Fréttablaðið - 04.07.2015, Síða 41

Fréttablaðið - 04.07.2015, Síða 41
Jökulsárlón ehf. leitar að starfsfólki fyrir sumar 2015 Skipstjóra til siglinga á hjólabát. Skipstjóra til skemmtisiglinga á hjólabát. Skipstjórar þurfa að hafa skipstjórnarréttindi. Umsækjendur þurfa einnig að hafa lokið námskeiði hjá slysavarnaskóla sjómanna. Húsnæði er í boði fyrir starfsmenn. Tímabil er frá byrjun júlí-september. Upplýsingar gefur Katrín Ósk í s. 844-8397 eða á katrin@jokulsarlon.is. Embætti skólameistara Framhaldsskólans á Laugum laust til umsóknar Auglýst er laust til umsóknar embætti skólameistara Framhaldsskólans á Laugum. Nánari upplýsingar er að finna á vef ráðuneytisins, menntamalaraduneyti.is Umsóknarfrestur er til og með 7. ágúst 2015 Rafvirkjar Straumvirki ehf óskar að ráða rafvirkja eða rafvirkjanema til starfa. Framtíðarvinna - næg verkefni framundan. Vinsamlega sendið umsókn og upplýsingar á netfangið straumvirki@simnet.is www.gardabaer.is STÖRF HJÁ GARÐABÆ Fjölskyldusvið • stuðningsaðili Leikskólinn Akrar • sérkennsla Leikskólinn Bæjarból • sérkennslustjóri Leikskólinn Hæðarból • leikskólakennari Leikskólinn Lundaból • leikskólakennari Álftanesskóli • umsjónarkennari í 3. Bekk Garðaskóli • myndmenntakennari Nánari upplýsingar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is Matís leitar eftir metnaðarfullum og kraftmiklum sérfræðingi í mannauðsmálum Nánari upplýsingar veitir Jón H. Arnarson, jon@matis.is. Starfssvið Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf á sviði mannauðs- stjórnunar. Menntun og hæfniskröfur • Háskólamenntun á sviði mannauðsstjórnunar eða sambærilegt nám • Reynsla af sambærilegum störfum • Sjálfstæði, frumkvæði og skipulagshæfni • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum • Gott vald á íslensku og ensku • Góð færni og reynsla í notkun Excel og Word Helstu verkefni • Umsjón og eftirfylgni með mannauðsferlum og verk- lýsingum þeim tengdum • Skipulag frammistöðusamtala og eftirfylgni • Skipulag og skráning með fræðslu- og endurmenntun starfsmanna • Aðkoma að ráðningum og starfsmannavali • Skipulag og umsjón með móttöku nýliða og nýliðaþjálfun • Aðkoma að greiningarverkefnum og úrvinnslu tölulegra upplýsinga • Ráðgjöf og fræðsla til stjórnenda og starfsmanna Starfshlutfall er 100%. Viðkomandi mun starfa á höfuð- stöðvum Matís við Vínlandsleið 12, Reykjavík. Sérfræðingur í mannauðsmálum Matís vill ráða öflugan markaðsdrifinn sérfræðing til starfa Nánari upplýsingar veita: Arnljótur Bjarki Bergsson (arnljotur.b.bergsson@matis.is) og/eða Jón H. Arnarson (jon.h.arnarson@matis.is). Umsækjendur eru beðnir um að senda inn umsókn á heimasíðu Matís www.matis.is/atvinna. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. 113 Reykjavík www.matis.is Starfssvið Efla starfsemi Matís á sviði markaðsmála og gagnavinnslu tengdri matvælum, einkum á sviði sjávarútvegs. Eins er möguleiki fyrir áhugasaman aðila að vinna að doktorsnámi á vettvangi Matís á framangreindum fræðasviðum. Í starfinu felst m.a. • Vinna að og afla verkefna á sviði markaðsmála, markaðs- greiningar og gagnavinnslu tengdri matvælum • Vinna með sérfræðingum Matís að skilgreiningu og rekstri rannsóknaverkefna • Vinna að framgangi verkefna og rekstri einstakra verk- þátta og smærri verkefna • Vinna með samstarfsaðilum Matís Hæfniskröfur • Háskólamenntun í viðskiptafræði, markaðsfræði, hag- fræði, verkfræði eða önnur háskólamenntun sem nýst getur í starfi. Framhaldsmenntun (M.Sc.) er æskileg • Reynsla sem nýtist í starfi • Frumkvæði, sjálfstæði og vandvirkni í vinnubrögðum • Gott vald á íslensku og ensku, í mæltu máli og rituðu • Lipurð í mannlegum samskiptum og metnaður til að ná árangri í starfi Starfshlutfall er 100%. Stefnt er að því að starfið vinnist á starfsstöðvum Matís, t.d. á Akureyri, Höfn í Hornafirði eða Sauðárkróki. Markaðsdrifinn sérfræðingur Með vísan í jafnréttisstefnu Matís eru konur jafnt sem karlar hvattir til að sækja um störfin. Umsóknum þarf að fylgja ýtarleg starfsferils- skrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda í viðkomandi starf. Framhaldsskólakennari í ensku við FB Fjölbrautaskólinn í Breiðholti óskar eftir að ráða ensku- kennara frá 1. ágúst 2015. Laun eru samkvæmt stofnana- samningi FB og kjarasamningi KÍ og fjármálaráðherra. Umsóknum skal skilað fyrir 4. ágúst til Magnúsar Ingvasonar aðstoðarskólameistara min@fb.is sem jafnframt gefur frekari upplýsingar í síma 862 7610. Við ráðningu skal liggja fyrir sakavottorð. Áskilinn er réttur til að nýta auglýsinguna í 6 mánuði frá ráðningu. Skólameistari. Starf byggingar- og skipulagsfulltrúa. Grundarfjarðarbær auglýsir starf byggingar- og skipulagsfulltrúa laust til umsóknar. Um er að ræða mjög spennandi starf í áhugaverðu samfélagi. Miðað er við að viðkomandi vinni einng náið með byggingar– og skipulagsyfirvöldum í Stykkishólmsbæ skv. samkomulagi þar um. Leitað er eftir öflugum og metnaðarfullum einstaklingi sem er reiðubúinn að þróa starfið á traustum grunni. Byggingar- fulltrúi ber m.a. ábyrgð á skráningu mannvirkja, úttektum, stað- festingu eignaskiptayfirlýsinga, gjaldtöku, skráningu, varðveislu og miðlun upplýsinga um mannvirki til íbúa. Um er að ræða 100% starf og er umsóknarfrestur til og með 24. júlí nk. Samkvæmt auglýsingunni er starfssvið byggingarfulltrúa eftirfarandi: • Framkvæmd skipulags- og byggingarmála. • Áætlanagerð og eftirfylgni, mælingar, úttektir og útreikningar. • Undirbúningur- og eftirfylgni funda skipulags- og bygginganefndar. • Samstarf við aðila utan og innan stjórnsýslunnar, sem sinna verkefnum á sviði byggingarmála. • Yfirumsjón framkvæmda og eignasýslu í sveitar félaginu. • Önnur verkefni. Menntunar- og hæfniskröfur: • Menntun og löggilding, samkvæmt ákvæðum 8. og 25. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010 og 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er nauðsynleg. • Reynsla af stjórnun æskileg. • Þekking og reynsla af úttektum og mælingum. • Þekking á lögum um mannvirki, skipulagslögum og byggingarreglugerð. • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur. • Hæfni í mannlegum samskiptum, góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar. • Hæfni til þess að tjá sig í ræðu og riti á íslensku. • Góð almenn tölvukunnátta. Umsókn á að fylgja greinargóð starfsferilsskrá og kynningar- bréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Laun eru samkvæmt kjarasamningum stéttarfélaga við Samband íslenskra sveitarfélaga. Umsækjendur eru beðnir um að senda umsókn á netfangið thorsteinn@grundarfjordur.is, eigi síðar en 24. júlí nk. Einnig er óskað eftir að umsækjendur tilgreini a.m.k. tvo umsagnaraðila í umsókn sinni. Nánari upplýsingar veitir Þorsteinn Steinsson, bæjarstjóri Grundarfirði í síma 4308500 eða tölvupósti: thorsteinn@grundarfjordur.is . 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 8 0 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 6 -5 C 4 C 1 7 5 6 -5 B 1 0 1 7 5 6 -5 9 D 4 1 7 5 6 -5 8 9 8 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 0 8 0 s _ 3 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.