Fréttablaðið - 26.01.2015, Side 48

Fréttablaðið - 26.01.2015, Side 48
26. janúar 2015 MÁNUDAGUR| LÍFIÐ | 20 BAKÞANKAR Hauks Viðars Alfreðssonar Nicolas Cage mun leika í nýrri gamanmynd um hryðjuverka- leiðtogann sáluga Osama Bin Laden. Hún nefnist Army of One. Leikstjórinn, Larry Charles, byggir myndina á grein sem birtist í tíma- ritinu GQ um bandarískan ríkisborgara sem ákvað að leita sjálfur að Bin Laden, samkvæmt Hollywood Reporter. Cage fer með hlutverk bygginga- starfsmannsins Garys Faulkner sem gerði margar tilraunir til að lauma sér inn í Pakistan og Afganistan. Larry Charles hefur áður leik- stýrt gamanmyndunum Borat, Brüno og The Dictator. Cage í mynd um Bin Laden 8, 10:15 6 6 8 10:35 6, 9 ÆVINTÝRALEGA SKEMMTILEG MYND FRÁ FRAMLEIÐANDA HARRY POTTER ÁLFABAKKA AKUREYRI EGILSHÖLL KRINGLUNNI KEFLAVÍK siSAM TIME m.a. BESTA MYND ÁRSINS Besti Leikari í aðalhlutverki - Bradley Cooper NEW YORK POST “THE BEST BRITISH FILM OF THE YEAR” “THE BEST FILM OF THE YEAR” “AN INCREDIBLY MOVING STORY” “AN INSTANT CLASSIC”“BENEDICT CUMBERBATCH IS OUTSTANDING” “A SUPERB THRILLER” “EXCEPTIONAL” INSPIRING “FASCINATING & THRILLING” M.A. BESTA MYNDIN – BESTI LEIKARI Í AÐALHLUTVERKI BESTA LEIKKONA Í AUKAHLUTVERKI – BESTI LEIKSTJÓRI TILNEFND TIL 8 ÓSKARSVERÐLAUNA BENEDICT CUMBERBATCH KEIRA KNIGHTLEY T H E I M I TAT I O N G A M E B A S E D O N T H E I N C R E D I B L E T R U E S TO R Y O F A L A N T U R I N G CELINE SCIAMMAKVIKMYND EFTIR Save the Children á Íslandi WEDDING RINGER KL. 8 - 10.20 TAKEN 3 KL. 8 - 10.25 PADDINGTON ÍSL TAL KL. 5.30 NIGHT AT THE MUSEUM 3 KL. 5.30 ÖMURLEG BRÚÐKAUP KL. 10 / ÍSL . TAL BÉLIER FJÖLSKYLDAN KL. 6 / ENSK . TEXTI AF ÖLLUM KRÖFTUM KL. 8 / ENSK . TEXTI JULES OG JIM KL. 6 / ENSK . TEXTI LULU NAKIN KL. 8 / ENSK . TEXTI LYKTIN AF OKKUR KL. 10 / ENSK . TEXTI MORTDECAI KL. 8 - 10.25 MORTDECAI LÚXUS KL. 10.25 WEDDING RINGER KL. 5.40 - 8 BLACKHAT KL. 10.20 TAKEN 3 KL. 8 - 10.25 TAKEN 3 LÚXUS KL. 8 THE HOBBIT 3 3D 48R KL. 5 - 8 THE HOBBIT 3 LÚXUS 3D 48R KL. 5 PADDINGTON ÍSL TAL 2D KL. 3.30 - 5.45 NIGHT AT THE MUSEUM 3 KL. 3.30 - 5.45 MÖRGÆSIR ÍSL TAL 2D KL. 3.30 NICOLAS CAGE ★★★★★ Vulnicura Björk SMEKKLEYSA Þessi janúarmánuður hefur verið fullkomlega glataður. Það hefur verið hvasst, dimmt og kalt – óveður að meðaltali þrisvar í viku. Það er alls ekki í lagi. En nú, vegna alvarlegasta lekamáls ársins 2015, hingað til hið minnsta, höfum við fengið hlýjan andblæ sem yljar sálinni. Takk, Björk. Þetta hafa reyndar verið erfiðir dagar, allt frá því að Vulnicura var gefin út á veraldarvefnum á fimmtudag. Það hefur verið skrifað svo mikið um þetta listaverk, á svo skömmum tíma, að það er vart nokkru við bætandi. Og hvernig á að dæma Björk? Það hefur engin ein manneskja gert jafn mikið fyrir íslenskt þjóðar bú … ekki aðeins menningar- lega, heldur efnahagslega. Í alvöru, þið kvóta- kóngar, hneigið ykkur fyrir gjaldeyristekjunum sem þessi kona hefur skapað. Úr engu – nema til- finningum og hugviti. En. Í öllu falli. Að þessu sögðu … Í þetta sinn má kaupa allt þetta „hæp“. Vulnicura er ótrúlegt listaverk. Bandaríska sálfræðingnum Carl Rogers er eignuð tilvitnunin „what is most personal is most universal“. Á hún vel við um Vulni cura þar sem Björk leggur list sína undir, líf sitt undir, lífið fyrir listina, listina fyrir lífið. Það er furðuleg tilviljun að í sömu viku átti ein besta plata poppsögunnar 40 ára afmæli, Blonde on Blonde með Bob Dylan, sem er nákvæmlega eins. Listamaður að leggja sjálfan sig á borð- ið eftir sálræna krísu, þótt hljóðheimur þeirra tveggja sé vissulega nokkuð ólíkur. Þessir mögnuðu listamenn eiga það sameigin- legt að hafa gengið í gegnum sambandsslit og upplifað alla þá eymd og ömurleika sem þeim fylgir. Þessum tilfinninga rússí bana, sem er í senn eitt elsta og viðkvæmasta yrkisefni mann- kynssögunnar, er sannarlega komið til skila í tón- list og textum Vulnicura – og rúmlega það. Allt frá fyrsta lagi plötunnar, Stonemikler, eru áheyrendur teknir í sónískt ferðalag strengja- útsetninga sem skera inn að beini, rödd Bjarkar eins og alltaf – sterk en um leið brothætt – aldrei hefur hún notið sín betur en nú. Stundum er erfitt að greina á milli hvað það er sem veldur mestu hughrifunum, röddin, textarnir eða undurfalleg- ar strengjaútsetningarnar. Tónlistin er í fullkomnu jafnvægi við yrkisefn- ið, einhvers konar „falleg, skítug óreiða“. Enginn elskar jafn mikið og sá sem hefur misst elskhuga sinn … og ó, það er svo sárt að viðurkenna tapið. „Ef til vill rankar hann við sér,“ segir Björk. Kannski man hann, kannski man hún. Saga snert- inganna, sem allar eru svo ljóslifandi þegar þær vantar. Allar, samanþjappaðar í eitt augnablik. Þetta er svo fallegt að því er vart hægt að lýsa. Eitt er þess virði að taka fram: Frá sjónarhóli poppsins er Vulni cura líklega aðgengilegasta verk Bjarkar síðan Vespertine. Sálfræðingurinn Rogers hafði greinilega á réttu að standa. Ekki að verk Bjarkar á síðastliðnum áratug hafi verið langt undir pari. Á einhvern hátt má jafnvel líta á síðasta áratug sem einhvers konar æfingabúðir fyrir Vulnicura, öll þessi leit, öll þessi æfing, að borga sig. Sem er reyndar fáránlegt að segja um Björk. Samstarfsfólk Bjarkar er vandlega valið, upp- tökustjórarnir Arca og The Haxan Cloak eiga sinn þátt í hljóðheimi plötunnar þó það læðist að manni sá grunur að Björk hafi meira og minna verið með alla sína fingur á lofti alls staðar. Þetta er, eftir allt saman, hennar líf sem er dúndrað fram. Dúndrað, öskrað, hvíslað. Þetta er tilfinningarússíbani sem fáir hafa túlkað á fallegri og einlægari hátt. Björn Teitsson NIÐURSTAÐA: Vulnicura byrjar sterkt og heldur dampi allan tímann. Þetta er hvorki meira né minna en tímamótaverk, lykilverk á ferli eins magnaðasta listamanns á jörðinni. Takk fyrir ótrúlegt listaverk, Björk ÞESSI lítilfjörlegi pistill er skrifaður við óvenjulegar aðstæður. Þannig er mál með vexti að ég varð fyrir því óláni á föstudaginn að renna í hálku á leið- inni niður tröppur. Höfuð og skrokkur sluppu vel en það var á kostnað þumal- fingurs á hægri hendi. Hann tókst mér að kremja undir þungum afturendan- um á mér og sársaukinn var eins og ég ímynda mér að ég upplifði ef ég fæddi meðalstóran fílsunga. Núna er þumallinn fjólublár, tvöfaldur að stærð og kippist til í takt við hjart- sláttinn. Og öll hægri höndin svo gott sem ónothæf. ÞETTA er kannski ekkert svo gott efni í pistil, núna þegar ég hugsa betur um það, en þar sem ég get eingöngu notað vinstri höndina tók það mig rúmar tíu mínútur að komast hingað. Þess vegna tími ég ekki að byrja upp á nýtt og held því áfram. Sjáum hvernig þetta endar. ÞAÐ er nefnilega alveg magnað hvað þessi örlitla og tímabundna fötlun mín skerðir lífsgæði mín mikið. Ég fékk augngotur frá öllum við kass- ann í Bónus um helgina þegar ég lét kærustuna um að setja vörurnar upp á færibandið, setja þær allar í poka og bera svo alla pokana út nema einn. „Þvílík mannleysa,“ hugsuðu allir og veltu því fyrir sér hvað hún sæi eigin- lega við þennan sjálfselska samfélags- dragbít. ÞETTA er ekki allt. Hún þarf að renna upp og hneppa öllu sem ég klæði mig í, elda matinn, vaska upp og hlusta á mig væla allan daginn yfir því hvað ég eigi bágt. ÉG VAR meira að segja að spá í að fá hana til að skrifa pistilinn fyrir mig en ákvað að eiga frekar inni smá „good- will“ þegar ég hætti loks að geta haldið í mér og þarf að biðja hana að skeina mig. EKKI vorkenna henni samt. Hún gleymdi bóndadeginum. Þumall upp 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :5 4 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 7 E -6 B 7 C 1 7 7 E -6 A 4 0 1 7 7 E -6 9 0 4 1 7 7 E -6 7 C 8 2 8 0 X 4 0 0 7 B F B 0 5 6 s _ 2 5 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.