Fréttablaðið - 26.01.2015, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 26.01.2015, Blaðsíða 39
KYNNING − AUGLÝSING Rekstrarráðgjöf26. JANÚAR 2015 MÁNUDAGUR 7 Expectus skapar virði með viðskiptavinum sínum Ráðgjafarfyrirtækið Expectus var stofnað fyrir sex árum og hefur náð að vaxa og dafna í skugga fjármála- kreppunnar. Í dag vinna 25 starfs- menn hjá fyrirtækinu við ráðgjöf á sviði stefnumótunar, rekstrar og upplýsingatækni. Flestir hafa langa og fjölbreytta reynslu úr atvinnulíf- inu og hafa tileinkað sér framsækn- ustu aðferðir okkar tíma. „Við sækjum okkur framúrskar- andi lausnir hvaðanæva og aðlög- um þær aðíslenskum aðstæðum“ segir Kristinn Tryggvi Gunnars- son, framkvæmdastjóri. „Slík aðlögun þýðir oftast að gera þarf hlutina hraðar, skilvirkar og ódýrar án þess að tapa gæðum. Smæðin hefur því unnið með okkur hvað þetta varðar og lausnir okkar hafa vakið eftirtekt í erlendum verkefnum þar sem kaupendur hafa samanburð við leiðandi alþjóðleg ráðgjafarfyrirtæki.“ Skýrum stefnu og tryggjum framkvæmd hennar Ráðgjafar Expectus hafa stýrt á fimmta tug stefnumótunarverk- efna, allt frá 15 manna pípulagn- ingafyrirtæki upp í sóknaráætlun fyrir forsætisráðuneytið (Ísland 2020) þar sem haldnir voru 8 fjöl- mennir þjóðfundir í öllum lands- hlutum. „Stefnumótunarfræðin hafa þróast mikið frá því ég byrjaði sem stefnumótunarráðgjafi fyrir 12 árum,” segir Kristinn. „Góð stefnu- mótunarvinna byrjar á greiningu, rýna þarf í ytri þætti sem hafa áhrif á reksturinn, til dæmis efnahags- málin, samfélagsbreytingar, laga- umhverfi, stjórnmálaumhverfi og umhverfismál. Greining á innvið- um er mikilvæg og við leggjum sér- staka áherslu á fjárhagslega grein- ingu þar sem við höfum löggiltan endurskoðanda í hópnum. Hvar og hvernig verða tekjurnar til, hvaða hópar viðskiptavina eru arðsamari en aðrir og hvaða vörur eða þjón- usta skila mestri framlegð. Hluti af greiningunni er að draga fram og sammælast um lykilhæfni starf- seminnar. Stefnumótandi valkostir eru vegnir og metnir og leiðin valin fram á við.“ Stjórnendur kvarta oft undan því að með utanaðkomandi ráð- gjöf við stefnumótun verði til þykk- ar skýrslur sem einungis safni ryki og raunverulegar breytingar verði litlar. „Þetta höfum við svo sannar- lega upplifað og því tryggjum við aðkomu sem flestra starfsmanna strax í byrjun. Við höfum þá skoð- un að flestar þær upplýsingar sem við þurfum til að taka stefnumót- andi ákvarðanir liggi í fyrirtækj- unum sjálfum, kerfum þeirra og starfsfólki. Það þarf að draga fram réttu upplýsingarnar, með þátt- töku réttra aðila og setja þær fram á réttan máta. Þannig tryggjum við eignar hald á niðurstöðunum og innleiðingin verður auðveldari.“ „Það sem hefur tryggt rekstrar- skilyrði okkar er sú hugarfarsbreyt- ing sem orðið hefur hjá kaupendum ráðgjafarþjónustu á undanförn- um árum. Kaupendur hafa lært að meta hvenær hentar að kaupa að- stoð utan að og hvenær er betra að manna verkefnin með föstum starfsmönnum. Þannig færist stöð- ugt í vöxt að fyrirtæki og stofnanir sækja ráðgjafa í tímabundin átaks- verkefni og heyrir til undantekn- inga ef ekki eru sóttir ráðgjafar til stærri stefnumótunarverkefna. Við horfum bjartsýn til framtíðar.“ Úr gögnum í upplýsingar og yfir í verðmætasköpun Um helmingur starfsmanna Ex- pectus sinnir ráðgjöf í upplýs- ingatækni með áherslu á lausnir frá Microsoft en fyrirtækið er eini gull vottaði samstarfsaðili Micro- soft á sviði viðskiptagreindar (Bus- iness Intelligence) hér á landi. Ný- lega stofnaði fyrirtækið hóp sem sérhæfir sig í Share point lausnum til að bæta hópavinnu, skilvirkni ferla og upplýsingaflæði, en þar er stefnan einnig sett á gull vottun. „Það hefur orðið bylting í um- breytingu gagna yfir í upplýsing- ar með tilkomu nýrra lausna frá Microsoft. Fleiri stjórnendur fá nú réttar upplýsingar á réttum tíma með minni tilkostnaði en áður, þetta gerir fyrirtækinu kleift að bregðast hraðar við nýjum áskor- unum og skapa þannig aukið virði.“ Duttum í hugbúnaðarpottinn „Það má segja að við höfum fyrir tilviljun dottið í lukkupott hug- búnaðargerðar. Einn af viðskipta- vinum okkar, með starfsemi í 53 löndum, var í stöðugum vand- ræðum með gæði gagna sem flæddu á milli tölvukerfa. Alltaf var opið einhvers staðar í heim- inum og eftir að hafa vakað ófáa sólarhringa við að halda gagna- flæðinu gangandi fól hann okkur að skrifa hugbúnað til að vakta gagnaflæðið í rauntíma. Úr varð kerfið exMon (Expectus Contin- ous Monitoring) sem nú er í notk- un hjá 30 íslenskum fyrirtækj- um um allan heim. Við bind- um miklar vonir við útflutning á kerfinu því kaup á slíkum kerf- um hafa hingað til aðeins verið á færi stærstu fyrirtækja. Það að við höfum þurft að laga okkur að ör- markaði verður vonandi grunnur að samkeppnisforskoti á heims- markaði.“ Ráðum atvinnustofa bættist í hópinn í fyrra „Þegar leiðir okkar Hildar Erlu Björgvinsdóttur hjá Ráðum at- vinnustofu lágu saman í einu stefnumótunarverkefninu, sáum við kjörið tækifæri til að uppfylla þarfir viðskiptavina okkar um stjórnenda – og sér- fræðingaleit,“ segir Kristinn Tryggvi. „Hjá Ráðum er mikil sérfræði- þekking í öflun og vali á starfs- fólki og endurspeglast það í fag- legum vinnubrögðum. Til að mynda notar Ráðum margar matsaðferðir við val á starfsfólki og hámarkar líkurnar á að rétti kandidatinn sé valinn í starfið.“ Skapa einstakan vinnustað Expectus er í eigu starfsmanna og á heimasíðunni er framtíðar- sýninni lýst þannig „Við verðum þekkt alþjóðlega sem fyrirmynd annarra þekk- ingarfyrirtækja fyrir að skila viðskiptavinum okkar framúr- skarandi árangri og óviðjafnan- legu virði, tæknilega leiðandi á okkar sviði og stjórnunarleg fyrirmynd meðal jafningja. Við tökum okkar eigin meðöl,“ segir Kristinn Tryggvi brosandi. „Við notum gildin okkar, kraft, heiðarleika og samvinnu til að móta fyrirtækjamenn- inguna. Allur rekstur er opinn og gagnsær og almenna regl- an er að umbun starfsmanna er í réttu hlutfalli við þau verð- mæti sem þeir skapa. Hjá okkur er því hin fullkomna jafnlauna- stefna og til grundvallar er ít- arlegt frammistöðumat, bæði hlutlægt og huglægt þar sem frammistaða starfsmanna er reglulega metin út frá 15 hæfn- isþáttum. Allir eru árangurs- tengdir.“ Slík umbunarkerfi eru ekki óumdeild og henta ekki allri starfsemi, eða hvað? „Það er hárétt“ segir Kristinn. „En við erum sannfærð um að slíkt kerfi hjálpar okkur að laða til okkar besta og hæfileikarík- asta fólkið en á því byggjum við framtíðina.“ Ef þú gerir betur þá verðum við sátt Árangur og árangursstjórnun eru viðfangsefni Ráðgjafarfyrirtækisins Expectus. Hildur Erla Björgvinsdóttir, framkvæmdastjóri Ráðum Kristinn Tryggvi Gunnarsson, framkvæmdastjóri Expectus Tuttugu og fimm starfsmenn sinna ráðgjöf á sviði stefnumótunar, rekstrar og upplýsingatækni hjá Expectus. Sérstaða hópsins er að flestir hafa langa og fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu og hafa tileinkað sér framsæknustu aðferðir okkar tíma. 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :5 4 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 7 D -F 0 0 C 1 7 7 D -E E D 0 1 7 7 D -E D 9 4 1 7 7 D -E C 5 8 2 8 0 X 4 0 0 4 B F B 0 5 6 s _ 2 5 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.