Fréttablaðið - 04.07.2015, Síða 18

Fréttablaðið - 04.07.2015, Síða 18
4. júlí 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN | 18 Menn voru mjög tilbúnir að ráðast að sýning- unni og fengu þetta gullna tækifæri sem var bókin. Það má segja að ákveðið fordæmi hafi verið gefið þegar Listasafn Árnes-inga úthýsti sýningunni Koddu skömmu áður en átti að opna hana,“ segir Ásmundur Ásmundsson. Sýn- ingarstjórar sýningarinnar voru Ásmundur, Hannes Lárusson og Tinna Grétarsdóttir. Upphaflega hafði safnið leitað til Hannesar Lár- ussonar og lagt upp með að þema sýningarinnar yrði: Safneignin úr fórum Halldórs Einarssonar skoðuð með tilliti til þjóðlegrar fagurfræði þá og nú. Samkomulag á milli Hannesar og Ingu Jónsdóttur, safnstjóra Lista- safns Árnesinga, varð um að sýn- ingin yrði opnuð í nóvember 2010. Í ársskýrslu Listasafns Árnesinga 2011 segir um ágreining safnstjóra og sýningarstjóra: „Inntak sýningarinnar breytt- ist. Ég gerði ekki athugasemdir við það og fannst reyndar áhugavert að taka inn í safnið sýningu þar sem umræðuefni samfélagsins væri tekið fyrir; birtingarmyndir góðær- is og hruns. En ágreiningurinn varð vegna þess að sýningarstjóri/sýn- ingarstjórn bar enga virðingu fyrir stofnuninni sem hann/þau þáðu að starfa við og þeim var fyrirmunað að skilja að stofnunin setti sér mörk sem þeim bar að virða.“ Úthýst úr safninu „Þetta var hrein og klár ritskoðun sem er mjög alvarleg valdbeiting,“ útskýrir Ásmundur. „Og því kom aldrei annað til greina en að setja upp sýninguna annars staðar. Það var bara erfiðara en við lögðum upp með vegna þess að listheimurinn og menningarstofnanirnar höfðu ein- hvern veginn tekið afstöðu gegn sýningunni og þannig með ritskoð- unartilburðum safnstjórans áður en hún hafði verið sett upp. Menning- arelítan eða intelligensían eða hvað menn vilja kalla þetta yfirvald sem vill stýra menningunni og telur sig eiga hana, reyndi leynt og ljóst að hindra að sýningin færi upp.“ Að lokum lagði barónessan Fran- cesca von Habsburg þremenningun- um lið og lagði fram það fjármagn sem til þurfti. Koddu var sett upp bæði í Allianz-húsinu og í Nýlista- safninu. Á sýningunni voru verk 46 listamanna. Titill sýningarinn- ar Koddu var sóttur til auglýsinga- herferðarinnar Inspired by Iceland, og inntak hennar spannaði allt frá tilurð þjóðlegs myndmáls, virkni ímynda í samtímanum til birtingar- mynda og tákngervinga góðærisins, hrunsins og eftirmála þess. Fallegasta bók í heimi „Það fór eitthvað af stað – en það fór ekkert almennilega af stað fyrr en Nýló ritskoðaði sýninguna, tók niður Fallegustu bók í heimi og lok- aði safninu.“ Ástæðan fyrir lokun sýningar- innar voru ásakanir forsvarsmanna bókaútgáfunnar Crymogeu um að notkun eintaks af Flora Islandica, með myndskreytingum Eggerts Pét- urssonar listmálara, hefði verið brot á sæmdarrétti höfundar bókarinnar. Fallegasta bók í heimi er höf- undarverk sýningarstjóranna sem keyptu eintak af Flora Islandica og skreyttu hana með mat, súkkulaði, majonesi og malakoffi. Bókin var hluti af stærri innsetningu sýning- arinnar. Árás á blómin „Sýningin vakti blendin viðbrögð og varð fljótt umdeild, en það að hún hafi yfirleitt farið upp fór fyrir brjóstið á þeim sem telja sig eiga menninguna og vilja stjórna henni. Þetta var ágeng sýning og ögr- andi og því vorum við viðbúin því að hún myndi vekja hörð viðbrögð. „Yfirvaldið“ var búið að ákveða að sýningin yrði ekki, og þess vegna voru menn mjög tilbúnir að ráð- ast að sýningunni og fengu þetta gullna tækifæri sem var bókin,“ heldur Ásmundur áfram og segist enn ekki skilja hvernig hægt sé R óttæ kni um borin upp að m arki Ólöf Skaftadóttir olof@365.is FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Ásmundur Ásmundsson hefur verið áberandi í íslensku listalífi undanfarin ár. Frá árunum eftir hrun hefur hann upplifað þrengingar sem snúa að tjáningar- frelsi. Hann segir aukna ritskoðun og þöggun áhyggjuefni, að verk hans og sýningar hafa verið ritskoðaðar. Kaflaskil hafi orðið með sýningunni Koddu, þar sem eitt umtalaðasta verk seinni ára, Fallegasta bók í heimi, var sýnt. Í vor var svo verki hans Holu úthýst af sýningu í Safnahúsinu. 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 8 0 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 6 -A 1 6 C 1 7 5 6 -A 0 3 0 1 7 5 6 -9 E F 4 1 7 5 6 -9 D B 8 2 8 0 X 4 0 0 3 A F B 0 8 0 s _ 3 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.