Fréttablaðið - 26.01.2015, Síða 12

Fréttablaðið - 26.01.2015, Síða 12
26. janúar 2015 MÁNUDAGURSKOÐUN HALLDÓR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is AÐSTOÐARFRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is Orkustofnun hefur lagt fjölda orkukosta fyrir verkefnisstjórn rammaáætlunar til umfjöllunar. Sumir umræddra kosta eru lagðir fram að frumkvæði orkufyrir- tækja, aðrir að frumkvæði Orkustofnunar. Mörgum kostanna hefur áður verið raðað í nýtingarflokk, biðflokk og verndarflokk í ferli rammaáætlunar, aðrir koma nú nýir til umfjöllunar í verkefnisstjórn. Orkustofnun hefur hlotið talsverða gagnrýni fyrir þetta verklag, að láta kosti sem þegar hefur verið raðað í verndar- flokk fylgja með á þessum lista (líkt og kosti í nýtingarflokki). Jafnvel er talað um að vegið sé að friði um rammaáætlun eða hann sagður úti vegna þessa verklags stofnunarinnar. Stutta svarið við þessari gagnrýni er tvíþætt. Í fyrsta lagi er stofn- unin þarna að vinna sína vinnu í samræmi við 9. gr. laga nr. 48/2011 um rammaáætl- un. Í öðru lagi var allur friður um ramma- áætlun rofinn í tvöföldu pólitísku ferli sumarið 2011 og í janúar 2013, þegar orku- kostir sem fyrri verkefnisstjórn hafði talið vænlega til nýtingar rötuðu í átt frá nýt- ingu til verndar. Fyrst tólf kostir í lokuðu ferli innan tveggja ráðuneyta, síðan sex kostir í meðförum Alþingis. Sáttin löngu rofin Nú er það vissulega svo að Alþingi hefur úrslitavaldið um röðun orkukosta í nýting- arflokk, biðflokk eða verndarflokk hverju sinni. En forsenda almennrar sáttar um þetta ferli er fólgin í faglegum niðurstöð- um verkefnisstjórnar. Eftir átta ára fag- lega vinnu fyrri verkefnisstjórnar varð niðurstaðan á hinum pólitíska vettvangi sú sem fyrr segir. Þar var sáttin rofin. Aðferðafræði verkefnisstjórnar um rammaáætlun byggist að stórum hluta á innbyrðis samanburði orkukosta. Ef ætl- ast er til að ekki sé hirt um að hafa verð- mæta kosti út frá verndarsjónarmiðum með í þeim samanburði þá væri e.t.v. ein- faldast að sleppa líka þessu ferli gagnvart vænlegustu orkukostunum. Vandséð er hvernig ætti að skilgreina slíkt regluverk. Þess vegna er það rétt stjórnsýsla af hálfu Orkustofnunar, og í algeru samræmi við lögin um rammaáætlun, að leggja þennan lista fram með þessum hætti. Hins vegar er rétt að minna á að röðun orkukosts í nýtingarflokk þarf engan veginn að þýða að ráðist verði í umræddar framkvæmd- ir. Meti eitthvert orkufyrirtæki kostinn hagkvæman og eftirsóknarverðan er t.d. lýðræðislegt ferli mats á umhverfisáhrif- um framkvæmda eftir, leyfisveitingar og skipulagsferli. Nýtingarflokkur er því í raun listi yfir orkukosti sem heimilt er að halda áfram að skoða. Rétt nálgun Orkustofnunar ORKUMÁL Gústaf Adolf Skúlason framkvæmdastjóri Samorku– samtaka orku- og veitufyrir- tækja RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 SÍMI 568 9090 • www.sm.is ÚTSALA AFSLÁTTUR 80% ALLT AÐ L ekamálinu svokallaða er lokið. Tryggvi Gunnars- son, umboðsmaður Alþingis, skilaði í nýliðinni viku af sér áliti þar sem hann staðfestir það sem marga grunaði. Þáverandi innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, setti fram við Stefán Eiríksson, lög- reglustjórann á höfuðborgarsvæðinu, sem síðan hefur látið af störfum, athugasemdir og gagnrýni á rannsókn lekamáls- ins. Athugasemdirnar og gagnrýnin voru langt umfram það sem eðlilegt þykir. Samskiptin fólu í sér ítrekaða gagnrýni og beinar athugasemdir sem umboðsmaður segir hafa verið harðar. Þessi samskipti fóru að mati umboðsmanns gegn reglum sem ráðherra bar að hlíta. Áður en þessi niðurstaða umboðsmanns birtist hafði aðstoðar maður ráðherrans hlotið dóm vegna athafna sinna. Ráðherrann hefur sagt af sér embætti. Með því hefur hún axlað pólitíska ábyrgð sína. Frekar verður ekki aðhafst í stjórnsýslunni vegna málsins. Fleiri verða ekki dæmdir af dómstólum. En þrátt fyrir að málinu sé lokið innan stjórnsýslunnar er líklegt að pólitískt sé staðan önnur. Greint hefur verið frá áhyggjum þingflokks sjálfstæðismanna sem mun hittast á fundi í dag og fara yfir málið. Einstaka þingmenn hafa lýst yfir vonbrigðum og þögnin sem stafar frá formanni flokksins er ærandi. Sá, Bjarni Benediktsson, sem lýsti ítrekað yfir fullum stuðningi og trausti, hlýtur að vera einn þeirra sem orðið hafa fyrir vonbrigðum. Eftir stendur sú spurning hvort Hönnu Birnu sé sætt áfram sem alþingismaður. Hvort hún hafi axlað sína pólitísku ábyrgð með því einu að segja af sér sem ráðherra. Í stjórnmálamenningu landanna í kringum okkur þekkist það vel að ráðherrar segi af sér en eigi síðar afturkvæmt í stjórnmálin. Þetta hefur verið talinn kostur þar sem það kemur í veg fyrir að ráðherrar og aðrir kjörnir fulltrúar hangi á embættum sínum eins og hundar á roði af ótta við pólitísk endalok viðurkenni þeir mistök og stígi til hliðar. Sá vandi hefur verið landlægur hér um árabil. Hanna Birna er sem stendur rúin trausti. Framhaldið veltur á henni. Hún getur tekið þá ákvörðun að halda til annarra starfa. En ef hún kýs að halda í þá vegferð að endurvekja traust almennings á henni þá er ekkert nema gott um það að segja. Hvort sem hún heldur áfram sem óbreyttur þingmaður á kjörtímabilinu eða tekur sér lengra hlé, þarf hún að fara í gegnum prófkjör hjá eigin flokki og síðar almennar kosningar til þingsins. Hún þarf að endurnýja umboð sitt. Fari svo hefur hún þá vonandi lært að þau tilsvör og vinnubrögð sem hún stundaði í lekamálinu eru ekki boðleg. En Hanna Birna, eins og allir aðrir, á hins vegar skilið að fá tækifæri til að sýna að hún hafi lært af þessu máli og sé traustsins verð í framtíðinni. Það er síðan kjósenda að kveða upp þann dóm. Á Hanna Birna afturkvæmt í stjórnmálin? Hanna Birna þarf að fá nýtt umboð Skaðvaldur í formennsku Leikar æsast hvað varðar aðildarumsókn Íslands að ESB. Björn Bjarnason er ekki sáttur við þingflokksformann sjálf- stæðis manna, Ragnheiði Ríkharðsdóttur, og skrifar: „Að formaður þingflokks annars stjórnarflokksins felli sig hvorki við stjórnarstefnuna né átti sig á öllu sem mælir gegn framhaldslífi umsóknar sem strandaði árið 2011 vegna ágrein- ings um sjávarútvegsmál er skaðvænlegt fyrir stjórnarsamstarfið. Er sérkennilegt að þingflokksformaðurinn ætli að stefna því í hættu vegna málstaðar sem brýtur í bága við sjónarmið yfirgnæfandi meirihluta sjálfstæðismanna,“ segir ráð- herrann fyrrverandi og einn helsti baráttumaðurinn gegn viðræðunum að ESB. Elín fagnar breytingunum Elín Hirst, þingkona Sjálfstæðisflokks- ins, sagðist á Alþingi fagna afnámi vörugjalda og breytingum á virðisauka- skatti, en sem kunnugt er hækkaði matarskatturinn drjúgt um áramótin. „Til að þær breytingar sem urðu um áramótin nái þó þeim árangri sem þær eiga að ná vil ég benda á að neytendur verða að vera afskaplega vel á verði fyrir því að þessar breytingar skili sér rétt í vöruverði og í verðbreytingum á vöru og þjónustu.“ Elín fagnar því að ASÍ og Neytendasamtökin ætli að fylgjast með að allt gangi eins og ætlast er til, en hið opinbera hefur sagt að markaðurinn muni annast þetta án aðkomu yfirvalda. Gáttaður þingmaður Elsa Lára Arnardóttir, þingkona Fram- sóknarflokks, gerði hækkun vaxta á verðtryggðum lánum að umtalsefni á Alþingi: „Þetta gerist á sama tíma og stýrivextir lækka og jafnframt hefur verðbólgan lækkað verulega. Þetta kemur mjög á óvart því að margir neyt- endur töldu að vextir mundu lækka þegar utanaðkomandi aðstæður væru jákvæðar sem þær eru virkilega nú.“ Elsa Lára hvetur aðra þingmenn til að standa vaktina, neyt- endavaktina: „Þessi háttsemi fjármálastofnana er alls ekki í lagi og ég hvet okkur öll sem hér störfum til að skoða þetta nánar og taka höndum saman til að tryggja betur hag neytenda.“ sme@frettabladid.is 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :5 4 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 7 E -0 8 B C 1 7 7 E -0 7 8 0 1 7 7 E -0 6 4 4 1 7 7 E -0 5 0 8 2 8 0 X 4 0 0 5 A F B 0 5 6 s _ 2 5 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.