Fréttablaðið - 04.07.2015, Síða 30

Fréttablaðið - 04.07.2015, Síða 30
FÓLK|HELGIN Veðurfræðingurinn góðkunni Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi stormur, ferðaðist mikið um landið sem barn í fylgd foreldra sinna. Þau áttu hjólhýsi og þar sem hann er yngstur fimm systkina var hann alltaf með í för. Fyrir vikið kynnt- ist hann landinu vel auk þess sem hann segir öll ferðalögin hafi vafalaust ráðið miklu um hvaða lífsstarf hann valdi sér síðar á lífleiðinni. „Fyrstu árin var hið venjulega tjald allsráðandi en eftir kaupin á hjólhýsinu jukust ferð- irnar til muna. Foreldrar mínir áttu einnig sumarbústað við Meðal- fellsvatn í Kjós en hann var seldur þegar mamma dó og keypti pabbi sér þá fyrst fellihýsi og síðar hjól- hýsi. Ég er ekki frá því að þessar ferðir hafi ráðið miklu um háskóla- skólagöngu mína seinna meir og áhuga minn á náttúrunni, jörðinni og veðrinu.“ Þegar Sigurður stofnaði eigin fjölskyldu fylgdi ferðabakterían að sjálfsögðu með. „Ég er líka mikill bílaáhugamaður og við hjónin fórum fyrsta hring okkar kringum landið á stórum forláta Volvo station 740. Þar var með í för sex mánaða frumburður okkar og við sváfum í bílnum og tjölduðum yfir farangurinn.“ Með fleiri börnum og hækk- andi tekjum fjárfesti fjölskyldan fyrst í tjaldi, síðar í tjaldvagni og að lokum fellihýsi árið 1999. „Við vorum svo ánægð með fellihýsið að við endurnýjuðum það 2003 og aftur árið 2009. Í lengri ferðum var brunað um landið endilangt og þversum og landið og lands- byggðaþorpin skoðuð í ræmur. Þannig tókum við tvo Vestfjarða- hringi sem hreinlega eru ógleym- anlegir og klárlega með skemmti- legri ferðum um landið. Um helgar var hins vegar skotist í styttri útilegur.“ ELTA GÓÐA VEÐRIÐ Helsti kostur þess að eiga eftir- vagna á borð við tjaldvagn og fellihýsi að mati Sigurðar er hversu auðvelt er að elta góða veðrið. „Við búum í landi þar sem veður eru breytilegri en víðast annars staðar á jörðinni. Og ef maður sá kortin snúast upp í ein- hverja brælu, svo ég tali nú ekki um vætu í ofanálag, þá var maður 15 mínútur að ganga frá og skella sér þangað sem veðrið var þolan- legt eða jafnvel bara gott.“ Hann nefnir einnig það mikla pláss sem er að finna í fellihýsum auk þess sem þau hafa rafmagn, ljós, ísskáp og jafnvel sjónvarp þannig að engum ætti að leiðast. „Veðrið skiptir ekki heldur alltaf máli, ef það rigndi dunduðum við eitthvað innivið, spiluðum eða lásum bækur. Á þessum árum eignuðumst við dýrmætar minn- ingar þegar foreldrarnir voru með í för eða vinafólk. Það er ólýsanlegt að eignast minningar með sínum nánustu úr ferðalög- um því þá eru allir í sínu besta skapi.“ Síðustu árin hefur fjölskyldan dvalið meira í sumarbústað fjölskyldunnar og minna í felli- hýsinu. „Börnin vaxa úr grasi og nenna síður að ferðast með foreldrum sínum. Sjálf erum við mikið erlendis, auk þess að vera í bústaðnum, en mig langar alltaf jafnmikið til að skella mér í ferðalag í fellihýsinu. Þegar upp er staðið er þessi ferðavagnatími ómetanlegur í allri minningunni. Þetta er hreint frábær leið til að skoða landið sitt, maður sjálfur og börnin búa að þessu alla ævi og svo má ekki gleyma því að maður hittir oft skemmtilegt fólk á tjaldsvæðunum og sumir eru vinir okkar í dag.“ Á MARGAR DÝRMÆTAR MINNINGAR FERÐALÖG Siggi stormur hefur ferðast víða um landið með tjaldvagn, fellihýsi eða hjólhýsi í för. Hann segir þennan tíma ómetanlegan og að öll fjölskyldan búi að honum alla ævi. Stór kostur við eftirvagna er að auðvelt er að elta uppi góða veðrið. GOTT VEÐUR Hlýir sólargeislar ylja feðgunum á Akureyri fyrir nokkrum árum. MYND/ÚR EINKASAFNI Kebabréttir eru vinsælir víða um heim. Hægt er að gera sitt eigið kebab. Kjötið er steikt í bitum í stað þess að vera skorið í fína strimla eins og á alvöru kebab-stöðum. Uppskriftin miðast við fjóra. Það sem þarf 650 g gott nautakjöt 3 msk. rauðvínsedik 1 msk. sítrónusafi 2 tsk. hvítlauksduft Salt og pipar 1/3 bolli ólífuolía 2 rauðlaukar, skornir í fjóra báta Tómatar, skornir í báta Paprika Maísstönglar, skornir í þykkar sneiðar Setjið vínedik, sítrónusafa, hvítlauksduft, salt, pipar og olíu í stóra skál eða plast- poka. Skerið kjötið niður í hæfilega bita og setjið í blönduna. Látið liggja í blöndunni yfir nótt. Leggið tréspjót í bleyti í hálfa klukkustund áður en þau fara á grillið. Þerrið kjötið og raðið á spjótin ásamt maís, tómötum, lauk og papriku. Það má breyta og nota aðrar græn- metistegundir eða ávexti, til dæmis ananas. Stráið salti og pipar yfir. Setjið á grillið í 10-15 mínútur og snúið oft á tímabilinu. GRILLNAUT MEÐ GRÆNMETI Á SPJÓTI GRILLSPJÓT Það er hægt að raða á spjótin eftir vild. Perur eru mjög ljúffengar þegar þær hafa verið grillaðar. Þær henta mjög vel í salat með gorgonzola- osti, hnetum og blönduðu salati. Þetta er klassísk útgáfa af salati sem má breyta, til dæmis með því að nota parmesanost líka. Gorgonzola er þó ómissandi með perum. 2 perur, skornar í sneiðar og grillaðar Klettasalat eða blandað salat 50 g gorgonzola Valhnetur Fljótandi hunang Parmesanostur, ef vill Salt og nýmalaður pipar Ólífuolía Ristið valhnetur á þurri pönnu og dreifið hunangi yfir þær. Skrælið perurnar og skerið í sneiðar. Leggið þær stutta stund á heitt grill og grillið báðum megin. Setjið salat á disk, leggið perurnar yfir, því næst gorgonzola í bitum. Dreifið smávegis ólífuolíu yfir sal- atið. Loks er hnetunum dreift yfir, saltað og piprað og smá bitum af parmesan stráð yfir. FRÁBÆRT SUMARSALAT SUMARSALAT Frábært salat með grill- uðum perum og gorgonzolaosti. TIL SÖLU! Verslunin hefur verið rekin um fimm ára skeið og er þekkt fyrir vandaðan kvenfatnað. Verslunin er í 100m2 leiguhúsnæði og er með trygg og góð viðskiptasambönd. Tuzzi hefur skapað sér ákveðna sérstöðu og á tryggan hóp viðskiptavina. Áhugasamir hafi samband við tuzzi@tuzzi.is 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 8 0 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 7 -F 1 2 C 1 7 5 7 -E F F 0 1 7 5 7 -E E B 4 1 7 5 7 -E D 7 8 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 8 0 s _ 3 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.