Morgunblaðið - 22.06.2015, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 2015
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Áráðstefnuríkisstjórn-arinnar og
OECD í liðinni
viku minnti for-
sætisráðherra á að
ríkisstjórnin hefði
gert einföldun
regluverks að einu helsta
stefnumáli sínu. Hann sagði
einnig að nú, þegar tvö ár eru
liðin af kjörtímabilinu, væri
tímabært að meta hvernig
miðað hefði.
Forsætisráðherra nefndi
einnig að fyrirtæki og almenn-
ingur kvörtuðu undan flóknu
regluverki og að fyrirtæki
bentu á að ef þau eyddu minni
tíma í skriffinnsku fyrir hið
opinbera gæti starfsemin verið
skilvirkari og þau gætu greitt
hærri laun og boðið hagstæð-
ara verð.
Þetta er lykilatriði í því sem
snýr að atvinnulífinu og afar
jákvætt að forsætisráðherra
sýni því þann skilning sem
fram kom í ræðu hans. Ekki er
síður jákvætt að ætlunin sé að
halda fast við þá stefnu að ein-
falda regluverkið og að nú
standi fyrir dyrum mat á ár-
angrinum.
Ríkisstjórnin ræddi á fundi
sínum fyrir tæpri viku stöðu
mála varðandi einföldun reglu-
verksins. Í frétt frá ríkis-
stjórninni um málið segir að
meðal þess sem helst hafi
áunnist sé að athygli ríkis-
stjórnarinnar sé kerfisbundið
vakin á því ef stjórnarfrum-
vörp hafi að geyma íþyngjandi
ákvæði fyrir atvinnulífið.
Þetta sé gert með umsögn
skrifstofu löggjafarmála um
stjórnarfrumvörp sem lögð sé
fram í ríkisstjórn samhliða
frumvarpi. Þá hafi sérstakt
átak verið gert um einföldun
regluverks á til-
teknum mál-
efnasviðum og þar
sé vinna við ein-
földun farin af
stað.
Á fyrrnefndum
fundi ákvað ríkis-
stjórnin að næsta hálfa árið
yrði tekin saman skýrsla um
þróun reglubyrði atvinnulífs-
ins síðast liðin tvö ár. Þá verði
reglur um starfshætti ríkis-
stjórnar endurskoðaðar þann-
ig að frumvörp og reglugerðir
sem hafi umtalsverð áhrif á at-
vinnulífið komi til umsagnar
ráðgjafarnefndar um opinber-
ar eftirlitsreglur. Sett verði á
fót samráðsnefnd um starfs-
hætti eftirlitsstofnana með
fulltrúum atvinnulífsins, auk
þess sem sett verði upp ein
samráðsgátt fyrir opinbera að-
ila þar sem kynnt verði stefnu-
markandi skjöl og drög að
frumvörpum og reglugerðum
og kallað eftir ábendingum um
einföldun regluverks. Enn-
fremur yrði settur á laggirnar
fastur samráðsvettvangur
ráðuneyta um einföldun reglu-
verks.
Ljóst er að ríkisstjórninni er
alvara með að ná árangri í bar-
áttunni við ofvaxið regluverk-
ið. Jafnljóst er að hún er enn
að læra hvernig best er að tak-
ast á við vandann og vinna bug
á honum, eða í það minnsta að
hemja hann. Þetta er eðlilegt,
því að vandinn er viðamikill og
erfiður viðureignar. Hann er
hins vegar ekki óleysanlegur
og standi ráðherrarnir saman
og sendi skýr skilaboð til
þeirra sem fyrir þá vinna, eiga
þeir alla möguleika á að ná því
markmiði sínu að hafa einfald-
að regluverkið áður en kjör-
tímabilið er úti.
Ríkisstjórnin hefur
stigið jákvæð skref
til einföldunar
regluverks, en mörg
eru enn óstigin}
Skýr vilji til einföldunar
Eftir fleirineyðarfundi
og lokafresti en
tölu verður komið
á er nú útlit fyrir
að styttist í nið-
urstöðu í deilu
grískra stjórnvalda við Evr-
ópusambandið, seðlabanka
evrunnar og Alþjóðagaldeyr-
issjóðinn. Um leið styttist í
að í ljós komi hvort Grikk-
land heldur áfram í evrusam-
starfinu og jafnvel í Evrópu-
sambandinu.
Í framhaldi af því skýrist
hvaða vandamál niðurstaðan,
hvort sem hún verður á þá
leið að Grikkir fái lengri frest
eða að þeir missi af gjalddaga
sínum í lok mánaðarins, mun
búa til í framhaldinu.
Ekki skiptir
miklu hver nið-
urstaðan verður í
Grikklandsmál-
inu, vandi evr-
unnar leysist
ekki. Sem stendur
er Grikkland veikasti hlekkur
evrusamstarfsins, en þar eru
fleiri veikir hlekkir og kast-
ljósið mun beinast að þeim
þegar það fer af gríska vand-
anum.
Það er illt fyrir þá sem
reyna að leysa vandann á
þeim örlagadegi sem dag-
urinn í dag stefnir í að verða
að vita af því að sama hver
lausnin verður mun annar
vandi taka við, og hann jafn-
vel stærri en sá sem nú er
glímt við.
Lausnin sem leitað
er að í dag mun ekki
leysa vandann á
evrusvæðinu}
Örlagadagur á evrusvæðinu
Þ
að var ekki annað hægt en sam-
gleðjast Mílanóbúum sem í vik-
unni fengu sér sneið af stærstu
pítsu í heimi sem var flött út í eins
og hálfs kílómetra lengd fyrir
Heimsmetabók Guinness. Áttatíu ítalskir
pítsubakarar hrifsuðu þar með metið af Spán-
verjum og útbjuggu margarítu eftir meira en
hundrað ára gamalli uppskrift. Að sjálfsögðu á
sérstökum ítölskum hátíðardegi margarít-
unnar.
Ég drakk í mig lýsingarnar í fréttamiðlum,
sem sögðu frá því hvernig fimmtán hundruð
tómatar voru soðnir í sósuna, einu og hálfu
tonni af mozarellu stráð yfir og ólífuolían sem
var notuð til að sulla yfir þetta allt saman var
að magninu til á við fljót.
Hérlendis hefur verið hefð fyrir því síðustu
áratugi að baka og elda stórt, setja Íslandsmet
í bananasplittsgerð, heimsmet í páskaeggjasteypu og svo
hefur öllum verið hóað saman á bæjarhátíðum og leyft að
smakka á sömu humarsúpunni úr risapottum. Maður ætti
því að hafa skilning á stolti Mílanóbúa yfir margarítunni
sinni. Jafnvel gæti einhverjum verið í fersku minni að
toppurinn á Heimilissýningunni í Laugardalshöll árið
1986 var heimsins stærsta sjávarréttapítsa, sem starfs-
menn Marska á Skagaströnd bökuðu og fengu vottun Gu-
inness fyrir. Á tíu fermetra rækjupítsu brögðuðu svo
mörg þúsund manns.
Um svipað leyti var tvö hundruð metra löng marsipan-
kaka bökuð í tilefni tvö hundruð ára afmælis
Reykjavíkurborgar. Sjálf hvorki bragðaði ég
hana né einu sinni var þarna. Mér dugði að
horfa á hana í litlu túbusjónvarpi á Suður-
nesjum og fannst ég vera á staðnum. Kornótt
litasjónvarp komst ótrúlega langt með að gefa
tilfinningu fyrir bragðinu af möndlu-
massanum.
Það er eitthvað lygilega skemmtilegt við
svona fjöldabakstur og -át. Ekki nema þetta
höfði sérlega til undirritaðrar. Ég get næstum
munað hvar ég var þegar ég heyrði um starfs-
menn SS og Myllunnar sem stóðu í því að ferja
tólf metra langa pylsu frá Hvolsvelli í Kringl-
una, heimsins stærstu pylsu þangað til, og var
henni komið haganlega fyrir í jafnlöngu pylsu-
brauði í verslunarmiðstöðinni. Pylsan var
skorin niður og fyrstir komu – fyrstir fengu að
bragða bita af heimsins stærstu pylsu.
Reyndar held ég að svona hópefli tengt matargerð gæti
reynst ótrúlega vel og að útbúa risarúllutertur á túnum í
borginni væri á við jóga fyrir alla. Það er engin tilviljun að
innanhússarkitektar fá þau verkefni að koma fyrir eyjum
í miðjum eldhúsrýmum til að allir geti eldað saman. Það
er margskonar ávinningur að því, samkvæmt rann-
sóknum, að fá fólk til að baka og sjóða í samvinnu; styrkir
sambönd, bætir lund. Við erum nokkuð samstiga í öllu er
snertir mat, hvort sem er samlíðun vegna nautakjöts-
skorts eða reiði út í iðnaðarsalt. Leiðin liggur gjarnan í
gegnum magann. julia@mbl.is
Júlía Margrét
Alexand-
ersdóttir
Pistill
Leiðin í gegnum magann
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
Viðskiptaráð Íslands greindiá dögunum frá því aðkostnaður vegna umfram-veikinda opinberra starfs-
manna væri um 11 milljarðar króna á
ári. Niðurstaðan byggist á þróun-
arverkefni VIRK-starfsendurhæf-
ingarsjóðs sem kynnt var í maí sl. Í
verkefninu fólst úttekt á fjarveru
starfsfólks vegna veikinda á 25 vinnu-
stöðum með 1.400 starfsmenn. Áætl-
uð fjarvera starfsfólks vegna veik-
inda er tvöfalt meiri á opinberum
vinnustöðum en á almennum vinnu-
stöðum.
Meiri fjarvera við aukinn rétt
Björn Brynjúlfur Björnsson,
hagfræðingur Viðskiptaráðs, segir að
þótt ýmsir þættir hafi áhrif á veikindi
fólks telji hann fjarveru aukast eftir
því sem veikindaréttur verði ríkari.
„Eftir sex mánuði í starfi hjá
hinu opinbera eiga starfsmenn rétt á
119 veikindadögum. Það er tæplega
tíu sinnum meira en starfsmaður á al-
mennum markaði þar sem starfs-
menn fá tvo daga fyrir hvern unninn
mánuð,“ segir Björn og heldur áfram:
„Opinberir starfsmenn eru frá vinnu
vegna veikinda í 20 vinnudaga á ári,
samanborið við 10 vinnudaga á al-
mennum vinnumarkaði. Mismun-
urinn nemur um 4 prósentum af ár-
legum vinnudögum. Launaútgjöld
ríkis og sveitarfélaga námu 276 millj-
örðum króna árið 2014 og má út frá
því áætla að kostnaður vegna um-
framveikinda opinberra starfsmanna
nemi um 11 milljörðum króna á ári,“
segir Björn. Viðskiptaráð kallar eftir
því að ástæður mismunarins verði
kannaðar nánar.
„Það er brýnt að vita hversu
mikið megi rekja til umframréttinda
og hversu mikið megi rekja til ann-
arra þátta,“ segir Björn og bætir við
að Viðskiptaráð leggi til að réttindi á
opinberum og almennum vinnumark-
aði verði þau sömu. Hann segir að
með þeim fjármunum sem sparast sé
hægt að hækka grunnlaun starfs-
manna á opinberum vinnustöðum en
með réttindum vísar hann til orlofs-
réttinda, lífeyrisréttinda og starfs-
öryggis, auk veikindaréttinda.
Kristinn Tómasson, yfirlæknir
Vinnueftirlitsins, segir fólk þurfa að
passa sig á að hrapa ekki að álykt-
unum. „Það þarf að reikna heild-
armyndina. Þegar einstaklingur
missir veikindaréttindi leitar hann í
sjúkrasjóð. Ef starfsmaður á al-
menna markaðnum er búinn að vera
veikur í þrjá mánuði leitar hann
þangað en starfsmaður á opinbera
markaðnum leitar ekki í sjúkrasjóð
fyrr en eftir sex mánuði,“ segir Krist-
inn. Því hljóti meðalveikindi að vera
lengri hjá hinu opinbera þar sem
starfsmenn þar fari þremur mán-
uðum síðar yfir á þá þjónustu.
Betri samanburð vantar
Kristinn segir ekkert liggja fyrir
um að menn hegði sér mismunandi
sem einstaklingar gagnvart veik-
indaréttindum eftir því hvort þeir
vinni á opinbera markaðnum eða
einkarekna. Hann segir betri sam-
anburð skorta, m.a. gefi það skýrari
mynd að taka starfsmenn hins op-
inbera sem eru veikir lengur en í þrjá
mánuði út úr jöfnunni. Einnig telur
hann að skoða eigi hvort auðveldara
sé að reka starfsmenn hjá einkaað-
ilum ef þeir eru slappir.
„Það þarf að vega það inn í jöfn-
una líka. Menn geta ekki dregið
ályktun út frá svona umræðu. Það
þarf að fara í umfangsmiklar rann-
soknir á veikindaforföllum. Hagur
samfélagsins er að hafa heildarsýn,“
segir Kristinn sem telur að ríkari
réttur hafi ekki áhrif á veikindadaga í
vel reknum fyrirtækjum.
Fjöldi veikindadaga
segir ekki alla söguna
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Veikindi Hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands og yfirlæknir Vinnueftirlitsins
segja að rannsaka þurfi hvers vegna opinberir starfsmenn veikist frekar.
Kristinn Tómasson, yfirlæknir
Vinnueftirlitsins, segir að al-
mennt hafi þeir sem vinni lág-
launastörf meiri tilhneigingu til
að verða veikir þar sem þeir
vinni oft leiðinlega og erfiða
vinnu. Þetta hafi verið rann-
sakað víða um heim þar sem
einnig komi fram að konur, sér-
staklega á barneignaraldri, hafi
verið meira forfallaðar frá vinnu
þar sem læknisfræðilegar skýr-
ingar liggi að baki. Þó dragi úr
forföllum kvenna um miðjan
aldur.
Þá er vaktavinna til þess fall-
in að vaktavinnufólk sé meira
forfallað frá vinnu, vegna eðlis
vinnunnar. Vinnan er erfiðari og
þröskuldurinn til þess að veikj-
ast er því lægri.
Um 74% þeirra, sem svöruðu
spurningakönnun í rannsókn-
inni sem Viðskiptaráð byggir
niðurstöðu sína á, voru konur.
Þar af unnu 70% hjá hinu op-
inbera.
Áhrifaþættir
eru nokkrir
HVERJIR VERÐA VEIKIR?