Fréttablaðið - 04.07.2015, Síða 36

Fréttablaðið - 04.07.2015, Síða 36
| ATVINNA | Hjúkrunarheimilið Sundabúð Atvinna Hjúkrunardeildarstjóri Hjúkrunarheimilið Sundabúð óskar eftir að ráða hjúkrunar- deildarstjóra til afleysinga í eitt ár. Um er að ræða 80- 100 % stöðu sem veitist frá 1.sept eða eftir samkomulagi. Hjúkrunardeildarstjóri er yfirmaður hjúkrunar á deildinni og ber ábyrgð á að starfað sé samkvæmt markmiðum heimilisins og lögum og reglugerðum og tekur virkan þátt í breytingar- og þróunarstarfi sem fer fram á deildinni. Hjúkrunarheimilið Sundabúð er með 11 hjúkrunarými, eitt sjúkra og endurhæfingarrýmii og eitt dagvistarrými. Sam- kvæmt samningi við Velferðarráðnuneytið er heimahjúkrun í sveitarfélaginu sinnt af starfsfólki hjúkrunardeildarinnar. Félagslegri heimaþjónustu er einnig stjórnað frá deildinni og er unnið að því að samþætta þessa þjónustu. Umsækjandi skal hafa fullgilt íslenskt hjúkrunarleyfi , lögð er áhersla á samviskusemi og góða samskiptahæfileika. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Aðstoð er veitt við útvegun húsnæðis. Nánari upplýsingar veitir Emma Tryggvadóttir, hjúkrunar- forstjóri í síma 860 6815 og emma@vopnafjardarhreppur.is Umsóknarfrestur er til 15. júlí næstkomandi Vélskömmtun lyfja Lyfjaver óskar eftir að ráða traustan starfsmann til framtíðarstarfa við vélskömmtun lyfja. Viðkomandi þarf að vera heilsuhraustur, snyrtilegur, reglusamur, nákvæmur og samviskusamur og hafa hreint sakavottorð. Aðrar hæfniskröfur eru: - Reynsla af vinnu við lyfjaframleiðslu - Innsýn, áhugi og reynsla af vinnu skv. gæðaferlum - Góð almenn tækni- og tölvukunnátta Æskilegt er að viðkomandi hafi náð 25 ára aldri og geti unnið yfirvinnu á álagstímum. Í boði er áhugavert starf í góðum starfsmannahópi hjá framsæknu og vaxandi fyrirtæki. Umsóknir ásamt ferilskrá skulu sendar á netfangið alli@lyfjaver.is. Nánari upplýsingar í síma 895-3466. Tæknifulltrúi byggingarmála Skipulagsdeild Akureyrarbæjar óskar eftir að ráða til starfa tæknifulltrúa byggingarmála (tækni-, byggingar- eða verkfræðing). Um er að ræða 100% starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða í síðasta lagi 1. september 2015. Meðal helstu verkefna eru: • Yfirferð á aðal- og séruppdráttum af byggingum með tilliti til þess að þeir uppfylli lög og reglugerðir. • Annast úttektir einstakra þátta byggingarframkvæmda skv. byggingarreglugerð í afleysingum og forföllum og gefur út úttektarvottorð um byggingarstig húsa. • Annast eftirlit með því að hús og önnur byggingarleyfisskyld mannvirki séu byggð í samræmi við samþykkta uppdrætti, lög og reglugerðir. Menntunar- og/eða hæfniskröfur: • Tæknifræði, byggingarfræði eða verkfræðimenntun. • Góð almenn tölvukunnátta er nauðsynleg, MicroStation kunnátta æskileg. • Starfsreynsla á sínu fagsviði. • Réttindi til að gera aðaluppdrætti. Upplýsingar um starfið er veitir Pétur Bolli Jóhannesson, skipulagsstjóri, í tölvupósti pbj@akureyri.is. Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum á heimasíðu Akureyrarbæjar, www.akureyri.is þar sem finna má frekari upplýsingar um starfið. Umsóknarfrestur er til og með 13. júlí 2015 Laust starf fyrir skólaárið 2015 - 2016 Við Grunnskólann í Hveragerði er laus staða umsjónarkennara á yngsta stigi, 90-100% staða. Gerð er krafa um kennsluréttindi og góða hæfni í mannlegum samskiptum. Grunnskólinn í Hveragerði er vel staðsettur í grónu og glæsilegu bæjarfélagi. Einkunnarorð skólans eru: viska, virðing og vinátta og við leggjum metnað í að áhrif þeirra séu augljós í daglegu starfi. Skólinn flaggar Grænfánanum, starfar eftir hugmyndafræði Olweusaráætlunarinnar gegn einelti og er að stíga sín fyrstu skref sem þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi grunnskólar. Umsóknarfrestur er til og með 16. júlí nk. Upplýsingar um starfið veitir Fanney Ásgeirsdóttir, skólastjóri, fanney@hveragerdi.is. Fóðurbílstjóri Fóðurblandan óskar eftir fóðurbílstjóra í fóðurafgreiðsluteymi fyrirtækisins. Helstu verkefni: • Dreifing lausafóðurs og smávara til viðskiptavina skv. dreifingaráætlun. • Dagleg forskoðun á bifreið fyrir ferðir. • Afferming bíla í samræmi við dreifingaráætlanir. • Samskipti við samstarfsmenn og viðskiptavini. • Tengiliður viðskiptavina við sölusvið. • Þrif og almenn umhirða á bifreið. Hæfniskröfur: • Talar íslensku • Meirapróf • Yfir 5 ára reynsla í akstri flutningabifreiða • Þekking á office hugbúnaði • Stundvísi og sjálfstæð vinnubrögð • Býr á stór-Reykjavíkursvæðinu Óskað er eftir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir Daði Hafþórsson, framkvæmdastjóri framleiðslusviðs, dadi@fodur.is Fóðurblandan er rótgróið og öflugt framleiðslu- og þjónustu- fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á áburði og fóðri fyrir land- búnað, fiskeldi og húsdýr. Því til viðbótar selur Fóðurblandan ýmis konar rekstrarvöru fyrir landbúnað s.s. girðingar, girðingarefni og smávöru. Fóðurblandan rekur þrjár verslanir, á Selfossi, Hvolsvelli og Egilsstöðum sem og öfluga vefverslun. Fyrirtækið er leiðandi á sínu sviði og eitt það öflugasta í þjónustu við bændur hér á landi. Hjá fyrirtækinu starfa um 50 manns. Nánari upplýsingar: www.fodurblandan.is Starf verkefnastjóra á skipulags- og umhverfissviði Akraneskaupstaður auglýsir eftir verkefnastjóra til starfa á skipulags-og umhverfissviði. Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf í vaxandi sveitarfélagi. Starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Helstu verkefni og ábyrgðarsvið: • Tækni- og útboðsvinna sem tengist götum, fasteignum og opnum svæðum. • Verkefnastjórn, eftirlit og samskipti við verktaka og samstarfsaðila. • Eftirlit með málaflokkum er lúta að sorpi, félagslegum íbúðum og almenningssamgöngum. • Tæknivinna sem þörf er á hverju sinni á skipulags- og umhverfissviði. Menntunar- og hæfniskröfur • Byggingartæknifræði, byggingarverkfræði eða sambærileg menntun. • Þekking og reynsla af cad teikniforritum ásamt færni í notkun Microsoft Office hugbúnaðar. • Mikil samskipta- og samstarfshæfni. • Frumkvæði og góðir skipulagshæfileikar. Með umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni umsækjanda í starfið. Sótt er um rafrænt á heimasíðu Akranes- kaupstaðar eða í þjónustuveri bæjarins að Stillholti 16-18, 1. hæð. Umsóknarfrestur er til og með 12. júlí n.k. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri í tölvupósti eða í síma 433-1000. Barnaskóli Hjallastefnunnar í Hafnarfirði auglýsir eftir jákvæðri og kærleiksríkri manneskju til starfa á komandi skólaári. Um er að ræða fjölbreytt starf sem stuðningur og aðstoð í nemendahópi. Í Barnaskólanum eru börn á aldrinum 6-11 ára, í tveimur starfsstöðvum, yngra stigi og miðstigi. Mikilvægt er að umsækjandi sé jafnréttissinnaður, sýni frumkvæði , flinkur í samskiptum og hafi áhuga á að vinna með börnum. Við hvetjum karla jafnt sem konur að sækja um starfið. Áhugasamir vinsamlegast hafi samband við Írisi Helgu s. 8623236 eða með tölvupósti irishelga@hjalli.is, eða Hildi Sæbjörgu s. 899-9633 eða með tölvupósti hildur@hjalli.is Vélavit óskar eftir að ráða starfsmann á vélaverkstæði. Reynsla og þekking er skilyrði. Upplýsingar veitir Hinrik í S:527-2600 / 697-3390 Vélavit is looking to hire skilled mechanic to repair larger machinery Only mechanic´s with exspirience wanted. Info : Hinrik S:527-2600 / 697-3390 Starfsmaður óskast á vélaverkstæði Upplýsingar í síma 527 2600 / 697 3390 Info : Hinrik 527-2600 / 697-3390 4. júlí 2015 LAUGARDAGUR4 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 8 0 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 7 -4 E 3 C 1 7 5 7 -4 D 0 0 1 7 5 7 -4 B C 4 1 7 5 7 -4 A 8 8 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 8 0 s _ 3 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.