Fréttablaðið - 04.07.2015, Side 72

Fréttablaðið - 04.07.2015, Side 72
4. júlí 2015 LAUGARDAGUR| SPORT | 40 FÓTBOLTI Undanúrslit Borgunar- bikars karla fara fram um helgina, hefjast í dag með leik ÍBV og Fylkis í Eyjum (klukkan 16.00) en lýkur á Akureyri á mánudagskvöldið með leik 1. deildarliðs KA og Fjölnis (klukkan 18.00). Stórleikirnir eru báðir á sunnu- daginn þegar Víkingar taka á móti Val í Fossvoginum klukkan 19.15 og KR-ingar taka á móti FH í Frosta- skjóli klukkan 20.00 en sá leikur er í beinni á Stöð 2 Sport. KR-ingar eru ríkjandi bikar- meistarar og hafa unnið bikarinn þrisvar á síðustu fjórum árum. FH- liðið er aftur á móti komið í átta liða úrslitin í fyrsta sinn í fimm ár eða síðan að liðið varð bikarmeistari síð- ast haustið 2010. FH-ingar eru á leiðinni í bikarleik í Vesturbænum í þriðja sinn frá 2010 og þeir hafa tapað hinum tveimur. KR-liðið hefur fyrir löngu sannað sig sem mikið bikarlið enda unnið 11 bikarleiki í röð á KR-velli og KR á nú möguleika á undanúrslitunum áttunda árið í röð. Síðastir til að slá KR út úr bik- arnum á KR-vellinum voru Vals- menn í 16 liða úrslitunum sumarið 2007, en verðandi Íslandsmeistarar það sumar unnu þá 3-0 sigur í víta- keppni. Valur er eina liðið sem hefur unnið bikarleik á móti KR á KR-vell- inum undanfarinn áratug en Vals- liðið sló KR einnig út á leið sinni að bikarmeistaratitlinum 2005. Heimir Guðjónsson hefur þjálfað FH-liðið frá 2008 og gert liðið fjór- um sinnum að Íslandsmeisturum. Bikarinn hefur hins vegar aðeins komið einu sinni í hús á þessum sjö árum og enn fremur hefur FH-liðið aðeins einu sinni komist í gegnum átta liða úrslitin í þjálfaratíð hans. FH-ingar hljóta vera orðnir hungr- aðir í bikartitil. KR og FH hafa mæst einu sinni áður í Pepsi-deildinni í sumar og þá unnu FH-ingar 3-1 sigur á KR-vell- inum þrátt fyrir að vera undir á 72. mínútu leiksins. - óój Í undanúrslit áttunda árið í röð? KR mætir FH á morgun í risaleik átta liða úrslita Borgunarbikars karla í fótbolta. KR 3 bikar meistara­ titlar 95 prósent sigurhlutfall 20 sigrar 1 tap FÓTBOLTI Bandaríkin og Japan mætast í úrslitaleik HM í Kanada á sunnudagskvöldið. Þessi sömu lið mættust einnig í úrslitaleiknum fyrir fjórum árum, þar sem Japan hafði betur í vítaspyrnukeppni. Leikurinn hefst klukkan 23.00. Bandaríkin hafa ekki unnið HM síðan 1999 en merkisberi liðsins á þessari eyðimerkurgöngu hefur verið framherjinn öflugi Abby Wambach. Enginn leikmaður hefur skorað fleiri mörk fyrir Bandaríkin en hún, eða 183 mörk. Wambach er orðin 35 ára gömul og þetta er því alveg örugglega hennar síðasta tækifæri til að vinna HM. Wambach hefur oft verið í stærra hlutverki en á HM í ár og óvíst er hvort hún verði í byrjunarliðinu á móti Japan. En hún mun væntanlega koma eitthvað við sögu og það væri vel við hæfi ef hún myndi kveðja með marki. Wambach þarf aðeins eitt mark til að jafna markamet hinnar brasil- ísku Mörtu á HM (15 mörk) og tvö til að slá það. - iþs Kveður Wambach með HM-titli? SUNNUDAG KL. 19:30 365.is Sími 1817 KR – FH ÁTTA LIÐA ÚRSLIT! Tvö af sigurstranglegustu liðum Borgunarbikarsins mætast í átta liða úrslitum á sunnudag. Sannkallaður risaslagur sem þú vilt alls ekki missa af! ➜ Bikargengið síðan FH vann KR síðast 2010 FH Aldrei í undanúrslitin 50 prósent sigurhlutfall 4 sigrar 4 töp SPORT Landkönnuðurinn Eiður Smári Eiður Smári Guðjohnsen er á leið til kínverska úrvalsdeildarfélagsins Shijiazhuang Ever Bright og mun spila með liðinu út þetta tíma- bil. Markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi er þar með að fara að spila í áttunda landinu á litríkum ferli sínum. FÓTBOLTI Bikarmeistarar Stjörnunnar og Selfoss bættust í gær í hóp með Fylki yfir þau lið sem hafa tryggt sér sæti í undanúrslitum Borgunar- bikars kvenna. Bæði Stjarnan og Selfoss er komin þangað annað árið í röð. Stjarnan vann 3-2 sigur á Þór/KA í Garða- bænum eftir að hafa komist í 3-0 í fyrri hálfleik með mörkum Láru Kristínar Pedersen (2) og Hörpu Þorsteinsdóttur. Klara Lindberg og Kayla Grimsley minnkuðu muninn í seinni hálfleik og Þór/KA var nálægt því að jafna. Selfoss komst áfram eftir 3-1 sigur í vítakeppni á móti ÍBV í Eyjum. Þetta er annað árið í röð sem Selfoss slær ÍBV út í vító í bikarnum. Eyjakonur skoruðu aðeins úr einni af fjórum vítaspyrnum sínum, ein var varin og hinar tvær fóru yfir. - óój Stjarnan og Selfoss komust í undanúrslit bikarsins í gærkvöldi TVENNA Lára Kristín Pedersen var á skotskónum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Chelsea England, A-deild 2000-2006 22 ára til 27 ára 186 leikir, 54 mörk Tottenham England, A-deild 2010 31 árs 11 leikir, 1 mark Stoke City England, A-deild 2010 32 ára 4 leikir, 0 mörk Fulham England, A-deild 2011 32 ára 10 leikir, 0 mörk AS Mónakó Frakkland, A-deild 2009 31 árs 9 leikir, 0 mörk AEK Aþena Grikkland, A-deild 2011-12 33 ára til 34 ára 10 leikir, 1 mark Cercle Brugge Belgía, A-deild 2012-2013 34 ára 13 leikir, 6 mörk KR Ísland, A-deild 1998 20 ára 6 leikir, 0 mörk Club Brugge Belgía, A-deild 2013-2014 35 ára 45 leikir, 5 mörk ➜ Eiður Smári Guðjohnsen er einn af mörgum frægum fótboltamönnum sem hafa ákveðið að taka þátt í kínversku „byltingunni“ en kínversku knattspyrnufélögin eru að bjóða mönnum mjög flotta samninga. Eiður var því tilbúinn í að yfirgefa Bolton í annað skiptið á ferlinum. Eiður Smári er nú að skipta um félag í fjórtánda sinn á 22 ára ferli. Barcelona Spánn, A-deild 2006-2009 28 ára til 30 ára 72 leikir, 10 mörk Bolton Wanderers 1) England, B-deild 1998-2000 19 ára til 21 árs 59 leikir, 19 mörk 2) England, B-deild 2015 36 ára 20 leikir, 5 mörk Valur Ísland, A-deild 1994 16 ára 17 leikir, 7 mörk PSV Eindhoven Holland, A-deild 1995-1997 17 ára til 19 ára 13 leikir, 3 mörk Shijiazhuang Ever Bright Kína, A-deild 2015 37 ára Næsti áfanga- staður 95% 50% 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 8 0 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 7 -C 9 A C 1 7 5 7 -C 8 7 0 1 7 5 7 -C 7 3 4 1 7 5 7 -C 5 F 8 2 8 0 X 4 0 0 9 A F B 0 8 0 s _ 3 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.