Morgunblaðið - 22.06.2015, Page 21
þú nýtur samvista við þá sem á
undan fóru. Við höldum utan um
mömmu og sjáumst öll, þótt síð-
ar verði.
Helga Kristinsdóttir.
Elsku afi minn, ég er enn að
átta mig á því að þú sért farinn,
þetta er allt svo óraunverulegt
og það er skrýtið að hugsa sér
lífið án afa. Mamma fór að
grúska í gömlum bréfum frá því
að við bjuggum úti í Þýskalandi
og þar var bréf frá þér til mín.
Ég varð hálf klökkur við að lesa
þetta en brosti í gegn tárin því
þetta bréf lýsti þér svo skemmti-
lega. Í því stóð meðal annars „ég
veit ekkert hvað ég á að skrifa,
amma er búin að segja Bjarka
allar fréttirnar, þú getur bara
lesið það“.
Ég er endalaust þakklátur
fyrir þann tíma sem ég fékk að
eyða með þér og ómetanlegt að
fá að búa hjá ykkur ömmu í
þessa örfáu mánuði þegar ég
flutti heim frá Þýskalandi. Mér
varð hugsað til þess, nú þegar þú
ert farinn, elsku nafni, hver eigi
eftir að hringja í mig á hverjum
einasta degi yfir rjúpnatímabilið
til að fá fréttir og til að athuga
hvernig gangi. Hver á að spyrja
mig út í jeppann, hvort hann sé
ekki örugglega bilaður? Hver á
spila við mig ólsen ólsen í hádeg-
inu þegar amma er að græja
hafragrautinn? Hver á að segja
mér að klára af disknum eftir
matinn þótt ég sé búinn að sleikja
af honum?
Ég hafði svo gaman af því að
tala við þig því það var svo mikið
sprell í þér. Það var alveg sama
hvort maður lét þig vita hvort
jeppinn væri bilaður eða í lagi eða
hvort ég hefði fengið tvær rjúpur
eða 30, þá skelltir þú upp úr og
sagðir yfirleitt „þið eruð ágætir“.
Þú sýndir mér og öllum þínum
barnabörnum svo mikinn áhuga
og fylgdist vandlega með því sem
var að gerast í okkar lífi.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
getað hjálpað þér að slá garðinn,
bóna bílinn, sækja sand í blóma-
beðið, redda sel fyrir selaveisluna
eða koma þér í betra skap og ég
er þakklátur fyrir allt það sem þú
kenndir mér. Ég er þakklátur
fyrir allar þær myndir sem eru til
af okkur nöfnunum saman og síð-
ast en ekki síst er ég þakklátur
fyrir þær minningar sem ég á af
þér og okkur, þær getur enginn
tekið frá mér.
Það sem ég á eftir að sakna
þín, sakna hlátursins þíns, sakna
samtalanna okkar, sakna þess
þegar þú gerðir grín að mér og
sakna þess að ég gat gert grín að
þér á móti.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
átt þig sem afa.
Ég er þakklátur nafni.
Ég elska þig, afi minn.
Þinn alnafni,
Kristinn Lúðvíksson.
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Smáauglýsingar 569 1100
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Íþróttir
Verðlaunagripir - gjafavara-
áletranir
Bikarar, verðlaunapeningar, barm-
merki, orður, póstkassaplötur, plötur
á leiði, gæludýramerki - starfsgreina-
styttur.
Fannar,
Smiðjuvegi 6, Rauð gata,
Kópavogi , sími 5516488
Til sölu
Rotþrær-vatnsgeymar-
lindarbrunnar.
Rotþrær og siturlagnir.
Heildar lausnir - réttar lausnir.
Heitir Pottar.
Lífrænar skolphreinsistöðvar.
Borgarplast.is,
Mosfellsbæ, sími 561 2211
Óska eftir
Staðgreiðum gull, demanta og úr
Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex,
Cartier, Patek Philippe o.fl.
Hringdu núna og fáðu tilboð þér að
kostnaðarlausu!
www.kaupumgull.is
Opið alla daga 11–18.
Kringlan – 3. hæð
(Hagkaupsmegin)
Upplýsingar í síma 661 7000.
Ýmislegt
Jessenius Faculty of Medicine
(JFM CU) í Martin, Slóvakíu
mun halda inntökupróf í
Reykjavík 24. júni 2015 kl.
10:30 á Grand Hótel. Ekkert
prófgjald. Kennt er á ensku.
Nemendur læra slóvakísku og
geta tekið alla klinik í Slóv-
akíu. Nemendur útskrifast sem
læknar (MUDr.) eftir 6 ára
nám.
Fjöldi Íslendinga stundar nám
í læknisfræði við skólann auk
Norðmanna, Svía og Finna.
Heimasíða skólans er
www.jfmed.uniba.sk /en
Uppl. í s. 5444333 og fs.
8201071 kaldasel@islandia.is
!" #"
$% !
Bílar
Renault Megane Classic RT S/D
til sölu. Árgerð 1999, ek. 174.000 km.
Beinskiptur. Ný tímareim –
Nýskoðaður. Þjónustubók.
Verð: Tilboð.
Upplýsingar í síma 820-7006.
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Ökukennsla
Vönduð, vel búin kennslubifreið
Subaru XV 4WD .
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 6960042,
bilaskoli.is
Iðnaðarmenn
VANTAR ÞIG
IÐNAÐARMANN?
Við þjónustum þig með
lítil sem stór verk.
Tímavinna eða tilboð.
Sími 544-4444 / 777-3600
www.jáiðnaðarmenn.is
Árskógar 4 Opin smíðastofa, útskurður kl. 8.30-16. Opin handa-
vinnustofa kl. 9-16 með leiðbeinanda kl. 12.30. Botsía með Sigríði kl.
9.30-10.10. Stafaganga um nágrennið kl. 11-11.40. Félagsvist með
vinningum kl. 13.15.
Boðinn Bingó kl. 13.
Bólstaðarhlíð 43 Leikfimi kl. 10.40. Kaffi / blöð, hádegisverður og
síðdegiskaffi.
Dalbraut 18-20 Brids kl. 13.
Furugerði 1 Handavinna kl. 8-16, (bútasaumur, perlur, prjónað, harð-
angur og klaustur) með leiðbeinanda, ganga kl. 13 og framhaldssaga
kl. 15.30.
Garðabær Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga kl.
9.30-16, hádegismatur kl. 12, panta með dags fyrirvara í síma
6171503, meðlæti með síðdegiskaffi selt kl. 14-16.
Gerðuberg Opnar vinnustofur kl. 9-15.30. Útskurður með
leiðbeinanda kl. 9-16. Heitt á könnunni.
Gjábakki Handavinnustofan opin, botsía kl. 9.10, hádegisverður kl.
11.40, lomber kl. 13, kanasta kl. 13.15.
Gullsmári Postulínshópur kl. 9, ganga kl. 10, handavinna kl. 13 og
félagsvist kl. 20.
Hraunbær 105 Frítt kaffi á könnunni og spjall kl. 8.30. Opin handa-
vinna – leiðbeinandi kl. 9. Bænastund kl. 9.30. Morgunleikfimi kl. 9.45.
Hádegismatur kl. 11.30. Kaffi kl. 14.30. Skráning hafin á Sumargrill.
Hraunsel Þrekæfingar Haukahúsi kl. 9.10. Ganga Haukahúsi kl. 10.
Gler kl. 13. Félagsvist kl. 13.30.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, molasopi í boði
til kl. 10.30, blöðin og púsl liggja frammi, morgunleikfimi kl. 9.45,
matur kl. 11.30 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30, fótaaðgerðir.
Hæðargarður 31 Við hringborðið kl. 8.50, félagsvist kl. 13.15, síð-
degiskaffi kl. 15.30, nánar í síma 411-2790
Íþróttafélagið Glóð Ringó kl. 11 í HK húsinu á Digranesheiði. Uppl.
í síma 564-1490 og á www.glod.is.
Korpúlfar Ganga kl. 10 í dag, lagt af stað frá Grafarvogskirkju og frá
Borgum, gönguhópar við allra hæfi, bæði sniglaganga, hreinsiganga
og hraðganga frá Borgum. Vatn og kaffi á könnunni.
Norðurbrún Morgunkaffi kl. 8.30. Morgunleikfimi kl. 9.45.
Hádegisverður kl. 11.30-12.30. Göngutúr með starfsmanni kl. 14.
Seltjarnarnes Tölvunámskeið í Mýrarhúsaskóla kl. 10. Jóga á
Skólabraut kl. 11. Vatnsleikfimi í sundlaug Seltjarnarness kl. 18.30.
Skemmtiganga frá Skólabraut kl. 13.30. Í dag er allra síðasti skrán-
ingardagur vegja sumarferðarinnar í Þórsmörk 25. júní. Allar nánari
upplýsingar og skráning hjá Kristínu í síma 8939800.
Vesturgata 7 Félagsmiðstöðin Vesturgötu 7 verður lokuð vegna
sumarleyfa starfsfólks frá og með mánudeginum 22. júní. Opnum
aftur mánudaginn 27. júlí. Hárgreiðslustofan og fótaaðgerðarstofan
verða opnar.
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 2015
✝ Katrín SigrúnGuðjónsdóttir
fæddist á Ljót-
arstöðum í Skaft-
ártungu 23. apríl
1948. Hún lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 14. júní
2015.
Foreldrar henn-
ar voru Guðjón
Bárðarson bóndi, f.
18.4. 1915, d. 17.6.
1999, og Björg Jónína Kristjáns-
dóttir húsmóðir, f. 29.12. 1917,
d. 16.1. 2013.
Systkini Katrínar eru Þórir
Páll Guðjónsson, f. 26.4. 1945.
Maki Helga Karlsdóttir. Kristín
Guðjónsdóttir, f. 1.4. 1950. Maki
Rúnar Viktorsson. Brynrún
Bára Guðjónsdóttir, f. 22.1.
1952.
Katrín fluttist með foreldrum
sínum að Hemru í Skaftártungu
vorið 1948 og ólst þar upp.
Hún gekk í barnaskóla í
Skaftártungunni og
tók þátt í almenn-
um sveitastörfum
fram yfir tvítugs-
aldurinn. Flutti þá
til Reykjavíkur og
starfaði fyrst á
Reykjalundi. Réðst
síðan til Flugleiða
og vann þar við ým-
is þjónustustörf um
árabil. Katrín
keypti sér íbúð á
Rauðarárstíg 51 og bjó þar
nokkur ár. Vegna heilsubrests
þurfti hún að selja íbúðina sína
og fékk þá aðstöðu hjá Styrkt-
arfélagi vangefinna og bjó fyrst
á sambýli á Háteigsvegi 6, síðan
í Fýlshólum, en síðustu árin hef-
ur hún búið í Langagerði 122.
Útför Katrínar fer fram frá
Grensáskirkju í dag, 22. júní
2015, og hefst athöfnin kl. 11.
Bænastund og jarðsetning
verður frá Grafarkirkju í Skaft-
ártungu kl. 17 sama dag.
„Ekki svona, þú skerð svo mik-
ið af kartöflunni þegar þú gerir
svona, þú átt að halla hnífnum.“
Svona kenndi Katrín frænka mín
mér að skræla kartöflur í sveitinni
í Hemru þegar ég var níu ára
gamall, en það var eitt af fjölda-
mörgu sem ég lærði af henni.
Katrín Sigrún Guðjónsdóttir
fæddist 1948 og sleit barnsskón-
um í Hemru í Skaftártungu við
gott atlæti í stórri fjölskyldu. Ég
varð þeirrar gæfu aðnjótandi að
dvelja þar á sumrin sem barn og
unglingur á miklum mótunarárum
í lífi mínu. Það veganesti sem ég
hef úr Hemrudvölinni er ekki síst
frá Katrínu, bæði verklag og af-
staða til vinnu. Katrín sá til dæmis
um að gefa hænunum og hafði sitt
lag á því. Við Jónína frænka henn-
ar, sem einnig var sumarbarn í
Hemru, fengum að taka þátt í
þessu undir hennar stjórn, vita-
skuld eftir kúnstarinnar reglum.
Saman stungum við Katrín út úr
fjárhúsunum, það var mikið at og
hvergi slegið slöku við. Ákafinn og
atorkan sú sama og þegar hún
rakaði hey með mikilli sveiflu og
tilþrifum. Seinna meir hittum við
fjölskyldan Katrínu á Reykjavík-
urflugvelli þar sem hún vann við
ræstingar. Hún þurrkaði fumlaust
og markvisst af borðum, hraðinn
mikill og hún mátti varla missa
mínútu úr til að spjalla. Enginn
var svikinn af afköstum og vinnu-
framlagi Katrínar. Hún var glað-
vær með skemmtilegan húmor,
kannski örlítið hrekkjótt. Hún
hafði sérstakt dálæti á að kitla
okkur Jónínu og skríkti þá og hló.
Hún var skapmikil, það fauk
stundum í hana og hún gat orðið
býsna reið. Í hita leiksins gátu
orðið til skemmtileg orðatiltæki. Í
einni vorsmöluninni kastaði
Klaustur-Skjóni Katrínu af baki
og upp frá því var stirt á milli
þeirra. Eitt sinn þegar við vorum
að sækja hestana og Skjóni lét illa
að stjórn þá fauk í Katrínu með
þessum orðum: „Ef ég væri í mín-
um sporum myndi ég taka nagla-
spýtu og slá hann Skjóna í rass-
gatið.“ Nafnið hennar er
merkingarbært í okkar fjölskyldu,
Katrín dóttir okkar er sami dugn-
aðarforkur og nafna hennar. En
það er ekki bara verklag og vinnu-
semi sem Katrín hefur kennt okk-
ur samferðafólki sínu. Ekki síst
jók hún skilning okkar á marg-
breytileika mannfólksins og í
hverju raunverulegir verðleikar
felast. Það er með virðingu og
þakklæti sem ég og fjölskylda mín
kveðjum Katrínu Guðjónsdóttur.
Pálmi Magnússon.
Katrín Sigrún
Guðjónsdóttir