Morgunblaðið - 22.06.2015, Síða 17
17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 2015
Útskrift Háskóli Íslands brautskráði metfjölda, 2.081 kandídat, laugardaginn 20. júní. Tvær brautskráningarathafnir fóru fram og voru það þær síðustu hjá Kristínu Ingólfsdóttur rektor.
Kristinn
Í gegnum tíðina hef-
ur mannfólkið haft á
því afar misjafnar
skoðanir hvernig rétt
sé að fást við alls kon-
ar atvik og kringum-
stæður í samfélagi
mannanna sem menn
telja að færa þurfi til
betri vegar. Í huga
sumra verður oftast
fyrst uppi tilhneig-
ingin til að beita rík-
isvaldi til að knýja fram lagfær-
ingar. Segja má að þetta sé aðferð
sósíalismans. Oft áttum við okkur
þá ekki nægilega vel á því að vald-
beiting felur í sér skerðingu á
frelsi.
Í tilefni af þessu ættum við að
setja okkur í svolítið hátíðlegar
stellingar og velta fyrir okkur
grundvellinum fyrir því samfélagi
sem við öll erum í við annað fólk.
Erum við ekki sjálf grunneiningin?
Við höfum auðvitað aldrei verið
beðin um að semja okkur inn í sam-
félag við aðra. Flest teljum við samt
að okkur beri siðferðileg skylda til
þátttöku í slíku samfélagi. Ástæðan
er sjálfsagt nábýlið við aðra og
óhjákvæmileg sameiginleg við-
fangsefni okkar og þeirra. Þess
vegna beygjum við okkur flest und-
ir að teljast þátttak-
endur í sameiginlegu
skipulagi með öðru
fólki.
Einstaklingurinn
er grunneiningin
Þetta skipulag hefur
mótast með ýmsum
hætti, til dæmis hafa
orðið til einingar sem
settar eru saman úr
þeim einstaklingum
sem byggja ákveðin og
skilgreind landsvæði.
Þeir mynda saman
svokölluð þjóðríki og setja sér regl-
ur um sambúð sína innan endi-
marka þeirra. Við gerum fæst mikl-
ar athugasemdir við þetta.
Meginhugmyndin hlýtur samt að
vera sú að einstaklingurinn sé
grunneiningin í slíku samfélagi.
Hann verður ekki til fyrir sam-
félagið, heldur verður samfélagið til
vegna hans og annarra einstaklinga
sem þar er að finna. Hlutverk þess
getur aldrei orðið að drottna yfir
honum. Það hefur miklu fremur því
hlutverki að gegna að vernda rétt-
indi hans fyrir ásókn annarra. Þessi
hugsun mótar þýðingarmikil grunn-
viðhorf í stjórnskipun okkar og lög-
um. Til dæmis er það almenn meg-
inregla í okkar réttarkerfi að frelsi
manna til orða og athafna eigi helst
ekki að takmarkast af öðru en rétt-
indum annarra. Við teljum líka þá
meginreglu gilda að setta lagaheim-
ild þurfi til að skerða frelsi ein-
staklinga og jafnvel að slík heimild
dugi ekki til ef skert eru réttindi
sem njóta ríkari verndar sam-
kvæmt sérstökum ákvæðum sem
við höfum sett í stjórnarskrá okkar
um það. Öll höfum við gott af því að
hugsa um þennan hugmyndagrund-
völl að stjórnskipun okkar og velta
fyrir okkur gildi hans fyrir velferð
okkar og lífshamingju.
Virðing fyrir öðrum
Það er sérstök ástæða til að
nefna annan þátt, sem að mínum
dómi er óaðskiljanlegur hluti af
þeirri lífsskoðun sem hér er lýst, en
það er virðing fyrir öðru fólki og
skilyrðislaus viðurkenning á rétti
þess til að haga eigin lífi á þann
hátt sem það sjálft kýs, eins lengi
og það skaðar ekki aðra. Mann-
fólkið er fjölbreytilegt og einstakir
menn hafa ólíkar kenndir, hvatir og
langanir í lífinu. Allir eiga þar að
mínum dómi sama rétt. Ekkert
okkar hefur heimild til að sitja yfir
hlut annarra með því að bjóða og
banna, eins og svo margir vilja sí-
fellt gera. Sumir vilja flokka mann-
fólkið eftir þjóðerni, litarhætti,
trúarbrögðum, kynferði, kynhneigð,
gáfum eða hverju því öðru sem
greinir einn mann frá öðrum og láta
menn njóta misjafns réttar eftir því
hverjum þessara „flokka“ þeir til-
heyra. Til þess hafa menn ekki
heimild af þeirri einföldu ástæðu að
einn á ekki að ráða neinu um einka-
hagi annars. Svo einfalt er það.
Jafnrétti nýtur
verndar í stjórnarskrá
Við breytingar á mannréttinda-
kafla stjórnarskrárinnar á árinu
1995 var sett nýtt ákvæði í 65. gr.
um sérstaka verndun jafnréttis svo-
hljóðandi:
„Allir skulu vera jafnir fyrir lög-
um og njóta mannréttinda án tillits
til kynferðis, trúarbragða, skoðana,
þjóðernisuppruna, kynþáttar, litar-
háttar, efnahags, ætternis og stöðu
að öðru leyti. Konur og karlar skulu
njóta jafns réttar í hvívetna.“
Í þessu ákvæði felst bann við því
til dæmis að mismuna mönnum eft-
ir kynferði þeirra. Þrátt fyrir þetta
eru þess mörg dæmi í lögum og
framkvæmd laga að kveðið sé á um
að mismuna skuli einstaklingum
eftir kynferði þeirra. Þannig virðist
það vera viðtekið viðhorf að ekkert
sé athugavert við að gera upp á
milli umsækjenda um störf á vegum
hins opinbera á grundvelli kynferð-
is þeirra. Þá er stundum vísað til
þess að fyrir í viðkomandi starfs-
stétt séu fleiri af öðru kyninu en
hinu. Við þekkjum líklega flest
dæmi um að sá umsækjandi um op-
inbert starf, sem enginn vafi er á
um að teljist hæfari en annar, þurfi
að láta í minni pokann vegna kyn-
ferðis síns, þ.e. hinn er tekinn fram
yfir vegna þess að fjölga þurfi
starfsmönnum af kynferði hans.
Ef svona viðhorf eru lögð til
grundvallar til að gera upp á milli
umsækjenda felst í því augljóst brot
á fyrrgreindu ákvæði stjórnarskrár.
Menn ættu að muna að mannrétt-
indin eru einstaklingsbundin rétt-
indi. Það er ekki heimilt að brjóta á
þér mannréttindi, lesandi góður, til
að ná meiri jöfnuði í kynjaskiptingu
starfsmanna í þeirri starfsstétt sem
þú sækist eftir starfi í.
Eftir Jón Steinar
Gunnlaugsson » „Menn ættu að muna
að mannréttindin
eru einstaklingsbundin
réttindi. Það er ekki
heimilt að brjóta á þér
mannréttindi, lesandi
góður, til að ná meiri
jöfnuði í kynjaskiptingu
starfsmanna í þeirri
starfsstétt sem þú sæk-
ist eftir starfi í.“
Jón Steinar
Gunnlaugsson
Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Meginviðhorf um jafnrétti borgaranna