í ár eru tólf keppendur skráðir til leiks og hafa þrír af þeim unnið keppn- ina áður. Reglurnar eru einfald- ar. Sá sem er fyrstur til að klára af diskinum sigrar og hlýtur að launum 10 Big Kahuna-mál- tíðir á veitingastaðnum og fær Kahuna-farandbikarinn með sér heim. Geoffrey hefur sjálfur tekið þátt í keppninni og unnið. „Ég ætla að taka þátt. Ég hef verið að búa mig andlega undir þetta og hef verið duglegur að drekka vatn. Annars hef ég fengið mis- góð ráð frá mönnum, en ég held að dagsformið sé mikilvægast,“ segir Geoffrey. Metið í keppninni er rétt rúmar þrjár mínútur. „Þetta verður geggjað og vonandi myndast ekta átkeppnisstemning eins og maður sá í 80’s bíómyndunum.“ Keppnin hefst klukkan 15.00. HELGIN 4. júlí 2015 LAUGARDAGUR FARÐU HLUSTAÐU LESTU HORFÐU... Við stefnum á fyrstu tjaldútilegu sumarsins. Við höfum legið yfir veð- urspánni og byrjum í Stykkishólmi og förum svo yfir á Húsafell. Þó það sé góð spá í bænum þá hugsa ég að við bíðum með að tjalda í garðinum. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Fyrsta útilega sumarsins Ég ætla að kíkja á ATP-hátíðina í í kvöld þar sem ég ætla að sjá hljóm- sveitirnar Swans og Loop. Annars verð ég rólegur og ætla að njóta þess að vera heima með fjölskyldunni. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands Njóta góðra tónaÉg ætla að skella mér í útilegu með Nova á Úlfljótsvatn. Starfsfólkið mætir með börnin og það verður grillað og farið í leiki. Það er mikil spenna í hópnum. Nú er bara að vona að veðurspáin gangi eftir. Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova Útilega með samstarfsfólki Ég verð í New York um helgina sem er mögulega nettara en það sem allir aðrir eru að gera. Ég og Blær vinkona erum að fara að rappa á spunasýningu þar sem margir frægir rapparar hafa komið fram og við ætlum að rústa því. Svo ætla ég bara að slaka á og njóta þess að vera í stóra eplinu. Steiney Skúladóttir, sjónvarpskona og Reykjavíkurdóttir Rappa og njóta í New York Á KIASMOS Hljómsveitin stígur á svið á sunnudag, á tón- listarhátíðinni ATP í Reykjanesbæ. ENGLARYK eftir Guð- rúnu Evu Mínervudóttur. Á ALBATROSS í Háskólabíói á laugardagskvöld. MIAMI svefnsófi með horntungu Með rúmfatageymslu í tungu. Dökkgrátt, slitsterkt áklæði. Bara vinstri tunga. Stærð: 240 x 225 cm, H: 80 cm. Fullt verð: 169.900 kr. 149.900 kr. IBIZA U-sófi Grábrúnt, slitsterkt áklæði - hægri og vinstri tunga. Fullt verð: 249.900 kr. 19 8 c m 286 cm 189.900 kr. JACKPOT U-sófi Svart, slitsterkt áklæði - hægri og vinstri tunga. Fullt verð: 189.900 kr. 20 3 cm 276 cm 149.900 kr. Afgreiðslutími Mán. til fös. frá kl. 10–18 Laugardaga frá kl. 11–16 www.dorma.is Holtagörðum 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri 558 1100 Sumar útsala Holtagarðar | Akureyri | www .dorma.is Sumar útsala TVENNUTILBOÐ dúnsæng + koddi NATURE’S REST heilsurúm Aðeins 59.900 kr. Nature’s Rest heilsudýna með Classic botni. Stærð: 140x200 cm. Fullt verð: 92.900 kr. 33.000 krónur AFSLÁTTUR O&D dúnsæng · 50% dúnn · 50% smáfiður + Dúnkoddi Fullt verð: 24.900 kr. Aðeins 18.900 kr. TVENNU TILBOÐ Þú finnur bæklinginn á dorma.is MEIRA Á dorma.is Á ÍRSKA DAGA Á AKRA- NESI Hátíðin er mikil fjöl- skylduskemmtun. Stærsta keppnin hingað til haldin í ár Hin árlega átkeppni Big Kahuna fer fram á Prikinu í dag. Tólf einstak lingar etja kappi í hamborgaraáti. Keppnin er vel þekkt og vel sótt á ári hverju. BRJÁLAÐUR BORGARI Hamborgarinn sem kallast Big Kahuna er ekkert lamb að leika sér við. Hér virða þeir Árni Hjaltason, Björn Tyler, Grétar Björnsson, Jón Dýri og Geoffrey Þór borgarann stóra fyrir sér. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Gunnar Leó Pálsson gunnarleo@frettabladid.is 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 8 0 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 7 -C 9 A C 1 7 5 7 -C 8 7 0 1 7 5 7 -C 7 3 4 1 7 5 7 -C 5 F 8 2 8 0 X 4 0 0 9 A F B 0 8 0 s _ 3 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.