Morgunblaðið - 22.06.2015, Síða 1
M Á N U D A G U R 2 2. J Ú N Í 2 0 1 5
Stofnað 1913 146. tölublað 103. árgangur
GÖNGULEIÐIR
Í NÁGRENNI
REYKJAVÍKUR
JAFNTEFLI
Í LEIK EFSTU
LIÐANNA
BIÐRAÐIR VIÐ
HRAÐBANKA
Í GRIKKLANDI
ÍÞRÓTTIR ÖGURSTUND 14EINAR MEÐ BÓK 10
Morgunblaðið/Golli
Veikindi Viðskiptaráð telur fjarveru
aukast með ríkari veikindarétti.
Áætluð fjarvera opinberra starfs-
manna er tvöfalt meiri en hjá
starfsmönnum á almennum vinnu-
markaði. Viðskiptaráð telur að
kostnaður vegna umframveikinda
opinberra starfsmanna sé um ellefu
milljarðar króna á ári.
Björn Brynjúlfur Björnsson, hag-
fræðingur Viðskiptaráðs, telur að
ýmsir þættir hafi áhrif en fjarveran
aukist þó með ríkari veikindarétti.
„Eftir sex mánuði í starfi hjá hinu
opinbera eiga starfsmenn rétt á 119
veikindadögum. Það er tæplega tíu
sinnum meira en starfsmaður á al-
mennum markaði þar sem starfs-
menn fá tvo daga fyrir hvern unn-
inn mánuð,“ segir Björn en hann
telur brýnt að vita hve mikið megi
rekja til umframréttindanna og
hversu mikið til annarra þátta. »16
Fjarvera frá vinnu
eykst með auknum
veikindarétti
Samningamálin
» VR, Flóabandalagið og SGS
gerðu almenna kjarasamninga
við SA hinn 29. maí sl.
» Sex félög iðnaðarmanna
hafa átt í viðræðum við SA um
kjarasamning.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Fulltrúar sex stéttarfélaga iðnaðar-
manna hittast kl. 10 í dag hjá rík-
issáttasemjara til að fara sameigin-
lega yfir stöðu mála og afrakstur
gærdagsins hjá hverju félagi um sig.
Síðan munu þeir eiga fund með
samninganefnd SA. Takist ekki að
semja í dag hefst vikulangt verkfall
iðnaðarmanna á miðnætti. Stéttar-
félögin sem um ræðir eru Félag
hársnyrtisveina, Grafía/FBM, Mat-
vís, Rafiðnaðarsamband Íslands
(RSÍ), Samiðn og Félag vélstjóra og
málmtæknimanna (VM).
„Við erum að vinna í textavinnunni
og markmiðið er að ná þessu sam-
an,“ sagði Georg Páll Skúlason, for-
maður Grafíu/FBM. Hann mat stöð-
una þannig varðandi Grafíu/FBM að
málin þokuðust í rétta átt. Fram-
kvæmdastjóri SA sagði stefnt að því
að ljúka kjarasamningunum í dag.
Atkvæðagreiðslum félagsmanna
um kjarasamninga SA við VR, Flóa-
bandalagið og Starfsgreinasam-
bandið (SGS) lýkur á hádegi í dag.
Fremur dræm þátttaka hefur verið í
atkvæðagreiðslunum.
Verkföll í kvöld ef ekki semst
Reynt verður að semja í kjaradeilu sex stéttarfélaga iðnaðarmanna og SA í dag
Atkvæðagreiðslu um kjarasamninga á almennum vinnumarkaði lýkur í dag
MNiðurstaða viðræðna... »6
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Byggingarstjórinn Ólafur Sæ-
mundsson við Fosshótelið.
Framkvæmdir eru í fullum gangi við
stækkun á Fosshóteli Húsavík. Með
viðbyggingunni bætast við 44 her-
bergi og eftir stækkun hefur hótelið
yfir ríflega 100 herbergjum að ráða,
auk nýrra ráðstefnusala, veitinga-
sala og móttöku. Ný gistiálma rís við
eldri hótelbygginguna, sem öll hefur
verið tekin í gegn, auk þess sem
byggð verður tengibygging.
Móttakan verður íburðarmikil.
Þar fyrir utan glervegg hefur Björn
Skaftason hannað mikinn foss. Á
Húsavík verður því fyrsta eiginlega
„fosshótelið“.
„Hótelið var orðið of lítið vegna
aukins straums ferðamanna. Það
hefur verið fullbókað yfir aðalferða-
mannatímann auk þess sem ferða-
mannatíminn hefur lengst í báða
enda,“ segir Ólafur Sæmundsson,
byggingarstjóri framkvæmdanna
við hótelið.
Ólafur er frá Patreksfirði og hefur
auk starfa fyrir eigið fyrirtæki,
Traust verktaka, unnið við byggingu
og stækkun Fosshótela á Patreks-
firði og Höfn í Hornafirði.
Stækkunin á Húsavík á að vera
tilbúin í mars á næsta ári. »12
Foss í Fosshóteli Húsavík
44 herbergi bætast við og verða yfir 100 eftir stækkun
Talið er að hátt í 10 þúsund manns hafi verið á
tónlistarhátíðinni Secret Solstice þegar mest lét
um helgina. Hátíðinni lauk seint í gærkvöldi en
alla helgina gátu gestir svamlað í heitum potti
og fylgst með tónlistarmönnum á stóra sviðinu.
Lengstur sólargangur var í gær en sumarsól-
stöður voru kl. 16.38, þegar sólin fór lengst frá
miðbaugi til norðurs. Nú fer sólin að lækka á
lofti jafnt og þétt. »26-27
Sungið og djammað á lengsta degi ársins
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Tónlistarhátíðinni Secret Solstice lauk í Laugardalnum í gærkvöldi
Makrílvinnsla
hófst hjá
Vinnslustöðinni í
Vestmanna-
eyjum sl. laug-
ardag. Kap VE
kom með fyrsta
makrílfarminn
til Eyja á laug-
ardagsmorgun,
um tvö hundruð
tonn.
„Við leitum út um allan heim að
nýjum mörkuðum. Við höfum að-
allega fundið þá í Suðaustur-Asíu
og selt makríl til Kína og víðar,“
sagði Sigurgeir Brynjar Krist-
geirsson framkvæmdastjóri. »4
Hafa fundið nýja
markaði fyrir makríl
Makríll Vertíðin er
byrjuð í Eyjum.
Snorri Magnússon, formaður
Landssambands lögreglumanna,
fundaði í liðinni viku með fram-
kvæmdastjóra Taser, Rick Smith.
Vilji hefur verið fyrir því lengi
hjá lögreglunni að taka upp raf-
byssur en Vilhjálmur Árnason,
þingmaður og fyrrverandi lög-
reglumaður, hefur mælt fyrir
upptöku þeirra á Alþingi. Hann
hefur einnig hitt framkvæmda-
stjóra Taser.
Landssamband lög-
reglumanna hefur
tvisvar ályktað um
nauðsyn þess að taka
upp rafbyssur. „Okk-
ur þykir stórt stökk á
milli þess að nota kylfur og pip-
arúða annars vegar og svo yfir í
skotvopn sem er næsta úrræði.
Því teljum við mikilvægt í vald-
beitingarstiganum að fá tæki sem
veldur mun minni líkamlegum
skaða á einstaklingnum,“ segir
Snorri. Þegar hefur sérsveit lög-
reglunnar yfir tveimur slíkum
tækjum að ráða en þau eru ein-
ungis hugsuð til þjálfunar og hef-
ur ekki verið beitt.
Snorri bendir á
að skv. erlendum
rannsóknum hafi
upptöku tækjanna
fylgt lægri
meiðslatíðni. »4
Landssamband lögreglumanna og þing-
maður beita sér fyrir upptöku rafbyssna