Fréttablaðið - 04.07.2015, Síða 24
4. júlí 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN | 24
Frumkvöðlar framtíðarinnar
Startup Reykjavík stendur nú sem hæst, þar sem utanumhald fyrir unga frumkvöðla til að koma hugmyndum
sínum í verk er í brennidepli. Um er að ræða samstarf Arion banka og Klak Innovit, en tíu verkefni eru valin ár hvert
til að taka þátt. Að loknum undirbúningi, fræðslu og framkvæmd eru verkefnin kynnt fyrir mögulegum fjárfestum.
„Hér er fyrsta haldbæra dæmið um lögleið-
ingu deilihagkerfis á Íslandi,“ segir Sölvi
Melax, annar þeirra sem standa á bak við fyr-
irtækið Viking Cars, sem hefur þá sérstöðu í
samanburði við aðra þátttakendur í Startup
Reykjavík að það er komið á blússandi skrið
og fagnaði í vikunni eins árs afmæli.
En sömuleiðis fagnaði Viking Cars nýlega
samþykktum lögum á Alþingi sem heimila
leigumiðlun á ökutækjum.
Viðskiptafræðingurinn Sölvi segir að léleg
nýting á bílum á Íslandi og ískyggilega hátt
verð hjá bílaleigum, sem sennilega sé hæst á
Íslandi á heimsmælikvarða, hafi verið upp-
spretta hugmyndar að markaðstorgi fyrir
bíla. „Íslendingar eiga mikið af bílum og
nýtingin er mjög léleg. Þegar fólk fer til að
mynda í frí, eða nýtir sumarið í að hjóla á milli
staða, stendur bíllinn oft ónotaður í innkeyrsl-
unni,“ útskýrir Sölvi. Hann segist hafa brenn-
andi áhuga á að hjálpa fjölskyldum í landinu
við að skapa viðbótartekjur með bílnum með
aðstoð deilihagkerfisins. „Þannig er verið að
hámarka nýtinguna og fólk getur alveg ákveð-
ið hversu lengi bíllinn er leigður,“ segir Sölvi
og bætir við að útleigan sé miðuð við að lang-
tímaleiga sé nokkrir dagar en skammtíma-
leiga markist við klukkustundir.
„Sé horft til Norðurlandanna eru fyrir-
myndir vissulega til staðar. En þar er enginn
risi. Við viljum verða þessi risi,“ segir Sölvi.
Nýting einkabíla afar slök
„Sé horft til Norðurlandanna eru fyrirmyndir vissulega til staðar.
En þar er enginn risi. Við viljum verða þessi risi,“ segir Sölvi Melax.
MARKAÐSTORG FYRIR BÍLA Þeir Bjarni Árnason og Sölvi Melax standa saman að baki Viking Car.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
„Þetta er náttúrulega algjörlega geðbiluð hug-
mynd,“ segir Egill Sigurðarson, sem stendur
að baki Delphi, ásamt þeim Jörundi Jörunds-
syni, Þorgeiri Helgasyni, Frey Sverrissyni og
Johan Sindra Hansen. Hafa þeir félagar verið
viðloðandi hver annan síðan í menntaskóla svo
þeir þekkjast afar vel.
„Við ætlum okkur að nýta þekkingu fjöldans
til að spá fyrir um tiltekna hluti í framtíðinni,“
segir Egill kátur í bragði. Munu þeir skapa
flöt á netinu þar sem netverjar munu setja inn
spurningar. Í framhaldinu fer svo fram lýð-
ræðisleg kosning, en hún er lykilhlutverkið í
hugmyndinni.
„Þannig fáum við út ákveðið forspárgildi.“
Hópurinn samanstendur af raunvísindamönn-
um og miklum og góðum skammti tölvunar-
fræðinga, svo það verður að teljast óvenjulegt
að spádómar hafi orðið fyrir valinu, en Íslend-
ingar hafa einstakan smekk fyrir slíku svo
markaðurinn er sannarlega til staðar. „Þetta
hefur ekki verið gert áður og erum við svo-
lítið að rekast á að ekki eru allir á einu máli
varðandi hvernig við eigum að bera okkur að
í að koma verkefninu á koppinn,“ segir Egill
og skellir upp úr.
„Okkur var alls ekki fúlasta alvara þegar
við sóttum um, svo það kom á óvart að komast
inn í Startup Reykjavík. Nú erum við farnir
að hugsa stórt og af fullri alvöru. Markmiðið
er að skapa vefsíðu eða smáforrit á pari við
Reddit,“ skýtur Egill að.
Raunvísindamennirnir spá
Sóttu um í Startup án þess að vera full alvara, en eru nú farnir að
hugsa risastórt og ætla sér að vera á pari við stærstu vefsíður heims.
„Þetta gerðist eiginlega í einni góðri vísinda-
ferð,“ segir Benjamín Björn Hinriksson, einn
þeirra fjögurra sem mynda Ludis. Hópurinn
samanstendur af þeim Grími Kristinssyni,
Steinunni Mörtu Friðriksdóttur, Matthíasi
Skildi Sigurðssyni og honum sjálfum. Lágu
leiðir þeirra saman í Háskólanum í Reykja-
vík þar sem öll eru á lokaári í tölvunarfræði.
„Allt hefur gerst fremur hratt og við erum
eiginlega ekki farin að trúa því enn að við
skulum hafa komist inn í verkefnið,“ segir
Björn. Aðspurður um tilkomu hugmyndar-
innar segir Björn: „Maður er náttúrulega
alltaf að leita að ástæðu til að sinna skóla-
bókunum ekki þegar maður á að vera að því.
Eftir að hafa setið tímunum saman fyrir
framan myndvarpa, skaut þessi hugmynd
upp í kollinum.“
Úr varð að hópurinn hefur undanfarið
lagt nótt við dag til að búa til virkan leik, og
hefur borðspilið Fimbulfamb verið þeirra
helsta fyrirmynd. „Borðspilin eru svo fyrir-
ferðarmikil og okkur langaði að spila saman
án þess að hafa of mikið fyrir því,“ segir
Björn og skellir upp úr.
Ekki kom annað til greina en að koma Fimb-
ulfambi að, en spilið er í uppáhaldi meðal með-
lima hópsins. „Draumurinn yrði að skapa
markaðstorg fyrir borðspil, en að okkur vit-
andi er það ekki til í heiminum í dag. Það yrði
því frábært að komast í samstarf við eitthvert
fyrirtæki sem sinnir borðspilabransanum.“
Allt nema að sinna náminu
Vilja gera fólki kleift að spila Fimbulfamb í sjónvarpinu þar sem snjall-
síminn gegnir viðamiklu hlutverki. Draumurinn að búa til smáforrit.
HUGSA STÓRT Egill Sigurðsson, Johan Sindri Hansen, Þorgeir Helgason og Jörundur Jörundsson hafa
verið vinir síðan í menntaskóla og leggja nú spámennsku fyrir sig. FRÉTTABLAÐIÐ/ANSDREI/MARÍNÓ
FIMBULFAMBSFÓLK Hugmyndin kviknaði í góðri vísindaferð og dró heldur betur dilk á eftir sér.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARÍNÓ
„Meirihluti þess wasabi sem framreitt er á
veitingahúsum á Íslandi er ekki alvöru. Það er
búið til úr piparrót, sinnepi, matarlit og e-efn-
um. Sem sérlegir áhugamenn um sushi tökum
við málin í okkar hendur,“ segir Ragnar Atli
Tómasson, en hann er í slagtogi með þeim
Johan Sindra Hansen og Kristófer Þór Magn-
ússyni, sem saman mynda Wasabi Iceland.
„Ekta wasabi er búið til úr wasabi-jurtinni og
þeir sem hana hafa smakkað finna muninn,“
útskýrir Ragnar. Segir hann hugmyndina hafa
sprottið upp hjá þeim félögunum, sem fylgst
hafa að í námi og útskrifuðust í vor með BS-
gráður í verkfræði, í skólanum.
„Við skoðuðum þetta vel og sáum að þetta
hefur ekki verið gert hérna heima, þrátt fyrir
að Íslendingar séu sólgnir í sushi. Að sama
skapi langaði okkur að nýta menntun okkar.
Þetta varð því lendingin.“
Segja þeir piltar ekkert því til fyrirstöðu
að hefja ræktun á wasabi-jurtinni hérlendis,
þrátt fyrir að flestir hugsi eflaust um hlýtt
loftslag Asíu þegar slíka ræktun ber á góma.
„Loftslagið á Íslandi er alls ekki svo galið.
Ræktunin mun fara fram í gróðurhúsi svo
hana má framkvæma á fjölmörgum stöð-
um,“ útskýrir Ragnar og segir þremenn-
ingana í óðaönn að finna heppilegan stað til
að hefja ræktun. „Við ætlum að búa svo um
hnútana að Ísland verði þekkt fyrir sitt frá-
bæra wasabi og koma okkur þannig ræki-
lega á kortið.“
Beint úr verkfræði í wasabi
Verkfræðingarnir sem ætla að koma Íslandi á kortið fyrir gott wasabi
leita nú logandi ljósi að hinum fullkomna stað til að hefja ræktun.
SÉRLEGIR SUSHI-ÁHUGAMENN Johann Sindri Hansen, Kristófer Þór Magnússon og Ragnar Atli Tómasson
munu komu íslenskum sushi-samáhugamönnum til bjargar og kynna til leiks alvöru wasabi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
➜ Delphi ætlar sér að koma upp vef-
svæði þar sem fólk getur séð spár um til-
tekna viðburði í framtíðinni. Þeir ætla sér
að standa á pari við risamiðilinn Reddit.
➜ Viking Cars er vettvangur fyrir
bíleigendur til að deila bílum sínum með
öðrum á öruggan hátt gegn gjaldi. Þannig
má stuðla að fullnýtingu einkabílsins á
Íslandi.
➜ Ludus-verkefnið gengur út á að
nútímavæða borðspil og er snjallsíminn
hugsaður sem stjórntæki á meðan sjón-
varpið gegnir hlutverki spilaborðsins.
➜ Wasabi Hópurinn ætlar að hefja
ræktun á hágæða wasabi með íslenska
vatninu og endurnýjanlegri orku.
Guðrún Ansnes
Þorvaldsdóttir
gudrun@frettabladid.is
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:0
0
F
B
0
8
0
s
_
P
0
5
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
5
7
-0
4
2
C
1
7
5
7
-0
2
F
0
1
7
5
7
-0
1
B
4
1
7
5
7
-0
0
7
8
2
8
0
X
4
0
0
4
B
F
B
0
8
0
s
_
3
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K