Morgunblaðið - 22.06.2015, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 22.06.2015, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 2015 LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383 Hjarta úr hvítagulli 25 punkta demantur 99.000,- Gullhálsmen Handsmíðað 14K, 2 iscon 26.000,- Demantssnúra 30 punkta demantur, 14K 157.000,- Demantssnúra 9 punkta demantur, 14K 57.000,- Gullhringur Handsmíðaður 14K, 2 iscon 45.700,- Morgungjafir í miklu úrvali Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Þau komu hér saman í húsi Drott- ins, hlýddu á orð hans og lögðust á bæn. En djöfullinn mætti einnig. Og hann reyndi að taka stjórnina.“ Þetta sagði séra Norvel Goff er hann ávarpaði viðstadda frá prédik- unarstóli Emanuel-kirkjunnar í bænum Charleston í Suður-Karólínu í gær, einungis fjórum dögum eftir að ungur ódæðismaður skaut þar níu kirkjugesti til bana. Sagði Goff einn- ig að til allrar blessunar gæti djöfull- inn ekki náð stjórn á söfnuðinum. „Og djöfullinn getur heldur ekki tek- ið stjórn á kirkju ykkar.“ Mörg hundruð manns sóttu kirkj- una heim í gær og tóku þátt í guðs- þjónustunni. Var þetta í fyrsta skipti sem kirkjan var opnuð almenningi eftir árásina og af því tilefni var lög- reglan með mikinn viðbúnað enda hafði fólk einnig safnast saman í ná- munda við kirkjuna. Var fólkið þang- að komið til þess að fylgjast með og minnast þeirra er létust. Mætti til að myrða svart fólk Ódæðismaðurinn, hinn 21 árs gamli Dylann Roof, flúði vettvang árásarinnar og var hann handtekinn í Norður-Karólínu. Er árásin rann- sökuð sem hatursglæpur samkvæmt lögreglu en vitni lýsa atburðarásinni þannig að Roof stóð upp í kirkjunni, skömmu áður en skotárásin hófst, og sagðist vera þangað mættur til þess að „skjóta svart fólk“. „Djöfullinn mætti einnig“  Fjölmenni kom saman í Emanuel- kirkjunni í gær AFP Sorg Húsfyllir var í kirkjunni og áttu kirkjugestir margir erfitt með að leyna tilfinningum sínum þegar þeir mættu til guðsþjónustu í gær, einungis fjórum dögum eftir að ungur ódæðismaður myrti þar níu manns í skotárás. „Ég hef nú rætt við alla flokka á þingi og komist að þeirri niður- stöðu að ómögu- legt er að mynda meirihluta- stjórn,“ sagði Lars Løkke Rasmussen, leið- togi Venstre- flokksins í Dan- mörku, en hann hefur stjórn- armyndunarumboð eftir þing- kosningarnar í síðustu viku. Hefði hún verið mynduð af Bláu fylking- unni, sem samanstendur af hægri- flokkunum sem verið hafa í stjórn- arandstöðu undanfarin ár. Eru stefnumál flokkanna sögð of ólík til stjórnarmyndunar. Mun hann í dag leita eftir nýju umboði drottn- ingar til myndunar minnihluta- stjórnar í landinu. DANMÖRK Meirihlutastjórn ekki inni í myndinni Lars Løkke Rasmussen Lögreglan í New Orleans í Banda- ríkjunum hefur handtekið 33 ára gamlan karlmann sem grunaður er um að hafa skotið lögreglumann til bana. Hinn grun- aði er sagður hafa flúið af vett- vangi í kjölfarið og hófst þá um- fangsmikil leit sem endaði með handtöku hans sólarhring síðar. Hinn látni hét Daryle Halloway og hafði hann verið lögreglumaður í 22 ár. Hann var 45 ára gamall. BANDARÍKIN Grunaður morðingi tekinn höndum Daryle Halloway Einn er látinn og níu særðir eftir skotárás í barnaafmæli í Detroit í Bandaríkjunum. Fréttaveita AFP greinir frá því að skotið hafi verið af vélbyssum inn í hóp fólks sem komið var saman á körfuboltavelli þar sem afmælið var haldið. Hinn látni var tvítugur karlmaður en alls særðust þrjár konur og sex karlar í árásinni. Í gærkvöldi var einn úr hópi hinna særðu enn sagður í lífshættu. Hinir slösuðu eru, sam- kvæmt fréttamiðlum vestanhafs, á aldrinum 21 til 46 ára. Engin börn slösuðust í ódæðinu. Aðstoðarlögreglustjórinn í Detroit segir að um 400 til 500 manns hafi verið á staðnum þegar árásin hófst. Þrátt fyrir þennan mikla fjölda hafa engar vísbendingar borist frá sjón- arvottum og eru þeir sagðir tregir til samstarfs. Í gærkvöldi hafði enginn verið handtekinn vegna málsins. Önnur árás í Fíladelfíu Þá var einnig framin skotárás í borginni Fíladelfíu í Bandaríkjunum og átti hún sér stað þar sem fólk, sem búsett er í sama hverfi, var mætt til fagnaðar. Alls særðust þar tvö börn, annað 18 mánaða gamalt en hitt 10 ára, og fimm fullorðnir en sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglu mætti vopnaður maður á samkom- una og hóf handahófskennda skot- árás á þá sem þar voru. Tvær skotárásir á mannamótum  Önnur í barnaafmæli en hin í fögnuði AFP Ofbeldisverk Níu létust í skotárás í þessari kirkju nýverið. Ashton Carter, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, mun í vik- unni sækja nokkur ríki Atlantshafs- bandalagsins (NATO) í Evrópu heim. Er tilgangur ferðarinnar sagður vera að styrkja tengsl ríkjanna og ræða þá stöðu sem uppi er vegna atferlis Rússa að und- anförnu. Mun Carter í dag halda til Þýska- lands og ræða þar við ráðamenn en á morgun fer hann til Tallinn í Eist- landi. Samkvæmt fréttaveitu AFP mun Carter einnig sækja Belgíu heim áður en hann snýr aftur til Bandaríkjanna. Heræfingar sveita NATO hafa aukist til muna að undanförnu. Hafa þær ekki verið jafntíðar og nú frá lokum kalda stríðsins. Aðildarríki NATO funda vegna atferlis Rússa

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.