Fréttablaðið - 04.07.2015, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 04.07.2015, Blaðsíða 32
FÓLK| Gerðu verðsamanburð, það borgar s ig! ÞÚ GETUR FLOGIÐ! WASHINGTON D.C flug f rá 14.999 kr. ALICANTE, BENIDORM flug f rá 14.999 kr. september - nóvember 2015 BOSTON flug f rá 14.999 kr. september - 15. desember 2015 september - 15. desember 2015 TENERIFE flug f rá 16.999 kr. september - október 2015 BARCELONA flug f rá 14.999 kr. september - nóvember 2015 KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS *999 kr. bókunargjald leggst ofan á hverja bókun og töskugjald er ekki innifalið nema annað sé tekið fram. A fmæl is t i lboð - takmarkað sætaframboð Afmæl is t i lboð - takmarkað sætaframboð HELGIN Það er nóg um að vera hjá flestum á sumrin, útilegur, alls kyns sýningar, tónleikar og fleira. Margir láta sér nægja að rölta um bæinn í góðu veðri og fylgjast með mannlífinu. Á slíku rölti er ekki verra að rekast á skemmtanir eða aðra við- burði sem fólk hefur tilefni til að safnast saman á og enn betra þegar ekki þarf að borga fyrir slíkt. Slíkar ókeypis skemmtanir eru víða um helgina og eru þær af ýmsum toga. KEX KÖNTRÍ Þjóðhátíðardegi Bandaríkjamanna verður fagnað á Kexi hosteli í dag þar sem hátíðin Kex Köntrí fer fram. Þar verður amerískri menningu gert hátt undir höfði, amerískur matur og drykkur verður fram borinn og tónlistin verður kántrískotin. Fram koma íslenskir tónlistarmenn sem hafa orðið fyrir amerískum áhrifum, svo sem Ingibjörg Elsa Turchi, Elín Ey og Snorri Helgason. Aðgangur er ókeypis. HJÓLA- & BRETTAMARKAÐUR Á Bernhöftstorfunni á horni Bankastrætis og Lækjargötu verður nýr og skemmtilegur fjölþema útimarkaður haldinn alla laugardaga í sumar. Í dag verður þemað hjól og bretti og þar geta áhuga- menn um slíkt gert góð kaup. Það er líka ýmislegt í boði fyrir alla hina þar sem plötusnúður verður á svæðinu og þeytir skífum. Einnig verður hægt að fylgjast með bretta- og hjólafólki leika listir sínar því rampur verður settur upp og eru bæði stelpur og strákar hvött til að koma og skeita á taflinu. RUGBY Í REYKJAVÍK Aðdáendur rugby-íþróttarinnar geta nú séð alvöru leik hér á landi og jafnvel fengið að spreyta sig sjálf- ir en franskt lið frá París mun etja kappi við íslensk rugby-lið í dag og á morgun. Í kvöld verður rugby 15s leikur klukkan sjö á Hlíðarenda og á morgun klukkan fjögur verður rugby 7s og snerti-rugby mót þar sem nýstofnað kvennalið Rugbyfélags Reykja- víkur tekur þátt. Byrjendakennsla í rugby verður í boði fyrir krakka, unglinga og fullorðna. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. TÓNLEIKAR DALÍ Hljómsveitin Dalí spilar á Pikknikk-tónleikum Norræna hússins í gróðurhúsinu á morgun klukkan þrjú. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröð sem verður næstu sunnudaga í Norræna húsinu með hinum ýmsu tónlistarmönnum. Aðgangur er ókeyp- is og allir eru velkomnir. SYNGEDRENGENE FRÁ ASSENS Elsti drengjakór Danmerkur heimsækir Ísland og heldur tónleika í Grafarvogskirkju klukkan sex í kvöld. Auk þess mun kórinn taka þátt í messu í Hallgrímskirkju á morgun. Þessi um það bil fjörutíu manna kór er með betri drengjakórum í Danmörku og er mjög eftirsóttur til tónleikahalds. Á tónleik- unum mun Syngedrengene flytja efni með danskri tónlist frá 1600 og fram til okkar daga. LIFANDI LAUGARDAGUR Í HAFNARFIRÐI Allir Hafnfirðingar og nærsveitungar eru hvattir til að bjóða vinum og vandamönnum í pikknikk á Thorsplani í dag. Þá verður vikulegi flóamarkaður- inn sem þar er haldinn á laugardögum með banda- rísku ívafi í tilefni þjóðhátíðardagsins ameríska. Þar hljóma ljúfir kántrítónar, hægt verður að næla sér í kjötsúpu og fylgjast með mannlífinu á markaðnum. ■ liljabjork@365.is ÓKEYPIS AÐ GERA UM HELGINA MARGT Í GANGI Það þarf ekki alltaf að kosta mikið að hafa gaman. Hér má finna upptalningu á því helsta sem hægt er að gera sér til skemmtunar um helgina án þess að pyngjan þurfi verulega að finna fyrir því. RUGBY Áhugamenn um rugby geta fylgst með rugby-leik og prófað íþróttina sjálfir á Hlíðarenda á morgun. MYND/VILHELM ÚTIVERA Það er gaman að verja tíma með fjölskyldu eða vinum. Um helgina má finna sér ýmislegt til dundurs sem ekki kostar pening. 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 8 0 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 7 -E 7 4 C 1 7 5 7 -E 6 1 0 1 7 5 7 -E 4 D 4 1 7 5 7 -E 3 9 8 2 8 0 X 4 0 0 1 A F B 0 8 0 s _ 3 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.