Fréttablaðið - 26.01.2015, Síða 37

Fréttablaðið - 26.01.2015, Síða 37
KYNNING − AUGLÝSING Rekstrarráðgjöf26. JANÚAR 2015 MÁNUDAGUR 5 Nú sem fyrr eru í fullu gildi lögmálin um að kaupa inn í „réttu“ magni og á rétt- um tíma þar sem viðfangsefn- ið er að lágmarka óvæntan vöru- skort og á sama tíma koma í veg fyrir að birgðir úreldist og seljist ekki af þeim sökum,“ segir Krist- ján M. Ólafsson, verkefnastjóri á ráðgjafarsviði KPMG. „Það eru heldur engin ný sannindi að leið- in til að hámarka nýtingu í að- fangakeðjunni er að vera f ljót- ur að greina þarfir viðskiptavina og stilla af öll innkaup og birgð- ir miðað við það,“ bætir hann við. Neysluvenjur breytast „Í fréttum birtast upplýsing- ar um að netverslun dafni og að í sumum greinum hafa verslanir sem ekki reka hefðbundnar búðir á Íslandi, náð umtalsverðri mark- aðshlutdeild. Aukið öryggi í net- verslun og breytt neyslumynstur hjá yngri kynslóðinni hefur þar mikil áhrif. Miklir möguleikar felast í þessum breytingum sem hafa áhrif á alla aðfangakeðjuna,“ greinir hann frá. „Nýjar“ áskoranir Ólafur Örn Ólafsson segir að góðir stjórnendur spyrji sig að því hvernig best sé að tryggja virði fyrir viðskiptavini í síbreytilegu umhverfi. „Ef neytendur eru til- búnir að bíða eftir vörum frá er- lendum netverslunum eru þá úr- eltir viðskiptahættir að halda birgðir svo hægt sé að afgreiða vöruna strax? Ef magninnkaup og f lutningar í stórum eining- um duga ekki til að bjóða vörur á samkeppnishæfu verði, hvaða leiðir eru þá færar í að veita þeim þjónustu? Þetta eru meðal þeirra áskorana sem viðskiptavinir okkar standa frammi fyrir,“ segir hann. „Til að mæta þessum breyting- um leggur KPMG mikla áherslu á stjórnendaráðgjöf af margvíslegu tagi og aðstoð við stjórnendur í að nálgast þær upplýsingar sem þeir þurfa til að sinna sínu starfi. Má hér nefna hluti eins og viðskipta- greind, sviðsmyndagreiningu, stefnumótun og margt f leira. Í hröðu og síbreytilegu umhverfi, með kröfuhörðum viðskiptavin- um, er nauðsynlegt að hafa raun- tímasýn á fjárbindingu og veltu- hraða birgða, krafna og annarra liða. Í allri okkar ráðgjöf leggjum við áherslu á að auka virði í rekstri fyrir okkar viðskiptavini.“ Ráðgjöf og mælaborð stjórnandans „Viðskiptagreind (e. Business In- telligence) og ráðgjöf eða lausn- ir henni tengdar eru ekki nýjar af nálinni frekar en stýring inn- kaupa og birgða. Góð rauntíma- yfirsýn yfir stöðu þeirra þátta sem mestu máli skipta, t.d. við stýr- ingu, veltufjármuna er góðum stjórnendum mikilvæg, hvort sem um er að ræða veltuhraða birgða, greining viðskiptakrafna eða heildaráhrif þessara þátta á sjóðsstreymi frá degi til dags,“ segir Ólafur enn fremur. Á ráðgjafarsviði KPMG starfa reyndir sérfræðingar. „Í sama ráðgjafahópnum höfum við víð- tæka þekkingu á skilvirkri stýr- ingu þeirra atriða sem fjallað er um hér að framan og auk þess mikla reynslu í útfærslu við- skiptagreindarlausna þar sem stillt er upp skýrum mælikvörð- um til að tryggja árangur í rekstri. Möguleikum í notkun og út- færslum viðskiptagreindarlausna og mælaborða fyrir stjórnendur er alltaf að fjölga. Mikið magn upplýsinga er til nú þegar í upplýsinga- og fjár- hagskerfum fyrirtækja og stofn- ana. Við erum sérfræðingar í að draga fram lykilatriði og setja fram með skýrum hætti öfluga stjórn- endasýn, og hámarka þá fjárfest- ingu sem þegar hefur verið lagt í.“ Aðfangastýring og öflug stjórnendasýn Verkefnastjórar hjá ráðgjafarsviði KPMG aðstoða viðskiptavini í að takast á við breytingar í starfsumhverfinu og bæta stýringu vöruflæðis út frá mælikvörðum og upplýsingum sem henta áskorunum í rekstri. Ólafur Örn Ólafsson og Kristján M. Ólafsson, verkefnastjórar á ráðgjafarsviði KPMG. MYND/GVA Sviðsmyndagreining er ein af þeim aðferðum sem fram-sýnir stjórnendur geta nýtt sér við undirbúning stefnumót- unar, áætlanagerðar og áhættu- greiningar en hún byggist á því að dregnar eru upp nokkrar en ólíkar lýsingar á þeim aðstæðum sem upp geta komið í starfsum- hverfinu. Með aðferðafræði sviðs- mynda er varpað ljósi á það hvaða ákvarðanir þarf að taka í náinni framtíð og hvaða hugsanlegar af- leiðingar þær geta haft. Markmið sviðsmyndagrein- inga er að meta mögulega fram- tíðarþróun og ná utan um helstu óvissuþætti sem nauðsynlegt er að hafa í huga við stefnumark- andi ákvarðanir og aðra þætti í undirbúningi stjórnenda áður en kemur að ákvarðanatöku. Ráðgjafar svið KPMG hefur sér- hæft sig á þessu sviði og er leið- andi í notkun aðferðafræðinnar hér á landi. Sem dæmi má nefna að sérfræðingar KPMG hafa nýtt hana til að meta hvaða áhrif mis- munandi aðferðir við afnám fjár- magnshafta gætu haft bæði á ein- stök fyrirtæki og eins þjóðarhag (sjá nánar á www.kpmg.is) Nauðsynlegur undirbúningur „Öll þekking okkar er úr fortíð- inni en allar ákvarðanir sem við tökum snerta framtíðina. Við mótum framtíð okkar með þeim ákvörðunum sem við tökum eða tökum ekki í dag. Það er því bæði rökrétt og eðlilegt að skilja sem best hvernig möguleg framtíð getur litið út – áður en kemur að ákvarðanatöku. Þetta getur í dag- legu amstri, t.d. í rekstri fyrir- tækja, stofnana og sveitarfélaga snúist um það hvort stjórnendur eigi að stækka rekstur eða ráðast í áhættusamar fjárfestingar eða ákvarðanir af öðru tagi,“ segir Sævar Kristinsson, verkefnastjóri á ráðgjafarsviði KPMG. Sævar, sem er einn af höf- undum bókarinnar Framtíðin – frá óvissu til árangurs og fjallar um notkun sviðsmynda, segir að sviðsmyndaaðferðin sé nýtt af f lestum stærstu fyrirtækjum heims og ekki síður af sveitarfé- lögum og opinberum stofnunum. Hér á landi hefur þessi aðferða- fræði verið notuð lengi af við- bragðsaðilum eins og björgunar- sveitum, Almannavörnum og slökkviliði til undirbúnings fyrir óvænta atburði. „Aðferðin hentar afar vel í rekstri fyrirtækja en með því að nýta sviðsmyndir sem grunn að stefnumótun, áætlanagerð eða áhættugreiningu, má koma í veg fyrir að óvæntir hlutir komi mönn- um í opna skjöldu.“ Ekki nein kristalskúla Að sögn Sævars hentar sviðs- myndaaðferðin mjög vel til að stilla saman skoðanir ólíkra hópa og leggja grunn að sameiginlegri stefnumótun. „Að skoða umhverfi dagsins í dag með gleraugum framtíðarinnar auðveldar okkur að koma auga á nýja möguleika og gefur okkur heildstæðari sýn til ákvarðanatöku. Þannig nýtast sviðsmyndir bæði sem undirbún- ingur við mótun nýrrar stefnu og/ eða til að prófa hvort núverandi stefna standist mismunandi stöðu sem mögulega gæti komið upp í framtíðinni.“ Sævar bendir á að sviðsmynda- aðferðin sé engin kristalskúla og alls ekki trygging fyrir því að við getum séð fyrir alla óvænta at- burði í samfélaginu. „Hins vegar getum við undir- búið okkur undir mismunandi atburði og þannig skapað betri skilning stjórnenda á því hvernig eigi að bregðast við ógnunum, en ekki síður hvernig hægt sé að nýta tækifæri sem möguleg kunna að koma upp í framtíðinni. Þannig er hægt með viður- kenndum aðferðum að greina og leggja mat á mögulegar aðstæður sem geta komið upp fremur en að trúa í blindni á eina tiltekna fram- tíð sem oft er sú sem við viljum eða væntum þess að verði,“ segir Sævar. Verum viðbúin hinu óvænta Sævar Kristinsson, verkefnastjóri á ráðgjafarsviði KPMG: „Öll þekking okkar er úr fortíðinni en allar ákvarðanir sem við tökum snerta framtíðina.“ 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :5 4 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 7 E -4 3 F C 1 7 7 E -4 2 C 0 1 7 7 E -4 1 8 4 1 7 7 E -4 0 4 8 2 8 0 X 4 0 0 6 B F B 0 5 6 s _ 2 5 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.