Fréttablaðið - 26.01.2015, Síða 54

Fréttablaðið - 26.01.2015, Síða 54
26. janúar 2015 MÁNUDAGUR| LÍFIÐ | 26 „Þetta var bara bráðskemmtilegt, þau voru yfir sig hrifin af þessu. Það er satt að maður er manns gaman, en það fyllir mann líka stolti að sýna hvað við eigum á Íslandi. Það er nefnilega ekkert sjálfgefið,“ segir Guðmann Þor- valdsson sem er búsettur á Eski- firði. Guðmann tók á móti litlum hópi erlendra ferðamanna og bauð þeim í kvöldmat í gegnum verk- efnið Meet the Locals, eða Hittu heimamenn. Verkefnið hefur svo sannarlega slegið í gegn undan- farið og segir hann Austfirðinga duglega að taka þátt. „Ég redd- aði mér hákarli og harðfiski og náði svo í plokkfisk á kaffihúsinu hérna í bænum, því það þarf allur matur að koma frá viðurkenndu eldhúsi. Ég leyfði þeim síðan að skoða allt hér heima og taka myndir eins og þau vildu áður en við borðuðum,“ greinir hann frá. Guðmann segir hópinn hafa verið yfir sig hrifinn af plokkfisk- inum og harðfiskinum. „Ég hélt þau myndu kannski spýta hákarlinum út úr sér, en þau líktu honum bara við sterkan ost og fannst hann alls ekkert svo slæmur,“ segir hann. Auk þess að fá erlendu ferða- mennina í mat keyrði hann með þá um bæinn og nágrennið og sýndi þeim umhverfið. „Svo vorum við svo heppin að um kvöldið voru tónleikar hér með Ragga Bjarna, Bubba og fleirum sem þau skelltu sér á. Ég gat ekki betur séð að þeim fynd- ist þetta stórkostlegt,“ segir Guð- mann og bætir við: „Ein þeirra spurði mig: Hvar er Eva? og ég skildi ekkert. Svo ég spurði hana hvað hún meinti. Hún svaraði þá að hún hefði hreinlega haldið að hún væri í paradís.“ adda@frettabladid.is Ekki verður fengið stórt nafn til að spila sem hluti af All Tomorr- ow’s Parties-hátíðinni á Íslandi í sumar, nokkrum dögum áður en hátíðin sjálf verður haldin á Ásbrú. „Það er 100 prósent staðfest að við munum ekki gera aftur svo- leiðis, þótt það hafi komið vel út,“ segir Tómas Young, framkvæmda- stjóri ATP á Íslandi. Í fyrra steig Neil Young á svið í Laugardalshöll skömmu fyrir hátíðina á Ásbrú en tónleikarnir voru engu að síður hluti af hátíð- inni. „Þetta var bara of mikið í fyrra, að mínu mati. Við viljum ekki dreifa athyglinni frá aðal- hátíðinni,“ segir Tómas. Nýlega var greint frá því að Reykjanes- bær yrði ekki lengur styrktarað- ili hátíðarinnar. Tómas og félagar láta það ekki á sig fá. „Þetta er allt í vinnslu. Við erum að vinna í því að finna samstarfsaðila til að auð- velda okkur róðurinn fyrstu árin.“ Hann segir að hátíðin verði ekki minnkuð á neinn hátt þrátt fyrir að stór styrktaraðili sé ekki enn kominn í hús. „Það verður sama miðaverð og sama þjónusta í boði og sami fjöldi á svæðinu.“ Á meðal þeirra sem spila á ATP í sumar verða Iggy Pop og skoska poppsveitin Belle & Sebastian. - fb Ekkert stórt nafn spilar á undan Engir tónleikar í líkingu við Neil Young-giggið í fyrra verða hluti af ATP í sumar. TÓMAS YOUNG Þótt tónleikarnir með Neil Young hafi gengið vel í fyrra verða engir tónleikar í líkingu við þá í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Tilraunasmoothie og kalt kaffi.“ María Marko, hönnuður. MORGUNMATURINN Einnig í Gamla bíói frá kl 15-18 alla virka daga og 15-20 sýningardaga. Gamla bíó: 563 4000 • Hópasala: 786 3060 • eddan2015@gmail.com FRUMSÝNING 29. JANÚAR NÆSTU SÝNINGAR 1.FEB. / 4. FEB. / 13. FEB. / 14. FEB. / 19.FEB TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á Verkefnið Meet the Locals, eða Hittu heimamenn, hefur verið til í nokkur ár og er matarboð í heimahúsi hluti af því verkefni. Hugsunin á bak við það er að fólk komi sem ferðamenn, en fari sem hluti af samfélaginu. „Ferðamenn geta bókað sig í mat í heimahúsi og upplifað það að koma inn á íslensk heimili og kynnast Íslendingum. Einnig er þetta hluti af dagsferð og þriggja daga ferð þar sem ferðamenn eru með leiðsögu- manni og kynnast samfélaginu, ferðast um svæðið og skoða skemmtilega og fallega staði,“ segir Hildigunnur Jörundsdóttir, verkefnastjóri hjá Tinna Travel. Fari sem hluti af samfélaginu Var viss um að hún væri stödd í paradís Guðmann Þorvaldsson á Eskifi rði tók á móti litlum hópi erlendra ferðamanna í kvöldmat í gegnum verkefnið Meet the Locals, eða Hittu heimamenn. SKEMMTILEG UPPLIFUN Guðmann Þorvaldsson ásamt hópnum sem kom til hans á vegum Meet the Locals. „Þetta byrjaði allt bara í gríni á Skype, ég var að spila tölvuleiki með vini mínum og við þurftum eitthvað að bíða svo ég byrjaði teikna vin minn,“ segir Sölvi Smárason sem birtir myndirnar sem hann teiknar á Facebook-síðunni SövliArt. „Ég byrjaði bara á því að teikna einhverja vini mína og gerði einhverjar tvær til þrjár myndir. Í sumar byrjaði ég aftur að teikna og þá fór þetta frekar mikið af stað, sem kom mér á óvart.“ Myndir Sölva eru allar gerðar í teikniforritinu Paint og hefur hann síðastliðna mánuði teiknað fjölmarga þekkta einstaklinga, aðallega Íslend- inga. „Ég teiknaði bara fyrst með tölvumúsinni af því ég var ekki með neina græju í fyrstu mynd- unum. Ég var frekar lengi að teikna þær myndir. Svo í ágúst eða september keypti ég mér teikni- borð,“ segir hann og hlutirnir ganga því hraðar fyrir sig núna. Hann segist þó aldrei hafa stefnt á að verða listamaður. „Þetta var allt bara svona fyrir slysni,“ segir hann glaður í bragði: „Ég hef alltaf haldið að ég teiknaði frekar illa.“ Í nóvember var haldin listasýning í ungmenna- húsinu Íbúðinni þar sem myndir Sölva voru meðal annara verka til sýnis en hægt er að skoða mynd- irnar á facebook.com/sovliart. - gló Teiknar fræga einstaklinga í Paint-forritinu Sölvi Smárason byrjaði á að gera myndir af vinum sínum í teikniforritinu en nú er myndefnið fj ölbreyttara. SÖLVI Sést hér með nokkrar myndir í bak- grunni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Við viljum ekki dreifa athyglinni frá aðalhátíðinni. 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :5 4 F B 0 5 6 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 7 D -7 E 7 C 1 7 7 D -7 D 4 0 1 7 7 D -7 C 0 4 1 7 7 D -7 A C 8 2 8 0 X 4 0 0 3 A F B 0 5 6 s _ 2 5 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.